Börn og menning - 01.09.2012, Side 27
Ámundi Ófeigsson er átta, bráðum níu ára
gamall strákur í austurbæ Reykjavíkur. Þegar
hann snýr aftur úr sumarfríi er kominn
nýr nágranni í hverfið, stelpa sem heitir
ísabella Aþena Nótt. Hún étur sviðasultu
í morgunmat, reykir sjö sígarettur á dag,
rafar um internetið að vild, leitar meira að
segja ráðlegginga á Barnalandi um allt milli
himins og jarðar og til að bíta höfuðið af
skömminni rífur hún bækur í sundur án þess
að skammast sín. Og hún á kött sem heitir
Skandall.
Reyndar kemur svo í Ijós að hún lýgur
Þessu með reykingarnar. Og líka með það
hvað hún heitir, því í alvörunni heitir hún
Randalín. Og sennilega má draga í efa þetta
nneð sviðasultuna líka.
þegar allt getur gerst
hórdís Gfsladóttir hlaut í hittifyrra
bókmenntaverðlaun Tómasar
Guðmundssonar fyrir fyrstu bók sína,
Ijóðabókina Leyndarmál annarra. Hér spreytir
bún sig á að skrifa barnabók og er óhætt að
se9ja að hún komist vel frá þeirri frumraun
^a- Randalín og Mundi er skrifuð í léttum,
kersknisfullum og allt að því kæruleysislegum
st'l sem minnir á köflum á prakkarabækur
Lund Kierkegaard og vekur þá tilfinningu
lesandanum að hvað sem er geti átt eftir
að gerast. Sagan er öll strangt til tekið innan
rannma hins raunverulega, en sú tilfinning
er alltaf undirliggjandi að hvenær sem er
Qeti lögmál tíma og rúms tekið upp á því að
h^etta að eiga við, kettir farið að fljúga og
feysknir karlpungar að dansa í rigningunni.
Hvað má í barnabókum
Randalín er heillandi stelpa. Strax í fyrsta
kafla þverbrýtur hún heila lúkufylli af reglum
um það hvernig krakkar í barnabókum eiga
að haga sér, sem veldur því að við lesturinn
eru bæði börn og foreldrar á nálum yfir
því hverju hún eigi eftir að taka upp á í
framhaldinu. Randalín er hörmuleg fyrirmynd
allra góðra barna í réttri framkomu, verri en
Fíasól (sem er bókstaflega rifin í tætlur við
lesturinn), og minnir jafnvel pínulítið á Línu
langsokk án ofurhetjustælanna. Mundi er
hins vegar hófstilltari, betur upp alinn í alla
staði og sá fulltrúi hins venjulega sem leggur
okkur til sjónarhornið sem við sjáum allt í
gegnum.
Viðvörun fyrir viðkvæma foreldra!
Foreldrar sem vilja ekkí að börnin sín komist
í tæri við neitt óviðeigandi í heiminum ættu
að gera sitt besta til að halda Randalín og
Munda frá börnunum sínum. En þeir sem
treysta börnum sínum til að ráða sjálf í það
sem þau lesa og heyra geta átt skemmtilegar
stundir við að ræða við þau um uppátæki
Randalínar og Munda. Og þeir gætu þá þurft
að búa sig undir að túlka með börnum sínum
Ijóðið sem byrjar á línunum „Ó samfarir
[ síðdegisbirtu / meðan fskrar í gangverki
þjóðfélagsins..."
Töfrar daglegs lífs
Ef hægt er að finna að einhverju er það helst
að það gerast engir stórfenglegir atburðir
í sögunni. Enginn stórglæpur er framinn
og engar yfirgengilegar tilfinningakreppur
hrjá söguhetjurnar. Mundi og Randalín
kynnast, heilsa upp á undarlegt fólk
(meðal annars söngkonuna og spámiðilinn
Grétu Hansen og gítarleikarann og
snákseigandann dídjei Mússa) og blása til
hverfishátíðarafmælisveislu. Þetta síðasta
þætti vissulega býsna stór viðburður í |[fi
raunverulegra krakka, sérstaklega þar sem
ónefnd poppstjarna skýtur óvænt upp
kollinum og tekur lagið með hverfisbúum.
Randalín og Mundi minnir okkur á töfra
þess að vera barn í daglegu lífi, og hvernig
hversdagurinn getur verið fullur af óvæntum
uppákomum í augum þess barns sem leyfir
þeim að gerast.
Ég las Randalin og Munda fyrir svefninn
með níu ára dóttur minni og sex ára syni, og
þau höfðu bæði gaman af. Stelpunni fannst
hún Randalín vera dálítið mikill lygari, og
stráknum fannst eiturslangan dálítið voðaleg,
en bæði biðu spennt eftir næsta kvöldlestri.
Og þegar allt er tekið saman eru það þau
meðmæli fyrir barnabók sem mestu máli
skipta.
Bókin er fallega myndskreytt af Þórarni M.
Baldurssyni.
Höfundur er líffræðingur