Börn og menning - 01.09.2012, Blaðsíða 25

Börn og menning - 01.09.2012, Blaðsíða 25
25 Brynja Baldursdóttir Gegnum glervegginn Fantasiur eiga alltaf upp á pallborðið hjá ungum lesendum ekkert síður en þeim sem eldri eru. Gegnum glervegginn eftir Ragnheiði Gestsdóttur, sem kom á síðasta ári hjá bókaútgáfunni Veröld, er ekta fantasía með áleitnum ádeilukeimi og stundum svo sterkum að undan sviður. Ragnheiður var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna fyrir bókina en hreppti Þau ekki i þetta sinn. Gömul ævintýraminni Sagan er byggð á gömlum ævintýraminnum. Hún er um kóng og drottningu i ríki sínu Seim eiga tvö börn, strákinn Dag og stelpuna ^róru, og búa þau við ríkidæmi i höll sinni. ' nágrenni konungshallarinnar býr fátækur a|múgurinn og vinnur fyrir hirðina til dæmis með ræktun í gróðurhúsum, smíðum, eldamennsku og fatasaumi. Eins og í gömlu ®vintýrunum leynist hetja í hópi almennings sern kemur prinsessunni til bjargar, það er ðrengurinn Rökkvi. Kóngurinn og drottningin eru mjög hégómleg og láta sig engu skipta þótt fólkið í landinu þjáist á meðan aðallinn skemmtir sér við keppni af ýmsu tagi, svo sem um fallegasta brönugrasið, sætasta gæludýrið, eða fegursta ungbarnið. En konungsfjölskyldan býr ekki öll saman í sátt og samlyndi. Dóttirin hefur verið í geymslu í bókstaflegum skilningi frá því að hún var Iftil hnáta og er ætlunin að hún geymist þar þangað til að hún verði kvonfang nágrannakonungsins sem er öllu voldugri en faðir Áróru. Glerhvolfið þar sem konungsdóttirin er geymd leynist úti í skógi, mitt á meðal hinna fátæku. Það er í raun undarleg ráðstöfun að koma henni fyrir þarna því í raun er stúlkan geymd meðal óvina, fólks sem hefur það skítt. í gömlu ævintýrunum eru prinsessur aftur á móti faldar hjá tröllum, álfum eða drekum. Prinsessa í uppreisn Áróra býr við góðan aðbúnað og skortir ekkert - nema félagsskap fólks. Hún fær að sjá foreldra sína á tölvuskjá, stundar nám í gegnum tölvur og rafrænar raddir stýra lífi hennar og háttum. En einn góðan veðurdag yfirgefur hún glerhvolfið með aðstoð drengsins Rökkva og fer með honum út úr skóginum og dvelur dulbúin meðal fátækustu þegna landsins. Þegar prinsessan stígur út úr hvolfinu skilur á milli sögunnar og ævintýranna sem hún byggir á. Því prinsessan gerir uppreisn, bæði gegn foreldrum sínum og gegn ríkjandi samfélagsskipan, hún vill að múrarnir milli ríkra og fátækra hverfi. Sagan um Áróru prinsessu sem fær ekki að dvelja hjá foreldrum sínum, kónginum og drottningunni, gefur lesandanum alvarleg umhugsunarefni. Af hverju fær prinsessan ekki að vera hjá pabba og mömmu og stóra bróður? Mörg ævintýri greina frá slíkum aðskilnaði, kóngsdóttirin sem er lokuð inni f turni til að vernda hana frá öllu illu. Yfirleitt á þetta sér stað þegar prinsessan er orðin gjafvaxta og henni haldið frá umheiminum til að vernda meydóm hennar fyrir óæskilegum vonbiðlum. Áróra var aftur á móti smábarn þegar henni er komið fyrir undir glerhvolfinu og ágangur vonbiðlanna því ekki hafinn. Greniskógar og gráir úlfar Sagan gerist í ímynduðu landi á norðlægum

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.