Fréttablaðið - 24.03.2021, Síða 9
Evrópubílar með STÓRA batteríinu
e+ 62 kwh
Nýir árgerð 2021
Skoðum með uppítöku
á öllum tegundum bifreiða
• Leiðsögukerfi með Íslandskorti
• App aðgangur
• 360°Myndavélakerfi
• Leðursæti
• Hiti í sætum og stýri
• Bosel hljóðkerfi
• ProPilot
VERÐ AÐEINS
ÞÚSUND stgr.
4.990NISSAN LEAF
TEKNA
Komið og reynsluakið
Bílar í ábyrgð - Allt að 100% lánamöguleiki - Til í ýmsum litum - Góð endursala
Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík
586 1414
stora@stora.is · stora.is
facebook.com/storabilasalan
...á verði fyrir þig!
kaffi á könnunni
opið mán-fös 10-18
lau 12-15
Á frábæru
tilboði!
8 ára rafhlöðuábyrgð
Alþjóðaheilbrigðismálastofn-unin (WHO) skilgreinir of beldi geg n öldr uðum
meðal annars á eftirfarandi hátt:
„Einstakur eða endurtekinn
verknaður, eða skortur á inngripi,
sem kemur fram hjá þeim aðilum
sem eiga í sambandi við aðra mann-
eskju þar sem vænst er trausts, en
veldur þess í stað skaða eða óþæg-
indum fyrir aldraðan einstakling.“
Norrænar rannsóknir styðjast
einnig við skilgreiningu WHO.
Birtingarmyndir ofbeldis gegn öldr-
uðum geta verið af margvíslegum
toga og oftast er um hulinn vanda
að ræða. Mikilvægt er að gera sér
grein fyrir að skortur á samskiptum
og tengslum við nákomna ættingja
getur f lokkast sem andlegt of beldi
líkt og skortur á virðingu fyrir
sjálfsákvörðunarrétti og reisn við-
komandi.
Ofbeldi getur þannig verið líkam-
legt, sálrænt, kynferðislegt, fjár-
hagslegt, trúarlegs eðlis eða í formi
vanrækslu og niðurlægingar af ein-
hverju tagi.
Á vettvangi WHO er hefð fyrir
að skipta of beldi gegn öldruðum í
eftirfarandi f lokka:
Líkamlegt of beldi: Áverkar
eftir að kýla, sparka, hrinda
eða lemja, beinbrot, bruna-
sár, skurðir, glóðarauga, mar
eða bólga í kjölfar líkamlegra
átaka. Innvortis blæðingar geta
verið af leiðing eftir á. Skyndi-
leg meiðsli og léleg líkamleg
umhirða.
Sálrænt ofbeldi: Hótanir, nið-
urlægjandi skammaryrði, lygi,
óheiðarleiki, ástarsamband og
svik á netinu sem maki veit ekki
um. Slík sambönd (netsex) enda
vanalega í miklum peningastuldi
og eyðileggja hjónaband og fjöl-
skyldulíf viðkomandi.
Kynferðislegt of beldi: Til
dæmis kynferðisleg áreitni eða
nauðgun eða tilraun til nauðg-
unar oftast samfara hótunum
og líkamsmeiðingum.
Fjárhagslegt ofbeldi: Maki
veitir ekki upplýsingar um inn-
stæðu á bankareikningi sínum
og útvegar ekki peninga fyrir
nauðsynjum heimilis. Þjófnaður
eða svik og misnotkun fjármuna.
Þrýstingur og ógnanir vegna ráð-
stafana fjármuna.
Vanræksla: Aldraður er illa
klæddur og hirtur, föt óhrein
og umönnun ekki sem skyldi.
Aldraður er vannærður eða
þjáist af vökvaskorti og tíðum
veikindum.
Tíð saga um slys og meiðsli
þar sem aldraður dvelur
Rannsókn á vegum WHO árið 2017 í
breska læknatímaritinu The Lancet
frá 28 þjóðríkjum sýndi að heildar-
niðurstaða var að 15,7% fólks 60 ára
og eldra hefðu orðið fyrir of beldi á
undanliðnum 12 mánuðum.
Aldraðir eru sístækkandi hópur
á Íslandi og of beldi gegn öldruðu
fólki er vaxandi vandamál sam-
kvæmt nýlegri greinargerð Ríkis-
lögreglustjóra.
Heimilisof beldi hefur aukist um
allan heim á tímum COVID-far-
aldurs. Áfengisneysla hefur einnig
aukist hér á landi undanfarið ár en
áfengi leiðir ósjaldan til of beldis.
Samfélagsbreytingar síðustu
áratuga hafa orðið til þess að sam-
skiptamynstur og venjur innan
fjölskyldna hafa breyst mikið. Það
getur leitt til þess að aldraðir ein-
angrist frekar, bæði félagslega og
tilfinningalega, og útilokist þannig
frá þátttöku í samfélaginu. Mikil-
vægt er að sinna vel hagsmunum
eldra fólks hvað varðar öryggi og
vernd og tryggja að það geti lifað
með reisn.
Það er erfitt að meta nákvæm-
lega umfang of beldis gegn öldr-
uðum hér á landi því tölfræði-
legar upplýsingar og rannsóknir
eru af skornum skammti. Þó hafa
verið gerðar þrettán rannsóknir
tengdar háskólaprófum hér á
landi um of beldi gegn öldruðum
á árunum 2007-2017. Ennfremur
er ljóst að eldra fólk er ólíklegra en
þeir sem yngri eru til að tilkynna
um of beldi sem það verður fyrir og
skilgreinir það oft á tíðum á annan
hátt. Þess vegna er nauðsynlegt
að kalla eftir vaxandi vitund um
of beldi gegn öldruðum í þjóð-
félaginu bæði innan heimilis og á
dvalar- og hjúkrunarstofnunum.
Ef fólk býr yfir vitneskju um
að aldraður einstaklingur sæti
of beldi ber alltaf að tilkynna um
slíkt athæfi til yfirvalda og gildir
þá einu hvort of beldið er af hendi
nákominna eða annarra. Zonta
hreyfingin á Íslandi leggur áherslu
á að samfélagið í heild viðurkenni
þann vanda sem felst í of beldi gegn
öldruðum og öðrum viðkvæmum
hópum í þjóðfélaginu. Við köllum
eftir aukinni vitund meðal yfir-
valda og almennings og hvetjum þá
sem búa við eða hafa vitneskju um
of beldi gegn öldruðum að „Segja
frá“ og leita hjálpar með því að hafa
samband við 112 og heimilislækni
viðkomandi.
Fyrir hönd Zonta
hreyfingarinnar á Íslandi.
Um ofbeldi gegn öldruðu fólki á Íslandi
Helga
Hannesdóttir
geðlæknir
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9M I Ð V I K U D A G U R 2 4 . M A R S 2 0 2 1