Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.03.2001, Síða 16

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.03.2001, Síða 16
Skýrs 1 a s 1 jórdar SFR 2 0 0 0 Kj arasamningur í Leifsstöð Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE) var gerð að hlutafélagi 1. október 2000. Þó svo að ríkið eigi öll hluta- bréfin í flugstöðinni verða félags- menn okkar í Fríhöfninni ekki lengur skilgreindir sem ríkisstarfsmenn, heldur starfsmenn á almennum vinnumarkaði. Kjarasamningur fyrir félagsmenn okkar í FLE við þessar breyttu aðstæður, var undirritaður 17. febrúar sl. og vár þar stigið nýtt skref í sögu félagsins. SFR hefur ekki áður samið fyrir hóp á almennum markaði með þessum hætti. Þó var fyrir samningur við meðferðarheimil- ið FHáholt, sem er einkarekið en með þjónustusamning við ríkið. Kjarasamningurinn er við stjórn FLE, en þeir hafa gengið í Samtök atvinnulífsins og nutu því aðstoðar þeirra við samningsgerðina. Samn- ingamenn frá stjórn FLE voru Gísli Guðmundsson, FHöskuldur Áskelsson og Stefán Þórarinsson og FHrafnhild- ur Stefánsdóttir frá Samtökum at- vinnulífsins, en frá SFR Árni St. Jóns- son, Jens Andrésson, Tryggvi Þor- steinsson og Valdimar Þorgeirsson. Töluverður tími hefur farið í gerð þessa samnings. Flelgast það fyrst og fremst af því að laga þurfti kjara- samning SFR að nýjum aðstæðum, þ.e.a.s. að kjaraumhverfi á hinum almenna vinnumarkaði. Kjaraum- hverfi ríkisins og almenna markaðar- ins eru um margt mjög ólík og við samningagerð er gengið út frá mjög ólíkum forsendum. Almennt er hægt að segja að kjaraumhverfi rík- isins byggi á öflugum réttindum og tiltölulega föstum ákveðnum laun- um, en á almenna markaðinum er byggt á minni réttindum og launurm sem ákvarðast eftir því hvernig al- mennt efnahagsástand er í þjóðfé- laginu. f efnahagslegri uppsveiflu, þar sem mikil eftirspurn er eftir vinnuafli, hafa laun á almennum markaði tilhneigingu til að aukast en lækka í niðursveiflu. FHjá ríkinu koma þessar sveiflur vissulega einnig fram, en þó í mun minni mæli. Frá undirritun samningsins í húsakynnum Samtaka atvinnulífsins. 16 Félagslfðindi - raars 2001

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.