Fréttablaðið - 01.04.2021, Side 4
Aðalfundur
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús ohf.
heldur aðalfund sinn fimmtudaginn
15. apríl kl. 15:00 í Björtuloftum,
7. hæð í Hörpu.
Dagskrá
Almenn aðalfundarstörf
Biðlund í Skútuvogi
ELDGOS „Ég veit að það er alla vega
eftirspurn,“ segir Þórarinn Ævars-
son, eigandi pítsustaðarins Spaðans
og fyrrverandi framkvæmdastjóri
IKEA, sem hefur stofnað þyrluþjón-
ustuna Þyrluspaðann.
Hin nýja þyrluþjónusta Þórarins
hefur starfsemi sína með því að
fljúga með fólk að eldgosinu í Geld-
ingadölum. Verður mun ódýrara að
fljúga með Þyrluspaðanum en áður
hefur þekkst.
Þórarinn hefur lengi barist fyrir
lægra vöruverði hérlendis og er
óhræddur við að taka slaginn á
óvæntum stöðum. Hann segist jafn-
vel vera með lágt verð á heilanum og
það eigi vel við í þessu tilviki.
„Þyrluspaðinn verður með ódýr-
ari ferðir en gengur og gerist. Það
er hægt með ákveðinni taktík sem
ég byrjaði með í IKEA og hef nýtt
mér á Spaðanum og gengur út á að
selja mikið en á lágu verði,“ útskýrir
Þórarinn.
Ferð með Þyrluspaðanum mun
kosta 12 þúsund krónur á hvern far-
þega. Þyrluferð í Geldingadali kost-
ar í dag frá rúmlega 40 þúsundum
samkvæmt lauslegri könnun Frétta-
blaðsins. Þórarinn hefur um skeið
undirbúið þyrlufyrirtæki sitt, en
ætlaði í raun ekki að bjóða neinar
ferðir fyrr en í sumar.
„Eftir að ég sá viðtöl við allt þetta
vonsvikna fólk sem komst ekki
vegna bílaörtraðar gat ég ekki beðið
lengur og fór á fullt,“ segir Þórarinn.
Grundvöll þess að geta boðið svo
ódýrar ferðir segir Þórarinn verða
eins konar loftbrú frá Grindavík
í Geldingadali. Þyrlan bíði ekki á
gosstað heldur skilji farþegana eftir
og nái í f leiri. Þannig myndist keðja
yfir daginn þar sem hver hópur geti
dvalið á svæðinu í eina klukku-
stund. Flugtíminn sjálfur sé aðeins
örfáar mínútur og gert sé ráð fyrir
fjórum ferðum á klukkustund.
Þyrlan nefnist Spaðaásinn og ef
vel gengur fer Þórarinn upp spila-
stokkinn í nafngiftum. Spaðatvist-
urinn bíður því handan við hornið.
Spaðaásinn ber einkennisstafina
TF-GOS. „Ég trúði ekki að TF-GOS
væri laust. Það kom mér eiginlega
mest á óvart í öllu þessu ferli,“ segir
Þórarinn léttur í bragði.
Til að fagna páskum býður Frétta-
blaðið tíu lesendum að fljúga með
Spaðaásnum að eldstöðvunum.
Með því að senda tölvupóst á
thyrluferdir@frettabladid.is fer við-
komandi í pott sem dregið verður úr
klukkan fimm í dag. Fyrsta ferð er
áætluð í fyrramálið klukkan 6.30.
Jón Þórisson, ritstjóri Frétta-
blaðsins, segir þetta kærkomna leið
til að færa bros yfir lesendur á sótt-
varnatímum.
„Það fara fimm í hverri ferð auk
f lugmanns þannig að vísitölufjöl-
skyldan rúmast vel í Spaðaásnum.
Við viljum upplýsa lesendur á
hverjum degi en einnig gleðja. Þetta
er okkar leið,“ segir ritstjórinn.
benediktboas@frettabladid.is
Ódýrar þyrluferðir að
Geldingadölum í boði
Þórarinn Ævarsson hefur sett á fót þyrluþjónustuna Þyrluspaðann og býður
mjög ódýrar ferðir að eldgosinu í Geldingadölum. Lágt verð byggir á loftbrú
milli Grindavíkur og gosstöðvanna. Fréttablaðið býður lesendum í flugferð.
Þyrla Þyrluspaðans á Reykjavíkurflugvelli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Þórarinn Ævarsson, eigandi Þyrlu
spaðans getur boðið lægra verð
með magnsölu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
ELDGOS Eigendur söluvagna hafa
hver á fætur öðrum dregist í átt að
gosstöðvunum í Geldingadölum
undanfarna daga.
Sumir söluvagnanna, eins og
Lobster Hut, Vöffluvagninn, Gastro-
truck og Wingmanvængir, hafa
aðstöðu á bílastæði nokkuð fjarri
bílastæðunum við upphaf göngu-
leiðarinnar að eldstöðinni, en
Jóhann Issi Hallgrímsson í Issi Fish
and Chips úr Reykjanesbæ selur
sinn djúpsteikta fisk og franskar
ofan í svanga göngugarpa á bíla-
stæði við gönguleið að eldgosinu.
Lögregla tók þá reglu upp í gær
að opna gossvæðið klukkan sex að
morgni og loka síðan leið þangað
klukkan sex að kvöldi. Gildir þetta
yfir páskana þótt lögregla kunni að
loka fyrir aðgang innan þessa tíma-
ramma meti hún ástandið svo. – gar
Eldgosinu skolað niður
með fiski og frönskum
Jóhann Issi Hallgrímsson stendur vaktina í fisksölunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Langar raðir mynduðust í gær fyrir utan ýmsar verslanir. Við Vínbúðina í Skútuvogi náði röð þolinmóðra viðskiptavina meðfram öllu húsinu er
leið á daginn. Yfir páskana verða matvöruverslanir opnar þótt sumar séu lokaðar bæði á föstudaginn langa og á páskadag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Við bílastæði við Suðurstrandarveg
í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
ELDGOS Frá og með í dag verður
boðið upp reglubundnar rútu-
ferðir frá Grindavík upp að stikuðu
gönguleiðinni að gosinu í Geld-
ingadölum. Þetta kemur fram á vef
Grindavíkur.
Ekið verður á heila og hálfa tím-
anum gegn vægu gjaldi, að því er
sagt er. Fyrsta ferðin er klukkan 8.00
í dag og síðan verður farið á hálf-
tíma fresti til klukkan tíu í kvöld.
Ferðirnar eru á vegum einkaaðila.
„Ferðirnar eru skipulagðar í sam-
ráði við aðgerðastjórn viðbragðs-
aðila á svæðinu,“ segir á vef Grinda-
víkur. Þar má sjá kort sem sýnir
hvar leggja má bílum og hvar hægt
er að bíða eftir rútu innan bæjar-
ins. „Gætt verður að sóttvörnum og
grímuskylda er í rútunum.“
Þá hefur verið efnt til vef kosn-
ingar á vef Grindavíkur um nöfn
á nýja gíga og hraun við Fagra-
dalsfjall. Tekið er við tillögum til
9. apríl. Hugmyndasmiðir þurfa
að rökstyðja val sitt og upplýsa um
búsetu sína. – gar
Bjóða rútuferðir
að bílastæðinu
1 . A P R Í L 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð