Fréttablaðið - 24.03.2021, Síða 23
Þórður
Gunnarsson
thg@frettabladid.is
Kaup, sala og
samruni fyrirtækja.
kontakt@kontakt.is I 414 1200 I www.kontakt.is
FYRIRTÆKJARÁÐGJÖF
• Verðmat
• Ráðgjöf og undirbúningur
fyrir sölumeðferð
• Milliganga um fjármögnun
• Samningagerð
Hlutfall ríkisútgjalda af vergri landsframleiðslu jókst hratt á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Rí k i s ú t g j a l d a s t e f n a stjórnvalda í kjölfar heimsfaraldursins var afgerandi önnur nú en hún var fyrir 12 árum þegar fjármálakerfið
hrundi. Minni samdráttur hag-
kerfisins en vænst var á síðasta ári
er sönnun þess að viðbrögð ríkis-
stjórnarinnar nú hafi verið rétt
stefna. Þetta er mat Bjarna Bene-
diktssonar, fjármála- og efnahags-
ráðherra. Bjarni kynnti árlega fjár-
málaáætlun stjórnvalda fyrir árin
2022 til 2026 í byrjun vikunnar.
Bjarni benti á að ríkisútgjöld sem
hlutfall af vergri landsframleiðslu
hefðu haldist svo að segja stöðug
fyrstu árin eftir hrun, en það var
einkum vegna mikils niðurskurðar
í útgjöldum ríkisins. Eftir að fjár-
málakerfið hrundi árið 2008 mættu
fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins hingað til lands og lögðu fram
ákveðna stefnu um ríkisútgjöld á
meðan hagkerfið næði vopnum
sínum. Það fól í sér mikinn niður-
skurð á útgjöldum, þvert á alla
málaflokka.
Mistök að leita til AGS
Bjarni segir að eftir á að hyggja hafi
það verið mistök að fá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn að borðinu til
að aðstoða við endurreisn efna-
hagslífsins eftir gjaldþrot fjármála-
kerfisins: „Ég held að það hafi verið
mistök og tel að alþjóðlega sé fólk
sam mála um það að of harkalegar
aðlögunaraðgerðir í ríkisfjármálum
kosti of mikið í landsframleiðslu-
stigi. Hér í fjármálaráðuneytinu
er stofnanaminni frá þessum tíma
og því erum við að fara í aðra átt
núna en eftir fjármálahrunið,“ segir
Bjarni.
Máli sínu til stuðnings benti
Bjarni á að áætlað sé að verg lands-
framleiðsla hefði orðið 100 millj-
örðum króna minni á síðasta ári en
ella, ef ekki hefði komið til sú stefna
ríkissjóðs að reka sig í miklum halla
á síðasta ári og halda útgjaldastigi
í meginatriðum óbreyttu. Í kjölfar
birtingar Hagstofunnar á hagvexti
síðasta árs undir lok febrúar kom
á daginn að fjárfesting hins opin-
bera hefði nánast staðið í stað á
síðasta ári. „Afkomubati ríkissjóðs
eftir fjármálahrunið byggðist á því
að algjörlega var skrúfað fyrir fjár-
festingar og framkvæmdir á vegum
hins opinbera,“ segir Bjarni og bætir
við: „Við erum að fara í öfuga átt
núna og höfum tryggt áframhald-
andi fjárheimildir til fjárfestinga á
vegum hins opinbera.“
Ráðherrann segir einnig að
margt af því sem túlka megi sem
fjárfestingu komi ekki fram með
þeim hætti í tölfræði Hagstofunnar:
„Við erum að setja fjármuni inn í
samkeppnissjóði og búa til íviln-
anir vegna rannsókna og þróunar.
Þetta eru hvatar til fyrirtækja til
að stunda rannsóknir og þróun hér
frekar en erlendis.“
Hann nefnir líka að erfitt sé að
keyra upp framkvæmdastig hins
opinbera á skömmum tíma: „Það
þarf ákveðinn undirbúningstíma.
Þó að það sé mikið atvinnuleysi þá
þarf meira en það til að hefja fram-
kvæmdir á vegum hins opinbera.
Þeir sem hafa til dæmis misst starf
í ferðaþjónustu geta ekki endilega
hoppað upp í jarðýtu og hafið störf
við vegagerð.“
Eignasala forsenda
Af koma ríkissjóðs er samkvæmt
nýju f jármálaáætluninni talin
verða um 134 milljörðum króna
betri fyrir árin 2021 til 2025 en
gert var ráð fyrir í síðustu áætlun.
Í erindi sínu benti Bjarni á að sú
tala væri nokkurn veginn á pari við
áætlað söluandvirði Íslandsbanka.
Að sögn Bjarna breytir batnandi
af komuspá ríkissjóðs þó engu
um áætlaða eignasölu ríkissjóðs.
„Þvert á móti, sá undirbúningur
gengur vel og ennþá er áætlað að
ljúka sölu á allt að 35 prósenta
hlut í Íslandsbanka í lok maí eða
byrjun júní. Salan á þessum hlut í
Íslandsbanka er mikilvægur liður
í skuldastýringu ríkissjóðs og fjár-
málaáætlunin byggir meðal annars
á því að við munum ljúka henni. Spá
um skuldahlutföll ríkissjóðs miðast
við það. Við erum ekki með sölu á
öllum hlut ríkisins í Íslandsbanka
inni í þessari áætlun og heldur ekki
Landsbankann að neinu leyti.“
Skuldir halda áfram að aukast
Í fjármálaáætluninni er gert ráð
fyrir því að skuldir ríkissjóðs muni
halda áfram að aukast næstu fimm
árin, þó að hægja taki á aukning-
unni á síðari hluta tímabilsins.
Heildarskuldir rík issjóðs eru
áætlaðar 1.519 milljarðar króna
við lok þessa árs, eða um 48,5 pró-
sent af vergri landsframleiðslu.
Skuldir ríkis sjóðs munu aukast
um 776 milljarða á tímabili fjár-
málaáætlunarinnar og nema 2.285
milljörðum króna við árslok, að því
er kemur fram í þjóðhagsspá Hag-
stofunnar.
„Sú snarpa aukning skulda sem
fyrirsjáanleg er á næstu árum er
áskorun, ekki síst að mæta henni
á ásættanlegum kjörum fyrir
ríkissjóð. Þessi áskorun er þó við-
ráðanlegri en ella vegna hóflegrar
skuldastöðu hins opinbera við upp-
haf faraldursins, góðs lánshæfis,
sterkrar vaxtargetu hagkerfisins
og aukins trúverðugleika hag-
stjórnarinnar undanfarinn áratug,“
segir jafnframt í umfjöllun Hag-
stofunnar. Skuldir ríkissjóðs sem
hlutfall af vergri landsframleiðslu
eru engu að síður áætlaðar vel undir
50 prósentum allt til ársins 2026,
sem er um það bil helmingi lægra
en gengur og gerist meðal annarra
Evrópuríkja að meðaltali.
Segir útgjaldastefnu
hafa borið árangur
Fjármálaráðherra segir að ríkisfjármálastefnan eftir kórónakreppuna hafi
borið árangur þar sem hagkerfinu reiddi betur af en allar spár höfðu gert ráð
fyrir. Þetta sýni að mistök hafi verið að fá AGS að borðinu eftir fjármálahrun.
Ég held að það hafi
verið mistök og tel
að alþjóðlega sé fólk sam-
mála um það að of harka-
legar aðlögunaraðgerðir í
ríkisfjármálum kosti of
mikið í landsframleiðslu.
Bjarni Benediktsson,
fjármálaráðherra
Verðmæti hlutafjáreignar fjár-festingafélagsins Norvikur í sænska timburframleiðand-
anum Bergs Timber hefur hækkað
um 10 milljarða króna á síðustu
12 mánuðum. Norvik heldur á um
tveimur þriðju hlutafjár í Bergs
Timber, sem er skráð í sænsku kaup-
höllina. Verðmæti eignarhlutar
Norvikur hefur hækkað úr tæpum
5,7 milljörðum króna í rúmlega 15,7
milljarða. Gengi Bergs Timber hefur
hækkað úr 1,8 sænskum krónum á
hlut í 4,9, eða um 172 prósent.
Rekja má hækkun á gengi Bergs
Timber til hraðra hækkana á heims-
markaðsverði timburs, en það hefur
nærri fjórfaldast á síðastliðnum 12
mánuðum. Líkt og á f lestum hrá-
vörum hrundi timburverð í apríl á
síðasta ári, en síðan þá hefur ekk-
ert lát verið á hækkunum og hefur
verðið aldrei verið hærra en nú.
Timburframleiðsla stöðvaðist
í stórum stíl á síðasta ári og ekki
hefur tekist að vinna upp fram-
boðsskortinn sem hefur myndast.
Mikill kippur í húsbyggingum og
viðhaldi fasteigna í Bandaríkjunum
er sagður veigamikil ástæða fyrir
þróuninni.
Norvik eignaðist tvo þriðju hluta-
fjár í Bergs Timber í ársbyrjun 2018,
en fram að því hafði félagið átt tæp-
lega 30 prósenta hlut í félaginu. Við
sölu erlendra dótturfélaga Norvikur
í Bretlandi, Eistlandi og Lettlandi
til Bergs Timber eignaðist Norvik
núverandi hlut í sænska framleið-
andanum.
Kaupverð Bergs Timber á dóttur-
félögum Norvikur árið 2018 nam
um 10 milljörðum króna. Þar af
voru um 3,5 milljarðar greiddir út
og stærstur hluti þess sem út af stóð
greiddur með hlutabréfum í Bergs
Timber á genginu 2,71 sænsk króna
á hlut. Í dag er gengi félagsins, eins
og áður sagði, 4,9 sænskar krónur.
Eigendur Norvikur eru Jón Helgi
Guðmundsson, kenndur við Byko,
og fjölskylda hans. – thg
Virði hlutar Norvikur
hækkað um tíu milljarða
Jón Helgi Guðmundsson í Byko er aðaleigandi Norvíkur FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
9M I Ð V I K U D A G U R 2 4 . M A R S 2 0 2 1 MARKAÐURINN