Fréttablaðið - 24.03.2021, Side 10
FÓTBOLTI Dagný Brynjarsdóttir
gekk til liðs við West Ham United
frá Selfossi í lok janúar síðastliðins
en þar var hún að ganga til liðs
við félagið sem hún styður í ensku
knattspyrnunni. Hún er ein fjöl
margra landsliðskvenna sem hafa
söðlað um og haldið til Englands
undanfarna mánuði.
Mikill uppgangur er í kvenna
knattspyrnu á enskri grundu og
til marks um það er sögulegur
útsendingarsamningur sem Sky
Sports og BBC gerðu um að sýna
leiki frá ensku ofurdeildinni frá og
með næsta keppnistímabili.
„Ég finn það vel að það er mikil
stemming fyrir kvennaknattspyrnu
á Englandi þessa stundina og mikill
meðbyr sem er bara frábært. Það er
til að mynda mun meiri fjölmiðlaat
hygli hérna en þegar ég var að spila
með Bayern München í Þýskalandi.
Það var hins vegar mun meiri
umfjöllun og áhorfendafjöldi þegar
ég spilaði með Portland Thorns í
Bandaríkjunum en þar er rík hefð
fyrir kvennaknattspyrnu þannig
að það er erfitt að bera það saman.
Þetta er hins vegar allt í rétta átt
hérna á Englandi og gaman að sjá
hversu hröð skrefin eru í þróun
inni,“ segir Dagný um upplifun sína
af enskri kvennaknattspyrnu.
„Það skiptir að sjálfsögðu miklu
máli að leikirnir séu sýnilegir sem
víðast um heiminn þannig að
stelpur sem eru að byrja sinn fót
boltaferil geti eignast kvenkyns
fyrirmyndir.
Leikirnir eru núna sýndir á appi
sem er eingöngu aðgengilegt í Bret
landi þannig að vinir mínir og fjöl
skylda sem eru heima hafa ekki
getað horft á leiki sem ég er að spila
með góðu móti. Það er auðvitað
ekki nógu gott og það breytir heil
miklu að SkySports og BBC hafi
stigið þetta stóra skref í samstarfi
við Enska knattspyrnusambandið,“
segir landsliðskonan.
Hvað leikinn um helgina varðar
er Dagný mjög spennt að mæta jafn
sterku liði og Manchester United á
Old Trafford. Liðin eru fyrir leik
inn hvort á sínum enda töflunnar
en West Ham United vermir botn
sætið á meðan Manchester United,
með norsku landsliðskonuna Maríu
Þórisdóttur innanborðs, situr í
þriðja sæti.
Þetta verður í fyrsta skipti sem
kvennalið Manchester United í
knattspyrnu leikur heimaleik á Old
Trafford.
„Við vorum hársbreidd frá því
að vinna langþráðan sigur á móti
Birmingham í síðustu umferð
deildarinnar og sá leikur var týp
ískur fyrir lið sem er í botnbaráttu.
Við fengum á okkur jöfnunarmark í
uppbótartíma leiksins. Það var svo
lítið þung stemming þegar ég kom
þar sem það hafði gengið illa, liðið
lent í kórónaveirusmiti og meiðsli
að herja á leikmanna
hópinn.
Eftir að hafa skipt
um þjálfara finnst
mér hafa komið
ják væðar i ork a
og við þurfum bara
einn sigurleik til þess
að koma okkur á skrið.
Við erum með sterkt lið sem ætti
ekki að falla en nú þurfum við bara
að fara að sýna það í verki,“ segir
sóknartengiliðurinn.
„Hvað mig sjálfa varðar þá er ég
að komast í mitt fyrra form en ég
kom meidd til West Ham United
og það var svekkjandi að geta ekki
hjálpað meira strax þegar ég kom.
Nú er ég búin að spila tvo leiki og
mér líður vel hérna. Þetta er gott lið
sem mikið býr í.
Ég er að upplifa það sjálf í fyrsta
skipti að vera í fallbaráttu og það er
allt öðruvísi en ég hélt. Þetta tekur
meiri á andlega en ég gerði mér
grein fyrir en nú reynir bara á kar
akterinn,“ segir Dagný sem samdi
við West Ham United til 18 mánaða
þegar hún kom.
„Samingurinn fellur úr gildi ef
við föllum og það er auðvitað mark
miðið að svo verði ekki. Mig
myndi langa til þess að vera
annað ár hérna hjá West
Ham United og það er
vonandi að það geti orðið
að veruleika. Fyrsta mál á
dagskrá er að koma okkur
af botninum og bjarga
okkur frá falli,“ segir
hún um framhaldið.
hjorvaro@frettabladid.is
Skref í rétta átt og gaman að
sjá hversu hröð þróunin er
Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, segist finna að áhuginn á enskri kvennaknattspyrnu
sé að aukast og finnst gaman að taka þátt í þessari þróun. Hún leikur tímamótaleik um helgina þegar
leikur West Ham og Manchester United fer fram á Old Trafford í fyrsta sinn í sögu kvennaliðs United.
FÓTBOLTI Ljóst er að kvennalið
Breiðabliks í knattspyrnu mun
mæta með mikið breytt lið til leiks
þegar það freistar þess að verja titil
sinn á Íslandsmótinu í sumar.
Rakel Hönnudóttir sem lék með
Kópavogsliðinu á síðasta keppnis
tímabili, eftir að hafa komið frá
enska félaginu Reading í loks árs
2019, greindi frá því á samfélags
miðlum sínum í gær að hún væri
barnshafandi og mun hún þar af
leiðandi ekki leika með liðinu á
komandi leiktíð.
Áður hafði Alexandra Jóhanns
dóttir farið til Eintracht Frank
furt, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
gengið til liðs við Bayern München
og Sveindís Jane Jónsdóttir samið
við Wolfsburg og verið lánuð til
Kristianstad.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir fór
þar áður til franska liðsins Le Harve
og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
fylgdi sömu leið í haust. Andrea
Rán er hins vegar á láni frá Blikum
og kemur aftur í Kópavoginn áður
en Íslandsmótið hefst. Þá er mark
vörðurinn Sonný Lára Þráinsdóttir
hætt.
Ofan á þessa breytingu í leik
mannahópnum urðu þjálfara
skipti hjá Breiðabliki í upphafi
ársins en Þorsteinn H. Halldórs
son var þá ráðinn þjálfari íslenska
kvennalandsliðsins og Vilhjálmur
Kári Haraldsson tók við keflinu af
honum. Vilhjálmur Kári þjálfaði
áður Augnablik sem er venslafélag
Breiðabliks.
Til þess að fylla þessi skörð eru
markverðirnir Ásta Vigdís Guð
laugsdóttir og Telma Ívarsdóttir
komnar aftur úr láni. Karítas Tóm
asdóttir kom frá Selfossi og Þórdís
Hrönn Sigfúsdóttir frá KR. Birta
Georgsdóttir gekk svo í raðir Blika
frá FH.
Þrátt fyrir þessar miklu breyting
ar er engan bilbug að finna á Blikum
sem eru efstar, ásamt Fylki, í sínum
riðli í Lengjubikarnum. Breiðablik
vann Stjörnuna 70 í fyrsta leik
sínum í riðlinum, gerði jafntefli við
Fylki og vann svo Þór/KA og Tinda
stól. – hó
Breiðablik mætir með mikið breytt lið til leiks í sumar
Hryggjarstykkið úr meistaraliði
Blika í fyrra er horfið á brott.
Dagný í
baráttunni við
Pernille Harder,
einu fremstu
knattspyrnu-
konu heims,
sem leikur með
Chelsea. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/GETTY
Ég er að upplifa það
sjálf í fyrsta sinn að
vera í fallbaráttu og það er
allt öðruvísi en ég hélt.
Dagný Brynjarsdóttir
HANDBOLTI Akureyringar lýstu yfir
óánægju sinni í gær vegna dómsúr
skurðar þar sem kveðið var á um
að leikur KA/Þórs gegn Stjörnunni
skyldi leikinn á ný vegna mistaka á
ritaraborði. Í tilkynningu sem Akur
eyringar sendu frá sér kalla þeir eftir
því að ákvörðun aga og úrskurðar
nefndar um að úrslitum leiksins
yrði ekki breytt skuli standa.
Þar segjast Akureyringar furða
sig á vinnubrögðum áfrýjunar
dómstólsins og HSÍ enda aldrei hafa
fengið að vita af áfrýjuninni né að
málið yrði tekið aftur fyrir. Fyrir
vikið fengu þeir ekki að koma fram
vörnum sínum og heyrðu af málinu
eftir að dómur var fallinn.
„Rétt er að benda á að vegna máls
meðferðarreglna HSÍ er KA/Þór
varnaraðili í málinu, þrátt fyrir að
Stjarnan kæri framkvæmd leiksins,
framkvæmd sem sama félag bar
ábyrgð á. KA/Þór hefur nú þegar
óskað eftir því að dómur áfrýj
unardómstóls HSÍ verði ógiltur eða
endurupptekinn. Er KA/Þór enn
fremur reiðubúið að fara með málið
lengra, enda eiga öll félög innan
íþróttahreyfingarinnar að standa
jöfnum fæti fyrir dómstólum sinna
sérsambanda.“ – hó
Krefjast að fyrri
dómur standi
Úr síðasta leik kvennalandsliðsins
gegn Ungverjalandi. MYND/MLSZ.HU
FÓTBOLTI Íslenska kvennalands
liðið í knattspyrnu leikur fyrsta leik
sinn undir stjórn nýs þjálfarateymis
gegn Ítalíu þann 13. apríl næst
komandi. Enn er unnið að því að
finna leikstað en þetta verður sjötta
viðureign þjóðanna í kvennaflokki.
Um leið er þetta fyrsti leikur
kvennalandsliðsins eftir að Þor
steinn Hallgrímsson tók við liðinu
fyrr í vetur. Stelpurnar okkar áttu
að taka þátt í sterku æfingamóti
í febrúar en það féll niður vegna
heimsfaraldursins.
Fjórtán ár eru liðin frá síðustu
viðureign liðanna en til þessa hefur
Ísland unnið einn leik, tveimur
lokið með jafntefli og tveimur með
sigri Ítalíu.
Ráðgert er svo að íslenska liðið
spili einn eða tvo vináttulandsleiki
í júní. Næstu mótsleikir Íslands eru
svo í haust þegar undankeppni HM
2023 sem fram fer í Ástralíu og Nýja
Sjálandi hefst. – hó
Mæta Ítalíu í
æfingaleik ytra
2 4 . M A R S 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT