Fréttablaðið - 01.04.2021, Side 3

Fréttablaðið - 01.04.2021, Side 3
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —6 4 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 1 . A P R Í L 2 0 2 1 9-19 nánar á kronan.is Opið í dag Gleðilega páska! SAMGÖNGUMÁL Hafnarf jarðar- bær mun kynna fyrir íbúum nýjar veglokanir til þess að bregðast við afar umdeildri lokun Garðabæjar á Garðahraunsvegi. Síðan veginum var lokað, til að minnka umferð um Prýðahverfi, hefur umferð stóraukist í íbúða- hverfi norðurbæjar Hafnarfjarðar. Meðal þess sem kynnt verður er að loka á alla umferð úr Garðabæ um Herjólfsbraut. Ingi Tómasson, formaður skipu- lags- og byggingarráðs Hafnarfjarð- ar, segir mikla gremju vegna lokun- arinnar. Þá hafi íbúar Hleinahverfis í Garðabæ mótmælt harðlega þar sem þeir þurfa nú að keyra 2 til 3 kílómetrum lengri leið. Lokunin hafi líka áhrif á starfsfólk og vist- menn dvalarheimilisins Hrafnistu. „Ein leið sem verið er að skoða er að loka fyrir umferð inn á Skjólvanginn, Heiðvanginn og loka Hleinahverfið af, svo við fáum ekki viðbótarumferð inn í bæinn,“ segir Ingi. Þar sem kærumálum bæði bæjarins og íbúa í norður- bænum sé nú lokið, Garðabæ í vil, þurfi að bregðast við til að vernda norðurbæinn. Garðabær hafi ekki staðið við að gera tengiveg milli Álftanesveganna, nýju og gömlu, vegna aukningar um Hafnarfjörð. Samkvæmt talningu sem Hafn- arfjarðarbær lét gera, hefur orðið 40 prósenta aukning á Herjólfs- brautinni og 13 prósenta aukning á Skjólvangi. Meðalhraðinn á Skjól- vangi, sem hefur 30 kílómetra á klukkustunda hámark, mældist 37 og hæst 69. Fullyrt er að fleiri öku- menn noti Skjólvang sem tengigötu. Ingi bendir á að samkvæmt deiliskipulagi standi til að byggja í kringum Hrafnistu og muni umferðin því aukast. „Garðabær er að leysa smávanda hjá sér með því að varpa miklum vanda til okkar,“ segir hann. „Það er leiðinlegt að þetta skuli koma upp því að samskipti Hafn- arfjarðar og Garðabæjar hafa verið góð í áratugi.“ Bæjarráð Garðabæjar hefur lýst undrun yfir mótmælum Hafnar- fjarðar og bókaði að umferðaraukn- ingin væri „lang líklegast tilkomin vegna umferðar íbúa Hafnarfjarðar sem áður fóru til síns heima í gegn- um íbúðahverfi í Garðabæ.“ Áslaug Hulda Jónsdóttir, formað- ur bæjarráðs Garðabæjar, hafnar því að verið sé að fórna meiri hags- munum fyrir minni og segir Garða- hraunsveginn hafa verið orðinn hættulegan fyrir svo mikla umferð. „Þetta er ný staða og fólk verður að setjast niður til að finna bestu lausnina fyrir alla,“ segir hún. Vegurinn verði þó ekki opnaður á ný. – khg Íhuga að loka leið fyrir Garðbæingum Þar sem kærumálum er lokið mun Hafnarfjarðarbær kynna veglokanir til að svara lokun Garðabæjar á Garðahraunsvegi. Sam- kvæmt talningu hefur umferð aukist í norðurbænum en bæjarráð Garðabæjar segir aukninguna vegna Hafnfirðinga sjálfra. Garðabær er að leysa smávanda hjá sér með því að varpa mikl- um vanda til okkar. Ingi Tómasson, for- maður skipulags- og byggingaráðs Hafnarfjarðar Tún við Suðurstrandarveg hafa verið tekin undir bílastæði fyrir fólk sem leggur á sig göngu í Geldingadali til að fylgjast með eldgosinu sem hófst þar fyrir þrettán dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.