Fréttablaðið - 24.03.2021, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —5 8 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 2 4 . M A R S 2 0 2 1
Stöðugur hraunstraumurinn í Geldingadölum heldur áfram að laða til sín gosáhugafólk. Þorvaldur Þórðarson, jarðvísindamaður hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir merkilegt
að sjá hversu stöðugt hraunf læðið hefur verið úr eldfjallinu í stað þess að það dragi úr krafti þess eftir því sem dagarnir líða. Með þessu áframhaldi fyllast dalirnir á næstu vikum. Nóg er
að gera hjá björgunarsveitum við að sjá til þess að fíf ldjarfir gestir lendi ekki í háska og eru áætlanir uppi um að bæta símasamband á svæðinu á næstu dögum. Sjá síðu 6 FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
VIÐSKIPTI Stærstu keppinautar
Festar sem hefur verið boðin verslun
Kjarvals á Hellu til sölu, en Festi er
skylt að selja hana samkvæmt sátt
við Samkeppniseftirlitið, hafa engan
áhuga á henni nema með því að fá
aðrar eignir á gjafverði. Versluninni
verður að óbreyttu lokað í maí.
Samkvæmt sátt við Samkeppnis-
eftirlitið frá árinu 2018 er Festi skylt
að selja verslun Kjarvals á Hellu. Til-
raunir til að selja verslunina hafa
ekki borið árangur en í byrjun árs
náði Festi samkomulagi um sölu til
Sigurðar Elíasar Guðmundssonar.
Samkeppniseftirlitið kom í veg fyrir
söluna og sagði kaupandann ekki
uppfylla skilyrði sáttarinnar. „Það
skýtur skökku við,“ útskýrir Eggert
Þór Kristófersson, forstjóri Festar,
„að efast um fjárhagslegan styrk hans
þegar litið er til þess að rekstrarfélag
í hans eigu er með 800 milljónir í
eigið fé og þá hefur hann reynslu af
verslunarrekstri á svæðinu og er ekki
háður okkur á neinn hátt.“
Eggert segir að eftirlitið hafi verið
upplýst um það í byrjun september
að Festi hefði sagt upp leigusamningi
verslunarinnar á Hellu og ætti í við-
ræðum við áhugasaman kaupanda.
„Óskað var í tvígang eftir fundi
með Samkeppniseftirlitinu vegna
málsins en ekkert svar barst fyrr en
um tveimur mánuðum síðar.“
Aðspurður segir Eggert að félag-
ið muni að óbreyttu, takist ekki að
selja verslunina áður en leigusamn-
ingurinn rennur út 1. maí næstkom-
andi, loka versluninni.
„Ljóst er að stærstu keppinautar
félagsins, sem hefur verið boðin
verslunin til kaups, hafa engan
áhuga á henni nema Festi greiði með
sölunni umtalsverða fjármuni með
því að fá aðrar eignir félagsins með á
gjafverði,“ segir Eggert.
Spurður hvort hann óttist að
eftirlitið bregðist illa við gagnrýni
Festar segir Þórður Már Jóhannes-
son, stjórnarformaður félagsins, að
tíminn verði að leiða það í ljós. „Það
eitt að upplýsa eigendur um þessi
mál á aðalfundi hlýtur að vera eðli-
legur hlutur.“ – hae, þfh / sjá Markaðinn
Sölunni á Kjarvali siglt í strand
Festi mun að óbreyttu loka verslun Kjarvals á Hellu í maí. Sölu verslunarinnar var synjað af Samkeppniseftir-
litinu. Stórir keppinautar vilja aðrar eignir á gjafverði í kaupbæti fyrir að kaupa verslunina að sögn forstjóra.
Ekkert svar barst
frá eftirlitinu fyrr
en um tveimur mánuðum
síðar.
Eggert Þór
Kristófersson,
forstjóri Festar
Festar.
VIÐSKIPTI Eyrir Invest hefur bæst í
hluthafahóp íslenska tæknifyrir-
tækisins Carbon Recycling Interna-
tional (CRI), sem framleiðir metanól
úr koltvísýringi og vetni, með fjár-
festingu í félaginu fyrir jafnvirði um
1.300 milljóna króna.
Með kaupunum mun fjárfest-
ingafélagið eignast tíu prósenta hlut
og Þórður Magnússon, stofnandi og
stjórnarformaður Eyris, hefur tekið
við sem stjórnarformaður CRI.
„Við teljum að miklir vaxtar-
möguleikar séu fyrir hendi í þeirri
tækni sem CRI hefur þróað og þegar
sannreynt,“ segir Þórður.
Fyrirtækið, sem velti um 700
milljónum króna í fyrra, vinnur nú
að undirbúningi skráningar á Euro-
next Growth markaðinn í Osló með
norska viðskiptabankanum Spare-
bank1.
– hae / sjá Markaðinn
Eyrir Invest
fjárfestir í CRI