Fréttablaðið - 24.03.2021, Qupperneq 2
Veðurguðir með valkvíða
Íbúar höfuðborgarsvæðisins þurftu að taka alla fataf lóruna með sér til að bregðast við breytingum á veðráttunni í gær. Í byrjun dags var hvítt lag
yfir Reykjavíkurborg en þegar komið var að hádegi voru sólargeislarnir búnir að láta til sín taka og bræða snjóinn. Undanfarna daga hefur verið
stutt á milli vorblíðunnar og snjókomu og þarf því að vanda fatavalið vel þegar haldið er út í daginn á hverjum morgni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
www.partybudin.is
Faxafeni 11, 108 Reykjavík S: 534-0534
myndabas!
Sjá nánar á booth.is
Partýbúðin hefur tekið við rekstri
tækjaleigunnar booth.is þar sem
leigja má allskyns græjur fyrir partýið!
ferming framundan?
COVID-19 „Það sem tengist námi
nemenda kom nokkuð vel út en
þegar andleg líðan er skoðuð er ekki
alveg sömu sögu að segja,“ segir Sig-
valdi Sigurðarson, verkefnastjóri
hjá Sambandi íslenskra framhalds-
skólanema (SÍF). Hann flytur í dag
erindi á málþingi um líðan og hagi
framhaldsskólanema ásamt Mar-
gréti Lilju Guðmundsdóttur frá
Rannsóknum og greiningu.
„Ég mun kynna niðurstöður könn-
unar sem við hjá SÍF framkvæmdum
og Margrét mun kynna niðurstöður
Rannsóknar og greiningar og þær
sýna allar svart á hvítu hvernig and-
legri heilsu nemenda hefur hrakað
síðustu ár,“ segir Sigvaldi.
Þá segir Sigvaldi niðurstöður
rannsóknar SÍF hafa sýnt að um átta
prósent nemenda í framhaldsskóla
séu í áhættuhópi vegna COVID-19
og að 47 prósent eigi náinn aðstand-
anda í áhættuhópi. „Þessi hópur
nemenda er líklegri til að upplifa
verri andlega heilsu en aðrir hópar
og það þarf bæði að hlúa vel að
honum og veita honum sveigjan-
leika,“ segir hann og tekur dæmi um
slaka á mætingu eða val milli stað-
eða fjarnáms.
Sigvaldi segir mikla óvissu hafa
einkennt nám síðustu anna í fram-
haldsskólum og að slíkar aðstæður
geti verið streituvaldandi fyrir nem-
endur. Stuttur fyrirvari hafi verið
um breytingar á sóttvarnareglum og
að dæmi séu um að nemendur hafi
einungis fengið nokkurra daga fyrir-
vara um hvernig próf eða skólahald
eigi að fara fram.
„Þetta er mikið álag á nemendur
og til eru dæmi þess að nemendur
sem ekki gátu eða ekki treystu sér
til að mæta í skólann vegna þess að
þau eða einhver náinn þeim voru
í áhættuhópi, hafi verið bent á að
skrá sig í fjarnám,“ segir Sigvaldi og
bætir við að við slíkar breytingar geti
útgjöld nemenda aukist.
„Og þá komum við að fjárhags-
legu hliðinni en það voru mun fleiri
en við bjuggumst við sem sögðust
hafa upplifað fjárhagserfiðleika í
faraldrinum,“ segir Sigvaldi, en 42
prósent allra nemenda höfðu upp-
lifað fjárhagserfiðleika og 70 pró-
sent nemenda á leigumarkaði.
Sigvaldi segir mikilvægt í þessu
samhengi að tryggja sálfræðiþjón-
ustu í alla framhaldsskóla sem sé
gjaldfrjáls fyrir nemendur. Nú séu
einungis starfandi sálfræðingar í
um helmingi framhaldsskóla lands-
ins. „Andleg heilsa er í frjálsu falli
meðal þessa hóps. Biðlistar eftir
sálfræðiaðstoð eru alltof langir og
aðstoð á einkastofum er kostnaðar-
söm og mikið álag er á náms- og
starfsráðgjöfum. Það þarf að finna
leiðir til að laga þetta,“ segir hann.
Málþingið fer fram klukkan tólf
í dag og er öllum opið. Skráning fer
fram á rannsoknir.is.
birnadrofn@frettabladid.is
Nemar á leigumarkaði
í fjárhagserfiðleikum
Átta prósent framhaldsskólanema eru í áhættuhópi vegna COVID-19 og yfir
40 prósent hafa upplifað fjárhagserfiðleika í faraldrinum. Verkefnastjóri hjá
SÍF segir andlega heilsu þeirra í frjálsu falli og auka þurfi sálfræðiaðstoð.
Stór hópur nema á einhvern náinn í áhættuhópi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
Sigvaldi
Sigurðarson,
verkefnastjóri
hjá Sambandi
íslenskra fram-
haldsskólanema
(SÍF)
Öryggisgæslan í Geldingadölum.
NÁTTÚRUVÁ „Ég var um tíma þarna í
gær og það var bara virkilega gaman
að vera innan um allt fólkið sem
var komið til að berja þetta augum,
bæði Íslendinga og útlenska ferða-
menn. Fólk var heilt yfir vel búið
og mikil gleði meðal þeirra sem
voru komnir,“ segir Úlfar Lúðvíks-
son, lögreglustjóri á Suðurnesjum,
aðspurður hvernig gengið hafi að
sinna eftirliti við eldgosið í Geld-
ingadölum í gær.
Ákveðið var að rýma svæðið
klukkan fimm vegna gasmengunar
sem fór yfir svæðið í logninu. Það
var því varað við að almannavarnir
myndu rýma gossvæðið seinnipart
gærdagsins og gekk það nokkuð vel
að sögn Úlfars.
„Ég veit ekki betur en að það hafi
gengið vel, við tökum það betur
fyrir á morgunfundinum en það
gekk bara heilt yfir vel fyrir sig. Auð-
vitað voru einhverjir sem þurftu frá
að hverfa vegna þessarar lokunar
en heilt yfir erum við ánægðir með
þetta.“ – kpt
Rýmingin gekk
vel í gærkvöld
COVID-19 Bilun í tölvukerfi gerði
það að verkum að ekki tókst að
ræsa greiningartæki sem notað er
til að greina COVID-19 sýni á veiru-
fræðideild Landspítalans í gær. Fyrir
vikið lentu fáeinir einstaklingar í því
að þurfa að bíða eftir niðurstöðum
úr skimun en þeir áttu það allir sam-
eiginlegt að vera með neikvætt sýni.
Einn greindist með COVID-19 í sýna-
töku sunnudagsins, sá var nemandi
við Laugarnesskóla, en í gær greind-
ust þrír til viðbótar. Þetta staðfesti
aðstoðarskólastjóri Laugarnesskóla
í samtali við Fréttablaðið í gær.
Karl G. Kristins son, yfirlæknir
sýkla- og veiru fræði deildar Land-
spítala, segir að þau telji sig vera búin
að leysa vandann en það komi í ljós á
morgun. Takist ekki að ræsa búnað-
inn er deildin með búnað tilbúinn til
að greina sýnin.
„Við héldum að það væri allt í lagi
þar til að þessi bilun kom upp. Við
teljum okkur vera með hugmynd
um hvað fór úrskeiðis og það kemur í
ljós hvort tilgáta okkar er rétt í fyrra-
málið. Ef ekki erum við með aðra leið
sem getur greint öll sýnin sem voru
tekin.“
Að sögn Karls voru það ekki
margir sem þurftu að bíða eftir
niðurstöðunni.
„Það fengu allir niðurstöðurnar
sínar yfir daginn, flestir um hádegis-
bilið. Það var búið að greina öll sýnin
en niðurstöðurnar voru í einstaka
tilvikum ekki að skila sér á rétta
staði. Tölvudeildin okkar vann úr
því og það gæti hafa tekið lengri
tíma en vanalega en það á allt að hafa
komist til skila,“ segir Karl og bætir
við að öll sýnin sem hafi tafist hafi
reynst neikvæð. – kpt
Aðeins neikvæð sýni sem
sem töfðust í greiningu
Einn greindist með
COVID-19 í sýnatöku
sunnudagsins.
2 4 . M A R S 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð