Reginn - 01.02.1968, Qupperneq 3
R E G I N N
3
Æskulýðsheimili Siglufjarðar
tók til starfa, að þessu sinni
15. október s.l. og starfar
væntanlega til aprílloka. —
Heimilið er opið alla daga,
nema mánudaga, sem hér
segir:
Simnudaga kl. 16,30—22,30
Þriðjudaga — 16,00—22,30
Miðv.daga —< 16,00—18,30
Fimmtud. — 16,00—22,30
Föstudaga — 16,00—18,30
Laugardaga — 16,00—22,30
Gert er ráð fyrir að ekki
séu gestir heimilisins yngri
en 7 ára, og eftir kl. 20 fá
yngri en 14 ára ekki aðgang.
Hér er um opið hús að ræða
sem hver getur heimsótt
innan þeirra aldursmarka,
sem getið er. Heimilið hefur
til umráða ýmis leikáhöld
og tæki, sem gestir fá til af-
noita.
Á fimmtudögum eru allt-
af kvikmyndasýningar, eink-
um fyrir þá yngri. Á laug-
ardagskvöldum dansleikir
eða spilakvöld fyrir þá eldri.
Námskeið hefur verið í
filtvinnu, sem forstöðukon-
an, Anna Magnúsdóttir, sá
um. Ætlunin er að fljótlega
hefjist skólafræðsla og leið-
beiningar í framsögn.
Allt er ókeypis, sem fram
HÉR Á ÆSKAN HEIMA
fer, nema 3—5 kr. aðgangur
á kvikmyndasýningar.
Ýmsir klúbbar og hópar
hafa samastað 1 Æskulýðs-
heimihnu og koma saman á
fundi og starfstundir á viss-
um dögum og tímum. Sumir
fá umráð yfir sér herbergj-
um.
Stofnað var myntsafnara-
félag og fékk það hér irmi.
iSkátar: stúlkur, Valkyrjur,
og drengir, Fýlkir, eru hér
til húsa með starfsemi sína
og fundi, bæði sameiginlega
og sitt í hvoru lagi. Barna-
stúkan hefur fundi annan
hvem sunnudag kl. 10 að
morgni. Fram að áramótum
vom gestir heimilisins um
5000 að meðtöldum þeim, er
þar halda fundi sína.
Forstöðukona heimilisins í
vetur er frú Ánna Magnús-
dóttir.
Æskulýðsráð Siglufjarðar
sér um rekstur heimihsins
og nýtur til þess framlags
frá Siglufjarðarkaupstað,
rkissjóði og Áfengisvarnar-
ráði o.fl. aðilum. Ráðið skipa
fuhtrúar ýmissa félagasam-
taka á Siglufirði. Formaður
hefur verið Ragnar Fjalar
Lámsson, varaform. Stein-
dór Hannesson og gjaldkeri
frú Herdís Guðmundsdóttir.
Til lesendanna
Blaðið BEGINN, blað templara
í Siglufirði, hefur nú komið út
í 30 ár. Er það blaðnefnd st.
Framsókn nr. 187, sem séð hefur
um útgáfu blaðsins. Má það telj-
ast merkilegt starf, að halda úti
bindindisblaði í 30 ár. Til þess
hefur þurft fórnfúst starf og
fjárhagslegan stuðning velunn-
ara. En þetta hvorttveggja hef-
ur Beginn hlotið. Argjald blaðs-
ins er nú 25 kr. og eru kaup-
endur beðnir að greiða það til
Helga Ásgrímssonar, Eindargötu
1, Siglufirði.
BEGINN
Ákveðinn drengur
Dag nokkurn gekk tíu ára
drengur niður á bryggju og
horfði hrifinn á bátana, sem voru
við hafnargarðinn. Sjómaður
nokkur veitti honum allt í einu
athygli og kailaði til hans:
„Viltu skjótast fyrir mig í svo-
litla sendiferð, drengur minn?“
„Já, það skal ég gjaman gera,“
svaraði drengurinn og hljóp til
hans.
Þá sagði sjómaðurinn: „Farðu
með þessa flösku til hans Bjarna
og sæktu fyrir mig brennivín.
Héma em peningar til þess að
greiða vínið.“
„Nei, þetta get ég ekki gert
fyrir þig,“ svaraði drengurinn.
Hann sneri sér við og bjóst til
að fara.
„Bíddu rólegur! Þú skalt fá
tvær krónur, ef þú gerir þetta
fyrir mig.“
„Nei, ég get það ekki.“
„Hvað er þetta, drengur minn?
Hvers vegna geturðu það ekki?“
Þá svaraði drengurinn:
„Hann pabbi minn segir, að
ég skuli forðast áfenga drykki
og aldrei hafa nein afskipti af
þeim. Og ég er ákveðinn í að
gera það sem pabbi segir."
Drengurinn hélt leiðar sinnar,
en sjómaðurinn horfði á eftir
þessum ákveðna snáða, orðlaus
af undmn, með flösku sína og
peninga í höndunum.
S. G.
Þýtt og endursagt
FUNDUR
í stúkuimi Framsókn nr. 187
í BORGARKAFFI
þriðjudagiim 6. febrúar,
kl. 20,30.
Templarar. Mætum öll
stundvíslega.