Fréttablaðið - 24.03.2021, Qupperneq 22
Hagnaður stéttarfélagsins VR dróst saman um 91 milljón króna á milli ára, eða 10
prósent, og var 835 milljónir króna
á árinu 2020. Eigið fé jókst í 14,5
milljarða króna við árslok. Þetta
kemur fram í ársreikningi.
Athygli vekur að á síðasta ári
lækkuðu greiðslur sjúkradagpen-
inga um átta prósent samanborið
við árið 2019. Á undanförnum
árum hefur hækkun á greiðslum
sjúkradagpeninga aukist verulega.
Á aðalfundi VR á árinu 2019 var
reglum breytt til að bregðast við
aukningu útgjalda sem tókst með
fyrrnefndum hætti.
Tekjur VR drógust saman um
fimm prósent á milli ára, eða 248
milljónir króna, og námu 4,3 millj-
örðum króna á árinu 2020. Þar
af dróst leiga á sumarbústöðum
saman um 125 milljónir króna.
Atvinnuleysi meðal félagsmanna
VR var 9,1 prósent í árslok 2020.
Greidd félagsgjöld til félagsins stóðu
í stað, námu 1,5 milljörðum króna,
þrátt fyrir fækkun félagsmanna um
2,3 prósent. Greiðslur í sjúkrasjóð
og orlofssjóð lækkuðu um fimm
prósent milli ára þar sem atvinnu-
leysi félagsmanna rúmlega tvö-
faldaðist á árinu, en atvinnulausir
greiða ekki í sjúkra- og orlofssjóð.
Fjármagnstekjur drógust saman
um 225 milljónir króna, eða 16 pró-
sent, og námu 1,2 milljörðum króna
á árinu 2020. Raunávöxtun verð-
bréfaeignar var 5,7 prósent á árinu
2020 samanborið við níu prósent á
árinu 2019. Verðbréfaeign VR nam
12,5 milljörðum króna við árslok
2020 samanborið við 11,9 milljarða
árið áður. VR átti um 7,2 milljarða
í ríkisskuldabréfum við árslok, 2,4
milljarða í erlendum hlutabréfum
og 792 milljónir í innlendum hluta-
bréfum. – hvj
2,3%
nam fækkun félagsmanna
VR á síðasta ári en tekjur
stéttarfélagsins drógust
saman um 248 milljónir og
voru samtals 4,3 milljarðar
króna.
Stefnir, sjóðastýringarfélag í eigu Arion banka, hefur safnað í 16 milljarða fram-takssjóð, SÍA IV. Áskriftar-loforð urðu 20 milljarðar og því var umtalsverð
umframeftirspurn. Fjárfest verður í
fimm til sex óskráðum fyrirtækjum
fyrir um tvo til fjóra milljarða að
jafnaði. Leitast verður eftir að fjár-
festa í fyrirtækjum í ólíkri starfsemi
en sem hvert um sig eru leiðandi á
sínu sviði. Þetta segir Arnar Ragn-
arsson, forstöðumaður sérhæfðra
fjárfestinga hjá Stefni, í samtali við
Markaðinn.
„Þetta er stærsti framtakssjóður-
inn fram til þessa þar sem áskriftar-
loforðum er safnað og því næst hefst
vinna við að finna fjárfestingartæki-
færi,“ segir hann. Fram að því var SÍA
III stærsti sjóður Stefnis, en í hans
tilviki var safnað 12,8 milljörðum
króna, hann var því um þremur
milljörðum króna minni en SÍA IV.
Hverjir leggja sjóðnum til fé?
„Það eru fyrst og fremst lífeyris-
sjóðir og aðrir stofnanafjárfestar,
tryggingafélög og verðbréfasjóðir.
Framtakssjóðir henta vel þeim sem
eru með stór og dreifð eignasöfn
og fjárfesta til langs tíma enda er
verið að binda fjármuni í sjóðnum í
um tíu ár. Það eru gefin fjögur ár til
þess að finna fjárfestingartækifæri
og um fimm ár til að vinna úr hverri
fjárfestingu.“
Af hverju heldurðu að það hafi
verið umframeftirspurn hjá SÍA IV?
„Stofnanafjárfestar eru að leita
eftir f jölbreyttari f járfestingar-
kostum í lágvaxtaumhverfi. Fyrir-
tæki skráð í Kauphöll eru að mörgu
leyti einsleit og þeim hefur lítið
fjölgað á undanförnum árum. Með
því að fjárfesta í framtakssjóðum
gefst tækifæri til að fjárfesta með
fjölbreyttari hætti í atvinnulífinu,“
segir hann.
Arnar bendir á að f lestar skrán-
ingar á hlutabréfamarkað frá hruni
séu runnar undan rifjum framtaks-
sjóða. Stundum með skráningu
beint á markað, eins og í tilviki
Haga, en í öðrum tilvikum sé breidd
skráðra fyrirtækja aukin með kaup-
um á fyrirtækjum eins og þegar N1
keypti Festi.
Af hverju brugðuð þið ekki á
það ráð að stækka sjóðinn í ljósi
umframeftirspurnar?
„Við lögðum upp með að sjóður-
inn yrði um 15 milljarðar að stærð
og vildum halda okkur við það. Við
mátum út frá þeim auðlindum sem
við höfum úr að spila að sjóður sem
fjárfestir í fimm til sex fyrirtækjum
henti okkur vel. Það er mikil vinna
að fylgja hverri fjárfestingu eftir
og miðað við þau tækifæri sem við
höfum verið að sjá teljum við að
þetta sé hentug stærð,“ segir Arnar.
Hann segir að SÍA vilji hafa áhrif á
framgang fyrirtækjanna með stjórn-
arsetu og því sé horft til þess að
eignarhlutur í félögum sé nægilega
stór til að tryggja slík áhrif. Horft
sé til þess að vinna með einkafjár-
festum eða stjórnendum sem hafi
sérþekkingu á viðkomandi rekstri
þegar það á við og draga þannig að
borðinu aukna þekkingu. Jafnframt
bjóði SÍA sjóðsfélögum að taka þátt í
einstaka verkefnum þegar um stærri
fjárfestingar sé að ræða.
Hvernig er landslagið að fjárfesta
þegar hagkerfið er að fara taka við
sér eftir erfiðan COVID-vetur?
„Þetta er góður tími til að fjár-
festa. Almennt skapast mikil fjár-
festingatækifæri í og rétt eftir
kreppu. Það hefur verið mikil óvissa
í efnahagslífinu frá árinu 2019. Flug-
félagið WOW air féll, óvissa var um
hvernig mörg fyrirtæki myndu fóta
sig í kjölfar launahækkana sem
samið var um í kjarasamningum og
loks erfiðleikar tengdir COVID-19.
Mörg fyrirtæki hafa beðið með
að sækja fram þar til stjórnendur
þeirra töldu sig geta gert það með
meiri vissu. Af þeim sökum hefur
lítið verið um kaup á óskráðum fyr-
irtækjum að undanförnu. Við finn-
um að nú er að koma aftur hreyfing
á málin. Það eru ýmis tækifæri:
sum fyrirtæki þurfa að sækja aukið
hlutafé til að styrkja efnahaginn,
önnur vilja sameinast og svo eru
ýmsir stjórnendur að leita tækifæra
til þess að auka framleiðni í rekstri
í ljósi launa- og annarra verðhækk-
ana. Því til viðbótar hefur verið fjár-
fest umtalsvert í sprotafyrirtækjum
og einhver þeirra þurfa frekara fjár-
magn til að fjármagna vöxt.“
Hvernig horfir verðlagning fyrir-
tækja við nú þegar vextir eru í sögu-
legu lágmarki. Þeir munu ef til vill
vera orðnir hærri eftir tvö ár. Leiðir
það af sér að fyrirtæki verði keypt á
of háu verði?
„Á sama tíma og vextir hafa
lækkað hefur verið samdráttur víða
og ýmiss kostnaður hækkað. Af því
leiðir að rekstrarspár eru almennt
lægri, sem hefur áhrif á virði fyrir-
tækja. Horfur í rekstri munu að
öllum líkindum hafa batnað þegar
vextir taka að hækka að nýju. Við
teljum okkur því geta fjárfest í fyrir-
tækjum á skynsömu verði.“
Hvernig hafa hinir framtakssjóð-
irnir ykkar gengið?
„Þeir hafa gengið vel. Fyrstu tveir
sjóðirnir hafa skilað fjárfestum
mjög góðri ávöxtun og greitt út
umtalsvert meiri fjármuni en þeir
tóku á móti. Hér þarf líka að horfa
til þess að stór hluti útgreiðslna úr
þessum sjóðum var í formi skráðra
hlutabréfa sem hafa hækkað veru-
lega í virði. Hvað SÍA III varðar, þá
lauk sá sjóður nýverið sínu fjárfest-
ingartímabili svo útgreiðslur eru
enn sem komið er takmarkaðar. Við
teljum eignasafn sjóðsins hins vegar
sterkt og gerum ráð fyrir að umtals-
vert virði muni raungerast á næstu
árum samhliða sölu eigna.“
Arnar segir að framtakssjóðir
Stefnis hafi fjárfest fyrir um 50
milljarða frá árinu 2011.
Stefnir hleypir 16 milljarða
framtakssjóði af stokkunum
SÍA IV er stærsti framtakssjóður landsins til þessa. Stofnanafjárfestar eru að leita að ávöxtun í lágvaxta
umhverfi og var þriggja milljarða umframeftirspurn eftir þátttöku í sjóðnum. Framtakssjóðir Stefnis
hafa fjárfest fyrir um 50 milljarða frá árinu 2011 og komið að skráningu fyrirtækja á hlutabréfamarkað.
Arnar segir að fjárfest verði fyrir tvo til fjóra milljarða að jafnaði í fimm til sex fyrirtækjum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Helgi Vífill
Júlíusson
helgivifill@frettabladid.is
Þetta er góður tími
til að fjárfesta.
Almennt skapast mikil
fjárfestingatækifæri í og rétt
eftir kreppu.
Lífeyrisskuldbindingar
með bakábyrgð ríkissjóðs
eða sveitarfélaga námu
ríflega 1.100 milljörðum
króna í árslok 2019.
Stytting vinnuvikunnar hjá opinberum star fsmönnum mun ekki valda hækkunum á
skuldbindingum lífeyrissjóðsdeilda
sem eru með bakábyrgð hins opin-
bera. Skuldbindingarnar, sem ætla
má að hafi hækkað um tæplega
150 milljarða króna frá árslokum
2019 vegna vísitölu lífeyrisskuld-
bindinga, hækka því ekki um 15
milljarða til viðbótar.
Í kjarasamningum á opinberum
markaði var kveðið á um styttingu
vinnuvikunnar um 13 mínútur
á dag frá 1. janúar 2021. Stytting
vinnuvikunnar var tekin með í
útreikningum á vísitölu lífeyris-
skuldbindinga fyrir opinbera starfs-
menn sem er raunvísitala fastra
launa opinberra starfsmanna fyrir
dagvinnu. Lífeyrisskuldbindingar
í lokuðum deildum með bakábyrgð
hins opinbera hækka og lækka í
takti við vísitöluna.
Eftir ábendingar frá þeim lífeyr-
issjóðum sem málið varðar leitaði
Hagstofa Íslands lögfræðiálits frá
Landslögum. Álitaefnið var hvort
kjarasamningsbundin stytting
vinnutíma teldist breyting á föstum
laun opinberra starfsmanna. Réð
lögmannsstofan gegn því að að taka
með í reikninginn launabreytingar
sem ekki bera iðgjöld.
„Segja má að samræmi milli
iðgjalda, réttinda og verðtryggingar
væri raskað ef Hagstofan tæki að
meta inn í vísitöluna réttindi sem
ekki væru greidd iðgjöld af,“ segir
í áliti Landslaga. Í kjölfarið ákvað
Hagstofan að endurskoða gildi vísi-
tölu lífeyrisskuldbindinga í janúar
2021
Lífey risskuldbindingar með
bakábyrgð ríkissjóðs eða sveitar-
félaga námu ríf lega 1.100 millj-
örðum króna í árslok 2019. Megnið
má rekja til B-deildar Lífeyrissjóðs
starfsmanna ríkisins, LSR, alls 951
milljarð króna. Síðan þá hefur vísi-
tala lífeyrisskuldbindinga fyrir
opinbera starfsmenn hækkað um
13,5 prósent sem skilar sér í hækk-
un á lífeyrisskuldbindingum upp á
tæplega 150 milljarða króna.
Ef stytting vinnuvikunnar hefði
verið tekin með í reikninginn í
janúar hefði hækkunin frá árslok-
um 2019 numið um 15 prósentum
sem samsvara um 165 milljörðum.
Styttri vinnuvika hefði þannig
valdið 15 milljarða króna hækkun
á skuldbindingum lífeyrissjóðs-
deildanna til viðbótar við þá 150
milljarða aukningu sem fyrir var.
Sem fyrr segir námu skuldbind-
ingar B-deildar Lífeyrissjóðs starfs-
manna ríkisins um 951 milljarði
króna í árslok 2019. Þau réttindi
sem sjóðfélagar ávinna sér eru mun
meiri en hægt er að standa undir
með iðgjaldi.Í ársskýrslu LSR fyrir
árið 2019 kom fram að B-deildin
ætti eignir til að mæta 26,5 pró-
sentum af skuldbindingunum.
Ríkissjóður hefur byggt upp eignir
B-deildar með sérstökum greiðslum
en aðrar eignir voru uppurnar í nóv-
ember 2015.
Ef ekki er gert ráð fyrir frekari
aukagreiðslum eftir árslok 2019 þarf
ríkissjóður frá og með 2029 að öllu
óbreyttu að standa að fullu undir
greiðslu lífeyris úr B-deild.
Samkvæmt sjóðsstreymisgrein-
ingu í ársskýrslunni yrðu greiðslur
ríkissjóðs vegna bakábyrgðar að
meðaltali 20 milljarðar króna á ári
næstu fimm árin eftir að B-deild
tæmist, miðað við verðlag í árslok
2019, en færu svo lækkandi. Á sama
tíma munu greiðslur til B-deildar
vegna hlutdeildar launagreiðenda
í lífeyrisgreiðslum nema 25 millj-
örðum króna á ári að meðaltali en
stærstur hluti þeirrar fjárhæðar
kemur úr ríkissjóði. – þfh
Komast hjá fimmtán milljarða króna skuldaaukningu
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
VR hagnast um
835 milljónir
2 4 . M A R S 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN