Fréttablaðið - 24.03.2021, Qupperneq 4
www.lyfsalinn.is
OPIÐ
8.30 - 18.00
virka daga
Verið hjartanlega velkomin
GLÆSILEGT APÓTEK
Í ORKUHÚSINU
URÐARHVARFI 8
NORÐURLÖND Um 40 prósent
Íslendinga hafa neikvæðara viðhorf
til Svíþjóðar en fyrir ári síðan, þegar
heimsfaraldurinn var að festa rætur
í Evrópu. Þar af hafa um 10 prósent
mun neikvæðara viðhorf. En eins
og flestir vita hafa Svíar farið sínar
eigin leiðir í sóttvarnaaðgerðum
og takmarkanir verið umtalsvert
minni en í nágrannaríkjunum.
Þetta kemur fram í nýrri nor-
rænni könnun Sænsku stofnunar-
innar, sem heyrir undir utanríkis-
ráðuneyti Svíþjóðar. Könnunin var
framkvæmd undir lok síðasta árs
og haft var samband við þúsund
manns í hverju landi Norðurlanda
utan Svíþjóðar. Niðurstöðurnar
voru svipaðar í Noregi, Danmörku
og Finnlandi.
Pär Ahlberger, sendiherra Sví-
þjóðar á Íslandi, var hissa á niður-
stöðunni. „Samband Svíþjóðar og
Íslands er frábært,“ segir hann. Þó
að viðhorfið í könnuninni sé svipað
á Norðurlöndunum segir hann að
neikvæðnin og núningurinn birt-
ist með sterkari hætti milli fólks í
Skandinavíu, sérstaklega Noregs og
Svíþjóðar. Tugþúsundir Svía starfi
á Oslóarsvæðinu og hafi ekki verið
hleypt yfir landamærin.
„Ég er sannfærður um að við-
horfið gagnvart Svíþjóð lagist þegar
faraldurinn er búinn,“ segir Pär. „Á
milli Norðurlandanna eru miklir
kærleikar.“
Flestir svarendur töldu viðbrögð
Svía við COVID-19 faraldrinum
helstu ástæðuna fyrir neikvæðara
viðhorfi en áður. Stór hluti svar-
enda í Danmörku nefndi einnig að
innflytjendamál og glæpir spiluðu
stóra rullu í viðhorfi þeirra en
almennt séð mældist viðhorfið í
Danmörku jákvæðast. Vel innan við
10 prósent sögðust hafa jákvæðara
viðhorf í garð Svíþjóðar.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, for-
maður Íslandsdeildar Norður-
landaráðs, segir þá neikvæðni sem
kom í ljós hafa verið rædda.
„Sænskir þingmenn hafa sagt að
það sé ákveðin Svíaandúð í gangi.
Einkum á landamærasvæðunum.“
Silja segir hins vegar að þessi
neikvæðni eða andúð birtist ekki
í pólitísku samstarfi þjóðanna. „Í
Norðurlandaráði höfum við ein-
beitt okkur að því að þétta rað-
irnar,“ segir hún. Í nóvember árið
2019 var samþykkt stefna um sam-
félagsöryggi og allt árið 2020 hafi
verið lögð rík áhersla á hana á öllum
fundum með ráðherrum Norður-
landanna. Hún segir samstarf og
góð samskipti Norðurlandanna afar
mikilvæg á tímum þegar vá steðjar
að, ekki aðeins faraldrar, heldur
náttúruhamfarir, hryðjuverk og
fleiri ógnir.
„Við höfum lagt áherslu á að
tengja stofnanir betur saman þann-
ig að það endurtaki sig ekki aftur,
eins og gerðist í upphafi farald-
ursins, að landamærum sé lokað
án samráðs,“ segir Silja. Eins og Pär
er Silja sannfærð um að sú andúð
sem myndast hefur muni rjátlast
af fólki þegar faraldrinum er lokið.
„Faraldrinum fylgir mikil hræðsla
og ekki að ósekju því fólk hefur dáið
og eftirköstin eru alvarleg. Ég held
og vona að þetta sé tímabundið
ástand,“ segir Silja.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Viðhorf til Svíþjóðar versnað
á Norðurlöndunum á einu ári
Samkvæmt nýrri könnun hafa viðhorf annarra Norðurlandabúa í garð Svíþjóðar versnað til muna á
undanförnu ári. Fjörutíu prósent Íslendinga segjast hafa neikvæðara viðhorf til Svíþjóðar en áður og
tæplega tíu prósent mun verra. Mjög fáir segjast hafa jákvæðara viðhorf til Svíþjóðar en fyrir ári síðan.
Svíar hafa ekki skorað mörg stig hjá frændþjóðum sínum í faraldrinum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
S K I PU L AG S M ÁL „Við er um að
bregðast við ábendingum frá sjó-
sundsfólki sem hafa komið því
það er sívaxandi aðsókn í sjóinn,“
segir Hjálmar Sveinsson, formaður
menningar-, íþrótta- og tómstunda-
ráðs, en á fundi ráðsins í vikunni
var samþykkt að sett verði upp
aðgangshlið í vor vegna búnings-
klefa og rætt um lengri opnunar-
tíma, sem Hjálmar segir líklegt að
taki gildi síðar á þessu ári, jafnvel
í haust.
Ylströndin var opnuð fyrir 20
árum og það þarf meðal annars að
bæta aðgengi fyrir fatlaða á strönd-
inni og vegna vinsælda er nánast
uppselt í heita pottinn, jafnvel á
köldustu dögum.
Hjálmar, sem stundar sjósund
sjálfur, segir að það hafi verið rætt
að gera útiklefa meðal annars. „Sjó-
sund gerir manni svo gott,“ segir
hann.
„Jafnvel á köldum vetrardögum
er allt fullt af sjósundsfólki í Naut-
hólsvík. Það eru 20 ár síðan þetta
var opnað og það er alveg kominn
tími á að skoða hvaða umbætur er
hægt að gera þarna.“
Hann þekkir því vel til vin-
sælda aðstöðunnar sem er sú eina
í borginni. Í hugmyndasamkeppni
borgarinnar Hverfið mitt komu
vinsældirnar bersýnilega í ljós,
því alls staðar vildu borgarbúar fá
sjósunds aðstöðu í hverfið.
Hjálmar segir að tveir staðir séu í
kortunum. Í Gufunesi og á Laugar-
nesi.
„Það má segja að pælingin með
Gufunes sé komin lengra. Hún er
inni í Græna plani borgarinnar og
þar er falleg skeljasandsströnd.“ – bb
Kominn tími á umbætur á Ylströndinni í Nauthólsvík
Heiti potturinn í Nauthólsvík er oft
þétt setinn af sjósundsfólki.
Ég held og vona að
þetta sé tímabundið
ástand.
Silja Dögg
Gunnarsdóttir,
formaður Ís-
landsdeildar
Norðurlandaráðs
Höfuðstöðvar Alvotech í Vatnsmýri.
DÓMSMÁL Bandaríska lyfjafyrir-
tækið AbbVie hefur kært Alvotech
vegna meints stuldar á viðskipta-
leyndarmálum. Samkvæmt AbbVie
voru leyndarmálin notuð til þess að
búa til eftirlíkingu af gigtarlyfinu
Humira.
Lögfræðifréttasíðan Law Street
Media greinir frá því að kæran hafi
verið lögð fram. Þar kemur fram að
Alvotech hafi ráðið til sín vísinda-
manninn Rongzan Ho, sem vann
hjá AbbVie við hönnun Humira
Umræddur Ho á að hafa sent upp-
lýsingar um þróun Humira á per-
sónulegt netfang sitt áður en hann
hætti hjá AbbVie og notað það hjá
Alvotech. Ho hefur hins vegar sagst
hafa eytt öllum gögnum tengdum
AbbVie af tölvum sínum við vista-
skiptin.
Samkvæmt kærunni eru aðgerðir
Ho ekki það eina sem lagt er til
grundvallar. Alvotech hafi ráðið
tvo aðra vísindamenn AbbVie. – khg
Alvotech stefnt í
Bandaríkjunum
DÓMSMÁL Séra Skírnir Garðarsson
er opinn fyrir sáttum við Þjóðkirkj-
una í skaðabótamáli sínu vegna
uppsagnar í apríl síðastliðnum. Sig-
urður Kári Kristjánsson, lögmaður
Skírnis, segist eiga von á því að
sættir verði reyndar áður en málið
verður tekið fyrir í Héraðsdómi
Reykjavíkur á fimmtudag. Skírnir
hefur stefnt bæði Þjóðkirkjunni og
séra Agnesi Sigurðardóttur biskupi
Íslands.
Krafa Skírnis er tæpar 10 millj-
ónir króna, annars vegar vegna
fjártjóns og hins vegar miskabóta-
krafa. „Skírnir lítur svo á að honum
hafi verið vikið úr starfi með ólög-
mætum hætti,“ segir Sigurður Kári.
Skírni var tilkynnt um þjónustu-
lok eftir að hann sagði Gylfa Ólafs-
syni, forstjóra Heilbrigðisstofnunar
Vestfjarða, frá afskiptum sínum af
konu í bakvarðasveit sem grunuð
var um að villa á sér heimildir og
sagði frá þessu í viðtali við Vísi.
Skírnir hefur sagt hana hafa beitt
svikum til að fá fjárhagsaðstoð úr
líknarsjóði Lágafellskirkju í Mos-
fellsbæ þegar hann var þar prestur.
Taldi Skírnir þetta öryggismál enda
var þá fyrsta bylgja faraldursins að
ganga yfir landið.
Þjóðkirkjan taldi Skírni með
þessu hafa rofið trúnaðarskyldu
sína gagnvart skjólstæðingi. Hana
bæri einungis að rjúfa ef um væri að
ræða saknæmt mál gagnvart barni
eða ungmenni. – khg
Opinn fyrir sáttum við kirkjuna
Skírni var sagt upp eftir bakvarðamálið á Bolungarvík. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
SAMGÖNGUR Þjóðarflugfélag Tékk-
lands, Czech Airlines, tilkynnti í
gær að á næstu vikum myndi hefj-
ast beint flug til fimm nýrra áfanga-
staða, þar á meðal til Íslands. Flug-
félagið er að hefja starfsemi eftir
að hafa sótt um gjaldþrotaskipti í
febrúar, en flogið verður frá Prag.
Flugfélagið var með f lug til
Íslands síðasta sumar og áætlar að
hefja f lug til Íslands þann 1. maí
næstkomandi. Samkvæmt áætlun-
um flugfélagsins verða fjögur flug til
Íslands á viku en farþegar þurfa að
sýna fram á neikvætt PCR-próf fyrir
innritun. – kpt
Hefja flug frá
Tékklandi í maí
2 4 . M A R S 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð