Fréttablaðið - 01.04.2021, Síða 8
jeep.is
35” BREYTTUR 33” BREYTTUR ÓBREYTTUR
JEEP® GRAND CHEROKEE TRAILHAWK – VERÐ FRÁ: 11.690.000 KR.
• 3.0 V6 250 HÖ. DÍSEL, 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING
• 570 NM TOG
• HÁTT OG LÁGT DRIF
• RAFDRIFIN LÆSING Í AFTURDRIFI
• LOFTPÚÐAFJÖÐRUN AÐ FRAMAN OG AFTAN
• HLÍFÐARPLÖTUR UNDIR VÉL, KÖSSUM OG SKIPTINGU
• BI-XENON LED FRAMLJÓS MEÐ ÞVOTTAKERFI
• RAFDRIFIN OPNUN Á AFTURHLERA
ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF
JEEP® GRAND CHEROKEE BREYTTIR OG ÓBREYTTIR
• ÍSLENSKT LEIÐSÖGUKERFI
• BAKKMYNDAVÉL MEÐ BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ
• FJARLÆGÐASKYNJARAR AÐ FRAMAN OG AFTAN
• BLINDHORNSVÖRN
ALLAR BREYTINGAR UNNAR AF BREYTINGARVERKSTÆÐI ÍSBAND
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 • LOKAÐ LAUGARDAG FYRIR PÁSKA
ALÞJÓÐAMÁL Bóluefnastríðið hefur
og er að breyta valdahlutföllum á
hinu alþjóðlega pólitíska sviði. Á
meðan lýðræðisþjóðir Vesturlanda
karpa og bítast um hverja sprautu
eru valdboðsríkin í austri, Kínaog
Rússland, að styrkja sig gagnvart
ríkjum Asíu, Afríku og Rómönsku-
Ameríku.
„Þetta eru gríðarlegir landvinn-
ingar,“ segir Eiríkur Bergmann,
prófessor í stjórnmálafræði við
Háskólann á Bifröst.
Kínverjar hafa flutt út jafn mikið
af bóluefni og þeir hafa notað sjálfir
og Rússar hafa náð samningum
við 60 ríki um kaup á Spútnik V, til
dæmis Argentínu og Pakistan.
„Kína hefur tekið gríðarlegt stökk
fram á við til heimsáhrifa í þessum
faraldri. Í Asíu og Afríku eru ríki að
leita til Kína til heimsforystu en ekki
Bandaríkjanna eins og áður var,“
segir Eiríkur.
Að sögn Eiríks er helsta ástæðan
sú að Vesturlönd hafi öll litið inn á
við í stað þess að styrkja bönd sín á
milli.
„Vesturlönd eru svo upptekin
af því að bólusetja eigin þegna að
þau gleyma að líta til stöðu sinnar í
alþjóðakerfinu,“ segir Eiríkur.
Í Bandaríkjunum hefur bólu-
efni ekki verið flutt út og því engin
stefnubreyting hvað það varðar í tíð
Joes Biden frá forveranum Donald
Trump, Ameríka kemur fyrst.
Þessi sókn alræðisríkja kemur
ofan á veikingu lýðræðisþjóðfélaga
innan frá í faraldrinum.
Að sögn Eiríks er faraldurinn, rétt
eins og aðrar krísur, frjór jarðvegur
fyrir popúlista og ýmiss konar lodd-
ara að komast til áhrifa. Samkvæmt
rannsóknum hafa viðbrögðin við
faraldrinum árið 2020, þar sem
grafið hefur verið undan mannrétt-
indum og frelsi fólks, leitt til þess
að afturhvarf hefur verið í lýðræði
á heimsvísu.
Sem dæmi um þetta má nefna
Ungverjaland þar sem forsetanum
Viktor Orban var í raun falið ein-
ræðisvald strax í apríl. „Það er leitun
að tímabili þar sem jafn hratt hefur
fjarað undan lýðræði,“ segir Eiríkur.
Í faraldrinum og ekki síst bólu-
efna stríðinu hefur hrikt í stoðum
Evrópusambandsins eins og öllu
alþjóðastarfi, til dæmis Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar.
Fögur fyrirheit um jafnar bólu-
setningar til fátækra ríkja í formi
COVAX-samstarfsins virka nú sem
hjómið eitt.
Eiríkur segir að þrátt fyrir kergju
ESB-ríkja vegna hægagangs í bólu-
setningum séu þó ríki þar innan
sem geti þakkað fyrir að vera í sam-
starfinu. Í öðrum ríkjum á borð
við Nýja-Sjálandi og Ástralíu séu
bólusetningar mun skemur á veg
komnar.
„Evrópusambandinu hefur verið
spáð dauða í öllum krísum, svo sem
fjármálakrísunni 2008, evrukrís-
unni sem fylgdi í kjölfarið og flótta-
mannakrísunni 2015,“ segir Eiríkur.
„Það er í uppbyggingarfasanum sem
ESB og aðrar alþjóðastofnanir sanna
sig.“
Kergjan kemur augljósast fram í
deilum sambandsins við Bretland,
sem hefur heldur ekki flutt út bólu-
efni AstraZeneca. Þetta kemur á sér-
staklega viðkvæmum tíma en í gær
lauk aðlögunartímabili viðskipta-
samningsins eftir útgöngu Bretlands
úr sambandinu.
„Það eru skarar Breta í Evrópu-
sambandsríkjum, til dæmis á Spáni,
sem ekki hafa gengið frá sínum
dvalarréttindum og verða orðnir
ólöglegir í dag,“ segir Eiríkur. „Það
er hægt að senda þá heim.“
Samkvæmt Eiríki hefur bóluefna-
deilan haft töluverð áhrif á sam-
skipti ESB og Bretlands. „Það eru
miklir skjálftar en óvíst hvort það
gjósi,“ segir hann.
Stærsta breytan er að sögn Eiríks
viðskiptasamningurinn sem undir-
ritaður var í desember, en er þó
hálf karaður. Enn á eftir að semja
um stóra hluti svo sem fjármálavið-
skipti.
Að mati Eiríks getur þetta enn
farið úr skorðum og þó að Bretum
hafi gengið mun betur í bólusetn-
ingum skiptir þá meira máli að klára
samningana en ESB.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Áhrif Kína og Rússlands vaxa
á heimsvísu í bóluefnastríðinu
Á meðan vestræn lýðræðisþjóðfélög bítast um hverja sprautu í bóluefnastríðinu vex valdboðsríkjunum
í austri ásmegin á heimsvísu. Prófessor í stjórnmálafræði segir leitun að tímabili þar sem jafn hratt fjari
undan lýðræðinu. Vesturlönd séu upptekin við bólusetningar og líti ekki til eigin stöðu í alþjóðakerfinu.
Túnis er meðal þeirra fjölmörgu ríkja sem nú þegar samið hafa við Kínverja um kaup á bóluefni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Í Asíu og Afríku eru
ríki að leita til Kína
til heimsforystu en ekki
Bandaríkjanna eins og áður
var
Eiríkur Bergmann,
stjórnmálafræði-
prófessor
ALÞINGI Tveir þingmenn Sjálfstæð-
isf lokks hafa lagt fram á Alþingi
frumvarp til laga um breytingu á
lögum um Ríkisútvarpið. Þetta eru
þeir Óli Björn Kárason og Brynjar
Níelsson.
Fram kemur í greinargerð með
frumvarpinu að markmið þess sé
að jafna samkeppnisstöðu einka-
rekinna fjölmiðla gagnvart ríkis-
reknu fjölmiðlafyrirtæki.
Lagt er til í frumvarpinu til bráða-
birgða að Ríkisútvarpinu verði
óheimilt að stunda beina sölu aug-
lýsinga, hlutfall þeirra fari ekki yfir
fimm mínútur á hvern klukkutíma
í útsendingartíma, óheimilt verði að
slíta í sundur dagskrárliði með aug-
lýsingum og kostun verði bönnuð.
Þetta gildi frá ársbyrjun 2022 til
ársloka 2023. Að því tímabili loknu
verði það sem f lokkast til sam-
keppnisrekstrar Ríkisútvarpsins á
auglýsingamarkaði hætt.
Segja f lutningsmenn að með því
að taka Ríkisútvarpið út af sam-
keppnismarkaði í tveimur skrefum
gefist stjórn stofnunarinnar tæki-
færi til að aðlaga rekstur hennar
breyttum aðstæðum. – jþ
Fari af markaði
fyrir auglýsingar
ALÞINGI Þingmenn Viðreisnar hafa
lagt fram á Alþingi þingsályktunar-
tillögu um að hafnar verði á ný
viðræður um aðild að Evrópusam-
bandinu.
Segir í greinargerð að mark-
miðið sé að uppfylla vilja Alþingis
sem fram kom í samþykkt þess árið
2009. Ekki hafi verið ályktað um
málið síðan.
Segir jafnframt að forsætisráð-
herra verði falið að skipa þriggja
manna nefnd til að meta hvenær
hefja skuli formlegar aðildarvið-
ræður á ný og undirbúa tillögu til
þingsályktunar, sem borin yrði
undir bindandi þjóðaratkvæði til
endanlegrar staðfestingar. Miðað
er við í tillögunni að það verði ekki
seinna en í janúar á næsta ári. – jþ
Alþingi álykti
um aðild að ESB
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir.
RÚV verði óheimilt að
stunda beina sölu auglýs-
inga.
1 . A P R Í L 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð