Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.03.1978, Page 3

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.03.1978, Page 3
FELAGSTIÐINDI 3 Nokkrar sérreglur gilda hvað varðar opinbera starfs menn og má t.d. benda á skipun og setningu, sem rætt er um x l.gr. laga um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins, en skipun og setning byggist á sér- stöku skipunar- og setning- arbréfi, sem gefið er út af hálfu ríkisvaldsins. Stöðugt verður þó algengara að starfsmenn sem ráðnir eru hjá ríkinu geri skrif- legan ráðningarsamning, og er þá ráðning í starf hlið- stæð því, sem gerist á almenna vinnumarkaðinum. Algengt er a5í ráðningar- samningum séu ákvæði af ýmsu tagi varðandi kaup og kjör viðkomandi starfs- manns, en samningar um lakari kjör en kjarasamn- ingur segir til um eru égildir. Auk kjarasamninga og ráðningasamninga má loks geta verksamninga, en með verksamningi tekur starfs- maður eða starfsmenn að sér að vinna ákveðið af- markað verk gegn fyrir- fram ákveðinni greiðslu. I þessu tilfelli er starfsmaðurinn verktaki og hann vinnur á sína eigin ábyrgð, þ.e.a.s. hann þarf að hafa lokið til- teknu verki á fullnægjandi hátt innan tiltekinna txmamarka. Hvers konar mistök og tafir, sem verða á verkinu, t.d. ef efni vantar erux á ábyrgð verktakans. Það þýðir, að verktakinn verður að skila verkinu á fullnægjandi hátt innan tiltekins txma, hann er jafn ábyrgur fyrir þvx jafnvel þé évæntar tafir verði. Oft er hinsvegar samið á þann hátt, að ábyrgð verktakans séu undan- skilin alls konar töfum, sei verSa af verkföllum. évenju vondri verðráttu o.þ.h. Verktakanum er yfir- leitt ekki skylt að vinna verkið sjálfur, heldur getur hann ráðið aðra menn til þess, nema annað sé í. sérstaklega tekið fram í verksamningi. Sem dæmi getum við Framhald á bls. p

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.