Fréttablaðið - 24.03.2021, Síða 36

Fréttablaðið - 24.03.2021, Síða 36
Ég get í raun bara talað út frá minni reynslu á kúnnunum hjá okkur, hvað þeir eru helst að sækjast í,“ segir Gunna og bendir á að það geti oft munað miklu á því hvað sé vin- sælt hér heima og úti. Hún er sam- mála um að það geta verið allt aðrir straumar og stefnur í til að mynda LA og París, sama gildi um Ísland. Gunna Helga Sváfnis hefur starfað sem há rg reiðslu- kona á Slippnum á Laugavegi í tvö ár. „Ég hafði alltaf haft áhuga á því að fara í hárgreiðslumeistarann. En af því ég er svo mikill sveimhugi og finnst erfitt að skuldbinda mig hafði ég aldrei látið að því verða að fara í námið,“ segir hún og hlær. „Síðan sá ég Hárakademíuna, þar sem námið er bara eitt ár og seinna árið er á samningi á stofu. Þá stökk ég á það því mér fannst það meira fram- kvæmanlegt,“ bætir hún við. Gunna Helga segist algjörlega hafa fundið sig í náminu. „Ég fékk strax „kikkið“ úr þessu sem listrænni tjáningu og það að fá að sjá endanlegu útkomuna hratt. Það er mjög mikið ég, ég lærði leikstjórn á sínum tíma en náði ekki alveg að halda mig við þann bransa, mögu- leg út af því að ég vil alltaf sjá loka útkomuna svo fljótt. Í leikstjórninni tekur allt lengri tíma.“ Gunna Helga deilir því sem henni finnst vinsælast í stólnum þessi misserin. steingerdur@frettabladid.is Rokka sig upp eða hippa sig niður Hártískan er síbreytileg og köldu tónarnir eru á leiðinni út, að sögn hárgreiðslumeistarans Gunnu Helgu. Sítt að aftan er óvenju vinsælt hjá körlum ásamt klassíkinni stutt í hliðum og síðara að ofan. Hjá konum eru gardínutoppar vinsælir og Gunna segist helst taka eftir því að þær vilji ýmist rokka sig upp eða hippa sig niður. Klassík hjá körlunum „Þessi klipping hefur verið klassísk lengi. Það eru sumir sem eru fastir í henni. Sem sagt, stutt í hliðunum og aðeins lengra að ofan. Þessi er mjög tímalaus og alltaf jafn vinsæl.“ Sítt að aftan aftur vinsælt Gunna segist í auknum mæli fá beiðnir um það sem þau á stof- unni kalli herramanns-mullett. „Sítt að aftan, eða „mullettinn“ er vinsæll núna hjá körlunum. Þeir eru ekkert endilega með eitthvað ótrúlega mikið síðara að aftan, við erum farin að kalla þetta herramanns-mullet uppi í vinnu.“ Brit-popparinn „Ég hef tekið eftir því að það er kominn smá „brit-pop“ fílingur í herratískuna. Síðir bartar og útlínurnar eru ekki snyrtilegar. Þetta er venjuleg herraklipping en útlínurnar eru ókláraðar, ef hægt að komast svo að orði.“ Úr köldu í heitt Gunna segir vinsældir kaldra strípa og heillitunar dvínandi. „Litavalið er búið að breytast mikið. Silfurstrípurnar eru alveg dottnar út. Konur eru að velja sér meira mjúka og hlýja liti. Hunangssleginn, meira út í gyllt og kopar en þessa köldu tóna sem hafa verið áberandi undan- farin ár. Við á stofunni erum mjög fegin að þetta sé að breytast,“ segir hún hlæjandi. Óhræddar við stytturnar „Mjúkur toppur er mjög vinsæll um þessar mundir. Þessi seventís gardína. Það sem mér finnst öðruvísi núna í vor í saman- burði við hvernig þetta var í fyrra, er að stelpur eru orðnar óhræddar við að fá mikið af styttum. Þannig að þetta er orðið smá svona villt, þeim finnst meira betra og allt er mjög seventís,“ segir Gunna Helga. Gardínutoppurinn vinsæll Konur eru að leika sér meira með hann. Krulla hann inn, krulla hann út. Þetta er voða mikið „Rokkaðu mig upp eða hippaðu mig niður.“ Axlasítt á undanhaldi „Axlasíða „bob“-klippingin er mjög svipuð og klassíska herra- klippingin. Það eru alltaf ein- hverjar sem halda sig alltaf við þessa klippingu og hún virkar alltaf. En það er einfaldlega bara vinsælla núna að vera villtari og í meiri styttum,“ segir Gunna Helga. Gunna Helga Sváfnis, hárgreiðslu- meistari. Jane Birkin skartaði fal- legum toppi og hunangstónuðu hári. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Fyrir- sætan Georgia Fowler er með topp og mjög rokkaða klippingu. 2 4 . M A R S 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.