Fréttablaðið - 24.03.2021, Side 14
SagaImmune er byggt á eldri vöru
sem var þróuð úr ætihvönn fyrir
um 20 árum. Um er að ræða sér-
stætt bætiefni á alþjóðamarkaði
fyrir sakir einstakrar blöndu inni-
haldsefna sem hafa víðtæk áhrif og
veita sterka vörn gegn kvefveirum
og inflúensu. „SagaImmune er vara
sem við þróuðum og settum svo á
markað fyrir ári síðan, en hvatinn
að þróuninni var COVID-19. Í upp-
hafi faraldursins ákváðum við að
dusta rykið af gömlum rannsókn-
um um veirkuvirkni hvannar innar
en gömlu góðu vörurnar okkar
sem byggðu á hvönninni, eins og
SagaVita og Voxis molarnir, hafa
lengi verið vinsælar og seldar undir
nafni SagaMedica. Þá hafa þær
verið þekktar fyrir veiruvirkni og
getu til að styrkja ónæmiskerfið,“
segir Lilja Kjalarsdóttir, doktor í
líflæknisfræði frá Bandaríkjunum
og framkvæmdastjóri líftækni-
fyrirtækisins SagaNatura sem selur
heilsuvörulínuna KeyNatura á
Íslandi.
Einstök blanda á heimsvísu
Nýtt teymi hjá fyrirtækinu gerði
frekari rannsóknir á hvannafræja-
extrakti og kom þá veiruvirknin
skýrar í ljós. „Teymið skoðaði sér-
staklega virkni gegn inflúensuvír-
usum, en einnig gegn COVID-19.
Þá var þróuð aðferð til þess að
einangra imperatorín, veiruvirka
efnið úr hvannafræjaextrakti.
Nýjar rannsóknir voru gerðar í
samstarfi við Utah State Univer-
sity. Því miður sýndu prófanir ekki
fram á næga svörun gegn COVID-19
en virknin gegn inflúensu er hins
vegar umtalsverð.
Að auki er að finna í SagaImm-
une þörungaextraktinn góða sem
inniheldur lífvirkar fjölsykrur er
hafa virkni gegn nokkrum veirum
eins og inflúensuveirunni. Að auki
er beta glúkan úr gersveppum sem
styður ónæmiskerfið og getur stytt
meðgöngutíma kvefs og inflúensu. Í
blöndunni eru C-vítamín og D-víta-
mín sem flestum er kunnugt að eru
ómissandi fyrir heilbrigt ónæmis-
kerfi. Svo eru að auki selen og sink,
sem bæði styðja við eðlilega virkni
ónæmiskerfisins. Við erum virki-
lega stolt af þessari blöndu enda er
þetta einstök vara á heimsvísu.“
Kvefið og inflúensan
hætta ekki við komu
Lilja segir að fyrirtækið hafi ekki
byrjað að kynna vöruna strax og
hún kom á markað. „Þetta var í byrj-
un faraldursins fyrir rúmu ári síðan,
þegar takmark margra var að finna
lausnir á COVID-19. Þá spurðum við
okkur hvort við gætum ekki notað
eitthvað beint úr náttúrunni, en
þar finnst hellingur af veiruvirkum
efnum. Þrátt fyrir að hafa ekki
mælanleg áhrif á COVID-veiruna þá
er SagaImmune alveg dúndurflott
vara. En ástæðan fyrir því að bæti-
efnið fékk ekki jafnmikla athygli og
það átti skilið, var líklega sú að við
vonuðumst eftir virkni gegn COVID
sem var svo ekki til staðar. En það
munu alltaf koma kvefveirur og
við munum alltaf glíma við hinn
árlega inflúensufaraldur. Þó svo
öll umfjöllun sé mettuð af COVID-
faraldrinum í dag þá hætta hinar
veirurnar ekkert við að koma. Það
hefur líka sýnt sig að fólk er ánægt
með árangurinn. SagaImmune
hefur selst vel þrátt fyrir litla kynn-
ingu og það er sérstaklega gaman
að sjá hversu margir hafa skráð sig í
áskrift að bætiefninu.“
Mælt er með að hefja inntöku
á SagaImmune áður en skólar og
leikskólar hefjast á haustin og
taka 2 hylki á dag fram á vor þegar
sumarfrí hefjast. „Hægt er að koma í
áskrift hjá okkur og fá SagaImmune
sent heim mánaðarlega. Auðvelt er
að sleppa áskrift í ákveðinn tíma
ef fólk telur sig ekki hafa þörf á að
taka bætiefnið inn yfir sumarið,“
segir Lilja.
Voxis á traustum grunni
Á sama tíma og SagaImmune
var í þróun voru vísindamenn
SagaNatura einnig að þróa nýjar
bragðtegundir af hinum sívinsæla
Voxis mola sem inniheldur æti-
hvannarextrakt sem mýkir hálsinn
og hefur heilsubætandi áhrif.
Mikill metnaður var í teyminu að
bæta hinum fullkomna sykurlausa
lakkrísmola við Voxis vörulínuna.
„Eftir samruna SagaMedica og Key-
Natura hafa allar vörur SagaMedica
verið færðar yfir í KeyNatura vöru-
línuna en síðasta skrefið í þessu
ferli eru Voxis molarnir. Sykurlausu
Voxis molarnir verða færðir í nýjan
KeyNatura búning í sumar,“ segir
Snæfríður Arnardóttir, gæðastjóri
KeyNatura á Íslandi.
Gott fyrir röddina
Voxis molarnir hafa verið í uppá-
haldi hjá söngelsku fólki um árabil,
allt frá atvinnusöngvurum til kór-
söngvara. Þá hafa molarnir einnig
vakið athygli út fyrir landsteinana.
„Fólk er að fá sér Voxis mola fyrir
æfingar og söngleiki, en einnig eru
molarnir kærkomnir fólki eins og
mér sem heldur oft fyrirlestra. Þá
finnst mér frábært að grípa í einn
mola til að tryggja að röddin bresti
ekki. Voxis molinn inniheldur
fjölsykru úr hvönn sem leysist upp
í munnvatninu og hefur góð og
mýkjandi áhrif á hálsinn. Ekki má
svo gleyma því að hvannafræjaext-
raktinn er einnig með veiruvirkni.“
Svo miklu meira
en bara hálsbrjóstsykur
Voxis er ekki bara hálsbrjóst-
sykur, heldur einnig frábært
heilsunammi. „Hér í höfuðstöðv-
unum maulum við mikið Voxis
molana enda eru þeir bragðgóðir
og mýkjandi í hálsinn. Við höfum
sett þrjár bragðtegundir á markað
og eru tvær af þeim sykurlausar.
Þegar mann langar í eitthvað
sætt eða gott bragð í munninn
þá er frábært að geta stungið
upp í sig einum Voxis mola, enda
slær hann vel á sykurlöngun. Þá
höfum við fundið fyrir miklum
áhuga fólks á sykurlausu bragð-
tegundunum og erum að vinna í
að koma með f leiri brögð af Voxis
molunum.“
Spennandi nýtt bragð
Ein af þessum nýju bragð-
tegundum hefur verið í vinnslu í
um það bil ár hjá fyrirtækinu og
liggur mikil leynd yfir því hvaða
brögð eru væntanleg. „Fyrsta af
þessum nýju bragðtegundum
mun líklega koma á markað í maí,
en það er sykurlaus Voxis með
lakkrísbragði. Við erum virkilega
spennt fyrir þessum nýja mola
og höfum við prófað yfir tuttugu
af brigði. Nú teljum við okkur
loksins vera búin að þróa hinn
fullkomna Voxis lakkrísmola. Það
besta við hann er að hann er bæði
sykurlaus, sem þýðir að hann
hentar þeim sem eru á lágkol-
vetnafæði eða ketó, og inniheldur
lágt magn af efninu sem finna má
í sumum tegundum af lakkrís og
hefur áhrif á blóðþrýstinginn. Því
hækkar lakkrísmolinn frá Voxis
hvorki blóðsykur né blóðþrýst-
ing,“ segir Snæfríður.
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf.
Ábyrgðarmaður:
Björn Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergs-
dóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Voxis fæst í þremur bragðtegund-
um: Klassíski, sykurlaus og engifer.
Hvönnin spilar lykilhlutverk í mörgum vörum KeyNatura. Hvönnin er lífrænt vottuð og er safnað á sjálfbæran hátt í Hrísey. Myndir/SvavarSig.
Snæfríður segir
Voxis molana
byggja á virkni
hvannarinnar
sem mýkir háls-
inn og styrkir
varnir líkamans.
Lilja Kjalars-
dóttir segir
fyrirtækið afar
stolt af
SagaImmune
enda inniheldur
bætiefnið m.a.
þörungaextrakt
þróaðan af vís-
indamönnum
fyrirtækisins.
SagaImmune fyrir ónæmiskerfið er
nýjasta bætiefnið frá KeyNatura.
Þó svo öll umfjöll-
un sé mettuð af
COVID-faraldrinum í
dag þá hætta hinar
veirurnar ekkert við að
koma.
Lilja Kjalarsdóttir
Því hækkar lakkr-
ísmolinn frá Voxis
hvorki blóðsykur né
blóðþrýsting.
Snæfríður Arnardóttir
2 kynningarblað A L LT 24. mars 2021 MIÐVIKUDAGUR