Börn og menning - 01.09.2012, Síða 31

Börn og menning - 01.09.2012, Síða 31
Mér finnst... 31 SöRýN' ElJVAKÍ/ skuli hafa verið endurútgefin fyrir nokkru. Lítill gutti kemur askvaðandi inn á safnið og hfópar: „Hallbera, Hallbera mig vantar bók um fugla. Ég fann egg úti á skólalóð." Þetta er gefandi og skemmtileg vinna sem snýst um börn og bækur. En það eru blikur á lofti. Ég sat landsfund Upplýsingar, félags óókasafns -og upplýsingafræða, fyrir nokkru. Þekktur fræðimaður á sviði upplýsingafræða fjallaði þar um framtíð bókasafna. f máli hans kom fram að út um allan heim væri Verið að loka bókasöfnum og bókabúðir °9 bókaútgefendur legðu upp laupana í stórum stfl. Fræðimaðurinn fullyrti að bókin í Pappírsformi væri að deyja og ef bókasafnið ten9di sig of mikið við hana þá dæi það líka. ^argir ráðamenn líta svo á að bókasöfn séu óþörf, við höfum jú Netið. Þau liggja því vel v'ð höggi. Bókasafnið og þeir sem þar vinna Verða því að tæknivæðast enn frekar eigi s°fnin að lifa af. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Ég kann nefnilega betur v'ð bækur en tölvur. Skólabókasöfn eru mörg hver 1 startholunum til að taka þátt í þessari Þróun og heita ekki lengur bókasöfn heldur uPplýsingaver eða upplýsingabrunnar. Þar ^ nemendur aðstoð við að tengjast heimi óPplýsinganna. Þar læra þeir að verða góðir eitendur og að vinna úr því upplýsingaflóði sem yfir þá hellist. Mikilvægt er að þjálfa nemendur í gagnrýnni hugsun og færni til að meta upplýsingarnar og það verður að kenna þeim umgengnisreglur á Netinu. Þeir þurfa að vita hvað má og hvað ekki má á þeim fjölda samskiptasíðna sem þeir heimsækja, margir hverjir daglega. Síðast en ekki síst þurfa þeir að vita að til er höfundaréttur og að ekki er nóg að kunna á copy og paste. Til þess að ná færni í öllu þessu verða nemendur að kunna að lesa og skilja það sem þeir lesa og þá komum við aftur að bókunum. Það eru engin ný sannindi að íslensk börn og ungmenni hafa komið frekar illa út úr könnunum, bæði innlendum og erlendum, á lestraráhuga, lestrarfærni og lesskilningi. Sem betur fer hefur orðið ákveðin vakning í þá átt að eitthvað þurfi að gera til úrbóta. Eitt af því er stofnun Barnabókaseturs á Akureyri. Hlutverk þess er m.a. að stunda rannsóknir og fræðslu um barnabókmenntir og lestur og að vinna að framgangi lestrarmenningar barna og ungmenna. Það verður gaman að fylgjast með þróun setursins og vafalítið á eitthvað gott eftir að koma úr þeim ranni. Innan skólanna ryðja sér til rúms nýjar aðferðir við lestrarkennslu þar sem unnið er með flóknari texta en áður. Um leið og nemandinn lærir að lesa fræðist hann um allt milli himins og jarðar hvort sem um er að ræða heimabyggð, árstíðir eða eldgos. Á öllum aldursstigum eru orð og hugtök krufin til mergjar í gegnum orðaglímur og orðasúpur. Áhersla á yndislestur hefur aukist og í mörgum skólum hefst hver morgunn á slíkri stund. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að lestur er grunnur alls náms og að yndislestur gegnir lykilhlutverki í að efla þá færni. Það er eitt af meginhlutverkum skólabókasafnsins að styðja við þennan lestur og því finnst mér skjóta skökku við að í sumum bæjarfélögum hafa fjárveitingar til bókakaupa verið skornar niður við trog. Á morgun mun ég mæta í vinnuna og ég veit að mín bíða fjölbreytt verkefni við að aðstoða nemendur og kennara við hitt og þetta í notalegu umhverfi bóka. Hver framtíð bókasafnsins verður er óljóst en þó veit ég að hvort sem bókin verður á pappír eða rafrænu formi breytir ekkert þvf í mínum huga að: „Bók er best vina". Höfundur er skólasafnskennari Brekkubæjarskóla „Mér finnst..." lýsir skoðunum höfunda fremur en ritstjórnar eða stjórnar IBBY samtakanna.

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.