Fréttablaðið - 24.03.2021, Page 18

Fréttablaðið - 24.03.2021, Page 18
Hafnarstræti 1–3 > fjallkona.isfjallkonan.rvk fjallkonan FJALLKONAN FAGNAR ÞÉR! SALATTÍMI Í MARS Þrjár tegundir af ljúffengu salati í hádeginu mánudaga–föstudaga Kjúklingasalat Tígrisrækjusalat Confit kalkúnasalat Hummusturn fylgir með! >1.900 kr. EITT SALAT + HUMMUSTURN Stærstu keppinautar Festar, sem hefur verið boðin verslun Kjarvals á Hellu til sölu, hafa engan áhuga á versluninni, sem Festi er skylt að selja samkvæmt sátt við Samkeppniseftirlitið, nema með því að fá aðrar eignir á gjaf- verði. Samskipti smásölufélagsins við eftirlitsstofnunina hafa á tíðum verið slitrótt, langan tíma tekur að fá svör og kostnaður við óháðan kunnáttumann er „talsvert hærri“ en það sem þekkist fyrir sambæri- leg störf. Þetta kemur fram í máli Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra Fest- ar, og Þórðar Más Jóhannessonar stjórnarformanns. Á aðalfundi Festar í byrjun vikunnar var greint frá því að kostnaður félagsins af óháðum kunnáttumanni vegna sáttar við Samkeppniseftirlitið, frá því að hann tók til starfa haustið 2018, næmi samtals 56 milljónum króna. Umræddur kunnáttumaður, Lúð- vík Bergvinsson héraðsdómslög- maður, var skipaður af Samkeppn- iseftirlitinu í kjölfar þess að N1 og eftirlitið náðu samkomulagi um sátt vegna kaupa olíufélagsins á Festi í lok júlí árið 2018. Af sáttinni leiddi að skipa þurfti óháðan kunnáttu- mann sem ætlað er að hafa eftirlit með þeim aðgerðum sem kveðið er á um í sáttinni. Eggert Þór segir í samtali við Markaðinn að kostnaðurinn sé „talsvert hærri en það sem þekk- ist í sambærilegum störfum í atvinnulífinu“. Eins og Markaður- inn fjallaði um í apríl í fyrra var kostnaður Haga af störfum sérstaks kunnáttumanns, sem fylgist með því að skilyrðum í sátt félagsins við Samkeppniseftirlitið vegna kaupa þess á Olís sé fylgt eftir, tæplega einn áttundi af kostnaði Festar af störfum kunnáttumanns. Skipunartími óháðs kunnáttu- manns með sáttinni er frá október 2018 til október 2023. Þórður Már Jóhannesson, stjórn- arformaður Festar, sagði á aðal- fundinum að Festi myndi í fram- haldinu óska eftir breytingum á aðkomu kunnáttumannsins. Spurður hvað það feli í sér segir Eggert að félagið muni fara fram á það við Samkeppniseftirlitið að skipaður verði nýr óháður kunn- áttumaður. Samkvæmt sáttinni er Festi skylt að selja verslun Kjarvals á Hellu. Þar sem vafi lék á söluhæfi versl- unarinnar á Hellu var jafnframt mælt fyrir um það í sáttinni að ef ekki tækist að selja verslunina á Hellu bæri Festi að selja aðrar eignir félagsins á þessu svæði á grundvelli sömu skilmála. Fyrr á þessu ári náði Festi sam- komulagi um sölu á verslun Kjar- vals til Sigurðar Elíasar Guð- mundssonar, hótelrekanda og veitingamanns, en Samkeppnis- eftirlitið kom í veg fyrir söluna. Vísaði stofnunin í rökstutt álit kunnáttumanns Festar sem komst að þeirri niðurstöðu að umræddur kaupandi uppfyllti ekki þær kröfur sem gerðar væru til hæfis hans sam- kvæmt ákvæðum sáttarinnar, um að kaupandi væri óháður Festi og ekki í neinum tengslum við félagið. Einnig léki vafi á um fjárhagslegan styrk og hvata kaupanda til þess að veita Festi umtalsvert samkeppnis- legt aðhald á svæðinu líkt og sáttin áskilur. Samkeppniseftirlitið hefur nú til rannsóknar möguleg brot Festar á umræddri sátt, meðal annars vegna tafa við sölu á eignum félagsins. „Það skýtur skökku við,“ útskýrir Eggert, „að efast um fjárhagslegan styrk hans þegar litið er til þess að samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hefur rekstrarfélag í hans eigu um 800 milljónir króna í eigið fé og þá hefur hann reynslu af verslunar- rekstri á svæðinu og er ekki háður okkur á neinn hátt.“ Áður hafði Festi náð samkomu- lagi um sölu verslunarinnar en ekkert varð af af hendingu vegna andstöðu leigusala húsnæðisins. Gerði Festi þá samkomulag um sölu verslunar Krónunnar á Hvolsvelli en í febrúar 2020 hafnaði sveitar- félagið Rangárþing eystra að fram- selja leigusamning um húsnæðið og varð því ekki af þeim viðskiptum. Samkvæmt heimildum Markað- arins sendi kunnáttumaðurinn 80 spurningar á Sigurð Elías þar sem hann var meðal annars spurður út í fyrirætlanir sínar með verslunina og mögulega útvíkkun á starfsemi hennar á svæðinu. Eggert segir að Samkeppnis- eftirlitið hafi verið upplýst um það í byrjun september á liðnu ári að Festi hefði sagt upp leigusamningi verslunarinnar á Hellu og félagið ætti í viðræðum við áhugasaman kaupanda. „Óskað var í tvígang eftir fundi með Samkeppniseftirlitinu vegna málsins en ekkert svar barst frá eftirlitinu fyrr en um tveimur mán- uðum síðar,“ bætir Eggert við. Aðspurður segir Eggert að félag- ið muni að óbreyttu, takist ekki að selja verslunina áður en leigusamn- ingurinn rennur út 1. maí næstkom- andi, loka versluninni. „Ljóst er, eins og fram kom á aðal- fundi Festar í vikunni, að stærstu keppinautar félagsins, sem hafi verið boðin verslunin til kaups, hafi engan áhuga á henni nema Festi greiði með sölunni umtals- verða fjármuni með því að fá aðrar eignir félagsins með á gjafverði,“ segir Eggert. Verslunin á Hellu veltir um 600 milljónum á ári samkvæmt heim- ildum Markaðarins og EBITDA- hagnaður er hverfandi. Miðað við það er ljóst að kaupverðið hleypur aðeins á nokkrum tugum milljóna. Bíða lengi eftir svörum Á aðalfundi Festar fjallaði Þórður Már Jóhannesson stjórnarformaður í ræðu sinni um sáttina við Sam- keppniseftirlitið. Í máli hans kom fram að frá upphafi sáttarinnar hafi samskipti Festar og Samkeppniseft- irlitsins verið ágæt en þó stundum slitrótt og allt of oft tekið langan tíma að fá svör frá stofnuninni. Í samtali við Markaðinn segir Þórður Már að frá upphafi hafi enginn ágreiningur verið um skil- yrði sáttarinnar. „Hins vegar sóttum við um breyt- ingar á þeim vegna sölu búðarinnar á Hellu, eftir að ekkert gekk að selja hana, en var hafnað. Sú gagnrýni sem kom fram á fundinum var hins vegar á mikinn kostnað vegna starfa kunnáttumanns og sam- skipti félagsins við hann síðustu misserin,“ segir Þórður Már. „Það er eðlilegt að umræða skapist um ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins en þær þurfa að vera yfirvegaðar og málefnalegar.“ Spurður hvort hann óttist að Samkeppniseftirlitið bregðist illa við gagnrýni stjórnenda Festar segir Þórður Már að tíminn verði að leiða það í ljós. „Það eitt að upp- lýsa eigendur Festar um þessi mál á aðalfundi hlýtur að vera eðlilegur hlutur.“ Vilja eignir á gjafverði í kaupbæti fyrir Kjarval Festi mun fara fram á skipun nýs kunnáttumanns. Röksemdir SKE fyrir synjun á sölu Kjarvals „skjóta skökku við“. Loka versluninni í maí að óbreyttu. Keppi- nautar vilja aðrar eignir á gjafverði í kaupbæti fyrir að kaupa verslunina. Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Þorsteinn Halldórsson thorsteinn@frettabladid.is Óskað var í tvígang eftir fundi með Samkeppniseftirlitinu vegna málsins en ekkert svar barst frá eftirlitinu fyrr en um tveimur mánuðum síðar. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar Það eitt að upplýsa eigendur Festar um þessi mál á aðalfundi hlýtur að vera eðlilegur hlutur. Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festar Eggert segir SKE hafa verið upplýst í september í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 2 4 . M A R S 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.