Fréttablaðið - 24.03.2021, Side 16

Fréttablaðið - 24.03.2021, Side 16
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is FJÁRFESTING Í SJÓÐUM ER GÓÐUR VALKOSTUR TIL AÐ ÁVAXTA PENINGA TIL SKEMMRI OG LENGRI TÍMA Kynntu þér árangur og úrval ÍV sjóða á WWW.IV.IS Tveir hlutabréfasjóðir í stýr-ingu Stefnis, dótturfélags Arion banka, fjárfestu í Alvo- tech fyrir samanlagt um 5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 600 milljóna króna, í lokuðu útboði sem lauk fyrr í þessum mánuði þar sem lyfjafyrirtækið sótti sér 35 milljónir dala í nýtt hlutafé. Aðrir íslenskir fjárfestar sem komu að útboðinu, samkvæmt heimildum Markaðarins, voru tryggingafélagið TM, fjárfestingar- félagið Hvalur, sem er stýrt af Krist- jáni Loftssyni, og Lífeyrissjóður Vestmannaeyja en auk þess lögðu nokkrir einkafjárfestar félaginu til fjármagn. Jöklar-Verðbréf höfðu umsjón með fjárfestingu Lífeyris- sjóðs Vestmannaeyja, sem á helm- ingshlut í verðbréfafyrirtækinu, en engir ef helstu lífeyrissjóðum lands- ins komu hins vegar að fjármögnun Alvotech á þessu stigi. Fjárfesting Stefnis nam um þriðj- ungi þeirrar heildarfjárhæðar sem íslenskir fjárfestar keyptu fyrir í útboðinu – 15 milljónum dala – en þetta var í fyrsta sinn sem inn- lendir fjárfestar, sem eru ekki hluti af stjórnendateymi lyfjafyrirtækis- ins, koma inn í hluthafahóp Alvo- tech. Það voru sjóðirnir ÍS 15, opinn hlutabréfasjóður, og ÍS 5, lokaður vogunarsjóður, sem stóðu að baki fjárfestingunni hjá Stefni. Samtals hefur Alvotech sótt sér um 100 milljónir dala í nýtt hlutafé á undanförnum fjórum mánuðum. Með þeirri fjármögnun sem nú er lokið, þar sem Alvotech var verð- metið á um 2,4 milljarða dala,  er talið að búið sé að tryggja rekstur fyrirtækisins fram yfir áformað hlutafjárútboð og skráningu á markað erlendis síðar á árinu. Stefnt hefur verið að skráningu í kauphöll í Hong Kong en samhliða er einnig horft til þess möguleika að félagið fari á markað í bandarísku kaup- höllinni Nasdaq. Alþjóðlegu fjár- festingarbankarnir Morgan Stanley, Goldman Sachs og HSBC verða ráð- gjafar félagsins við skráningarferlið. Alvotech, sem er stýrt af Róberti Wessman, stofnanda félagsins, hóf vinnu við útgáfu á nýju hlutafé á síðasta ári, eins og Markaðurinn hefur áður sagt frá, og var mark- miðið að sækja sér samtals 100 milljónir dala. Fjárfestingin var meðal annars kynnt íslenskum fjár- festingafélögum og lífeyrissjóðum síðastliðið haust. Ekkert varð hins vegar af aðkomu þeirra þegar Alvotech lauk fyrsta áfanga fjármögnunar – upp á sam- tals 65 milljónir dala – í lok október. Auk núverandi hluthafa Alvotech, sem lögðu til stóran hluta fjár- magnsins, komu að þeirri hlutafjár- aukningu fjárfestar úr lyfjageiranum í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Alvotech er í meirihlutaeigu Aztiq Pharma og þá er Alvogen stór hluthafi, en þar eru fyrir einir stærstu fjárfestingarsjóðir í heimin- um í dag, CVC Capital Management og Temasek, sem er fjárfestingar- sjóður í Singapúr. Aðrir hluthafar eru meðal annars alþjóðlegi fjár- festingarsjóðurinn Yas Holding og japanska lyfjafyrirtækið Fuji Pharma. – hae Stefnir, TM og Hvalur á meðal fjárfesta í Alvotech  Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech. 2,4 milljarðar dala er markaðs- virði Alvotech eftir síðustu hlutafjáraukningu félagsins. Ekki komma í fyrirsögn Heilda reig nir innst æðu-deildar Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjár- festa (TIF) námu í árslok tæplega 48 milljörðum króna og eigið fé var tæpir 47 milljarðar króna. Eignirn- ar jukust um tæplega 4 milljarða króna á milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi sjóðsins. Fjármálafyrirtæki greiddu um 2,1 milljarð króna í iðgjöld til sjóðsins og fjármunatekjur námu um 3,6 milljörðum. Raunávöxtun fjár- muna í virkri stýringu, sem eru nær alfarið bundnir í skuldabréfum, nam 4,4 prósentum á árinu. Rekstrarkostnaður TIF nam 186 milljónum króna á árinu 2020 samanborið við 193 milljónir árið á undan. Mestu munar um kostnað vegna eftirlits og umsýsluþóknana sem nam 124 milljónum króna. Launakostnaður nam 34,6 milljón- um og annar rekstrarkostnaður 27 milljónum. Á árinu var einn starfs- maður á launum hjá sjóðnum. Með gildistöku laga um skila- meðferð í september á síðasta ári var stofnuð ný deild innan TIF, sem nefnist skilasjóður, og verður að lágmarki 1 prósent af innstæðum. Árið 2020 var byrjað að safna fjár- munum í sjóðinn, með framlagi úr innstæðudeild TIF að fjárhæð 1,2 milljarðar króna. Sama fjárhæð verður færð frá innstæðudeild til skilasjóðs á árinu 2021. Gert er ráð fyrir að skilasjóður verði að fullu fjármagnaður fyrir árslok 2027. Í grein sem Yngvi Örn Kristins- son, hagfræðingur Samtaka fjár- málafyrirtækja, birti í Markaðinum í janúar kom fram að búast mætti við að greiðslur fjármálafyrirtækja til sjóðsins gætu framvegis numið um röskum milljarði króna á ári að öllu óbreyttu. Hann sagði vandséð að þörf væri á frekari uppbyggingu sjóðsins. Yngvi benti á að nýtt regluverk hefði áhrif á stærð innstæðutrygg- ingarsjóðsins. Kerfislega mikil- vægu bankarnir þrír yrðu, ef kæmi til alvarlegra erfiðleika í rekstri, teknir til skilameðferðar og innlán bætt með skilameðferð en ekki með greiðslum úr innstæðutryggingar- sjóði. – þfh Nær 50 milljarðar á bókum TIF Rekstrarkostnaður TIF nam 186 milljónum króna á árinu 2020 samanborið við 193 milljónir árið á undan. Eyrir Invest hefur bæst í hluthafahóp íslenska t æ k n i f y r i r t æ k i s i n s Carbon Recycling Int-ernational (CRI), sem framleiðir metanól úr koltvísýringi og vetni, með fjár- festingu í félaginu fyrir 10 milljónir dala, jafnvirði um 1.300 milljóna króna. Með kaupunum mun fjár- festingafélagið eignast tíu prósenta hlut í Carbon Recycling og tveir stjórnendur Eyris, meðal annars Þórður Magnússon stofnandi og stjórnarformaður Eyris, hafa nú sömuleiðis þegar tekið sæti í stjórn CRI. „Við teljum að miklir vaxtar- möguleikar séu fyrir hendi í þeirri tækni sem CRI hefur þróað og þegar sannreynt. Starfsemi félagsins fellur vel að okkar áherslum um að fjár- festa í fyrirtækjum sem geta orðið leiðandi í sínum geira á alþjóð- legum mörkuðum. Fram undan eru miklir vaxtarmöguleikar fyrir CRI og er okkur ánægja að styðja við þær áætlanir,“ segir Þórður, en hann hefur verið kjörinn formaður stjórnar CRI. Tilkynnt var um fjárfestingu Eyris, sem er stærsta fjárfestinga- félag landsins og heldur utan um tæplega fjórðungshlut í Marel, á aðalfundi CRI um miðja síðustu viku. Á fundinum var jafnframt samþykkt tillaga stjórnar CRI, sem var stofnað árið 2006 og starfrækir verksmiðju í Svartsengi, sem heim- ilar henni að skrá félagið á markað. Ingólfur Guðmundsson, sem hefur verið forstjóri CRI síðustu tvö ár og situr einnig í stjórn Eyris, segir að það sé mikil ánægja með að fá Eyri í fjárfestahóp fyrirtækisins. „Eyrir hefur fylgst vel með þróun okkar undanfarin ár og verður með þessari ákvörðun ein af burðar- stoðum í f járfestahópnum. Við hlökkum til samstarfsins þar sem fram undan eru spennandi tímar í starfsemi CRI.“ Fyrirtækið vinnur nú að undir- búningi skráningar á Euronext Growth markaðinn í Osló með norska viðskiptabankanum Spare- bank1. Norski bankinn hefur und- anfarin ár leitt skráningu nokkurra fyrirtækja sem bjóða umhverfis- lausnir og mikill vöxtur hefur verið í markaðsverðmæti slíkra fyrirtækja í kauphöllum í Evrópu og Bandaríkjunum að undanförnu. CRI er brautryðjandi í þróun búnaðar til að framleiða f ljótandi eldsneyti og efnavöru úr vetni og koltvísýringi. Fyrirtækið hefur nýverið lokið við hönnun efna- verksmiðju sem stefnt er að því að gangsetja síðar á árinu í Anyang í austurhluta Kína. Verkefnið byggir á tækni CRI og mun draga úr losun á 160.000 tonnum af koltvísýringi árlega. Heildarfjárfesting í verkefn- inu nemur um 12 milljörðum króna. Þá vinnur CRI nú einnig með orkufyrirtækinu Statkraft að sam- eiginlegri verkefnaþróun og fjár- festingu í nýrri verksmiðju í Finn- fjord í norðurhluta Noregs. Stefnt er að því að framleiðslugeta þeirrar verksmiðju verði um 25 sinnum meiri en í fyrstu verksmiðju CRI, sem reist var í Svartsengi, eða sem nemur 100 þúsund tonnum á ári. Carbon Recycling er að stærstum hluta í eigu Íslendinga en á meðal hluthafa, með tæplega 15 pró- senta hlut, er kínverska fyrirtækið Zhejiang Geely Holding Group sem kom fyrst inn í hluthafahópinn árið 2015. Í nýjum ársreikningi CRI fyrir árið 2020 kemur fram í skýrslu stjórnar að stjórnendur félags- ins hafi á liðnu ári hrundið af stað áætlun sem miðaði að því að draga úr rekstrarkostnaði, auka tekjur og bæta framlegð af rekstrinum. Með fjárfestingu Eyris hefur CRI tryggt sér nægjanlegt fjármagn til að standa undir afborgunum lána á þessu ári en þær nema samtals rúm- lega 1.100 milljónum króna. Tekjur fyrirtækisins námu um 722 milljónum króna í fyrra og jukust um 300 milljónir milli ára. Mikill viðsnúningur varð á hagn- aði CRI fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) sem nam 249 milljónum borið saman við rekstrartap upp á 306 milljónir á árinu 2019. Vegna mikils fjármagns- kostnaðar var hins vegar heildartap af starfseminni upp á 648 milljónir en það minnkaði um 250 milljónir frá fyrra ári. Eigið fé var um 1.280 milljónir króna í árslok 2020. hordur@frettabladid.is Eyrir fjárfestir í CRI fyrir 1.300 milljónir  Fjárfestingafélagið eignast tíu prósenta hlut í íslenska fyrirtækinu Carbon Recycling með fjárfestingu sinni. Stofnandi Eyris, Þórður Magnússon, kjörinn stjórnarformaður. Stjórnin fær heimild til að skrá félagið á markað í Noregi.    13 milljarðar króna er mark- aðsvirði Carbon Recycling í dag miðað við fjárfestingu Eyris Invest. Verksmiðja CRI í Svartsengi en fyrirtækið framleiðir metanól úr koltvísýringi og vetni. 2 4 . M A R S 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.