Börn og menning - 01.09.2012, Síða 23

Börn og menning - 01.09.2012, Síða 23
Sigurður H. Pálsson A öxlum músa Uppfærsla Þjóðleikhússins á Dýrunum í Hálsaskógi Það þarf sterkar taugar til að ráðast í að setja upp Dýrin í Hálsaskógi í Þjóðleikhúsinu. Þetta er ekki bara eitthvert leikrit, heldur leikrit og saga sem allir Þekkja, órjúfanlegur hluti þjóðararfs... Norðmanna? Hvað sem líður öllum íkornum, skógarbjörnum, broddgöltum, krákum °9 elgum er Hálsaskógur einkennilega nálægt okkur. Sporin sem fyrstu uppfærslur Pjóðleikhússins á þessu kunna leikriti Thorbjorns Egner mörkuðu á íslenskt barnaleikhússvið fyrnast seint, og okkur hlýtur að fyrirgefast að þykja sem verkið hljóti að vera eins íslenskt og Heimskringla Snorra Sturlusonar. Snorra, sem Norðmenn l'ta á sem landa sinn. Kannski er yfirtaka °kkar á Egner maklegt svar við tilburðum frænda okkar til að slá eign sinni á Snorra. ^eim í Hálsaskóg Þannig eru Dýrin f Hálsaskógi, sem og Kardimommubærinn, orðin hluti af íslenskri leikhúskanónu. Það liggur við að það sé vítavert að kunna ekki skil á helstu atriðum verksins, og kunna aðeins Piparkökusönginn utanbókar. Að sama skapi eru miklar kröfur gerðar til hverrar uppfærslu á Dýrunum. Meðan börnin taka því sem fyrir augu ber með opnum huga, koma foreldrarnir á sýninguna með væntingar. Jafnvel lítt raunhæfar væntingar. Annars vegar kunna að vera væntingar um að allt sé „rétt", að fullorðni áhorfandinn sé að koma heim í Hálsaskóg bernsku sinnar. Hins vegar hlýtur hann að vænta þess að honum sé skemmt og komið á óvart, því án þess verður harla dauflegt í leikhúsinu. Þetta setur uppfærslunni skorður: Hún þarf helst að bjóða upp á einhverja endurnýjun, án þess að rjúfa tengslin við hefðina. Leikstjórinn Ágústa Skúladóttir fetar þetta einstigi fimlega I sýningunni sem nú er á fjölum Stóra sviðs Þjóðleikhússins. Persónur leiksins eru upp til hópa gæddar sömu einkennum og við eigum að venjast úr fyrri uppfærslum, enda er í flestum tilfellum líklega eftir litlu að slægjast væri reynt að kafa í djúpið eftir nýstárlegum túlkunum. Nýjabrumið í sýningunni er frekar að finna í útfærslu einstakra atriða, yfirbragði og að einhverju leyti tempói og leikstíl. Öguð ærsl Nokkuð er brugðið á leik með „slapstick", ekki síst I atriðum Hérastubbs og bakaradrengsins. Það kom vel út, og hefði alveg þolað meiri nýtingu út í gegnum sýninguna, en þess ber að gæta að slíkt krefst mikils tæknilega af leikurunum og útheimtir gjarnan mikla vinnu. Því má halda til haga að bakaradrengurinn sýndi mjög góða takta í þessum atriðum. Talandi um tækni, þá tókum við dóttir mín bæði andköf yfir kökuátssenu Lilla klifurmúsar. Við erum sammála um að aðra eins græðgi höfum við aldrei séð á sviðí. Annað skemmtilegt uppátæki er hvernig það er ýkt hvað refir eiga erfitt með að klifra í trjám (sem alkunna er). Það liggur við að Mikki detti til jarðar við það eitt að sjá tré út undan sér.

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.