Fréttablaðið - 01.04.2021, Qupperneq 12
Háaleitisbraut 68
Sími: 581 2101
ALLA DAGA
Verið velkomin
Kæru viðskiptavinir.
Við höfum opið í Apótekaranum
Austurveri til miðnættis alla páskana.
Verið velkomin og gleðilega páska.
OPIÐ ALLA DAGA
YFIR PÁSKANA Í AUSTURVERI
www.apotekarinn.is
Megingallinn við aðgerðir ríkisstjórnarinnar er að þær fela í sér frestanir og
deyfingar á vanda,“ segir Sigmund-
ur Davíð Gunnlaugsson, formaður
Miðflokksins. Eina leiðin til að tak-
ast á við stórfellda skuldaaukningu
ríkissjóðs á liðnu ári sé að stuðla að
hagvexti, svo að tekjur ríkissjóðs
aukist á ný.
„Við getum ekki skattlagt okkur
út úr þessum vanda,“ sagði Sig-
mundur í gærkvöld í sjónvarps-
þætti Markaðarins á Hringbraut.
Sigmundur sagði einnig að rétt hefði
verið að keyra ríkissjóð í miklum
halla á síðasta ári.
„ Þessi hu nd raða mil lja rða
skuldaaukning mun hafa áhrif á
framhaldið en sem betur fer var
ríkissjóður vel í stakk búinn fyrir
[mikinn hallarekstur, innsk. blm.]
... Það er reyndar orðið ríkjandi við-
horf í mörgum stjórnmálaflokkum
í dag að skattlagning búi til verð-
mæti. Menn taka ákvarðanir og
móta stefnu út frá þeirri forsendu
að skattlagning búi til verðmæti,“
sagði Sigmundur.
Formaðurinn nefndi einnig að
mikilvægt væri að einfalda skatt-
kerfið og auðvelda fólki að stofna
fyrirtæki. Nefndi hann þar sér-
staklega lækkun tryggingagjalds,
sem verkaði sem neikvæður hvati
á rekstur og drægi úr mannaráðn-
ingum. Hann sagðist vilja leggja
áherslu á að styðja smá og meðal-
stór fyrirtæki: „Þannig verða verð-
mætin til,“ sagði Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson. – thg
Getum ekki skattlagt
okkur úr skuldavanda
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Hópur rekstraraðila hótela og gististaða vill að ráðningar-styrk stjórnvalda verði breytt á þá leið að fyrirtækjum sem
hafa orðið fyrir 60 til 100 prósenta
tekjufalli frá 15. mars 2020 og fram
til loka ársins verði gert kleift að
sækja um styrkina.
Þau fyrirtæki sem hafi tekið slag-
inn og reynt að halda hluta starfsemi
sinni gangandi í gegnum faraldurinn
hafi þannig sömu tækifæri til að
sækja um styrkina, en ekki bara þau
fyrirtæki sem stöðvuðu sína starf-
semi og sögðu upp öllu starfsfólki.
Jafnframt er lagt til að þeir starfs-
menn sem eru á hlutabótum verði þá
færðir yfir á ráðningarstyrk. Hluta-
bótaleiðin var nýlega framlengd um
nokkra mánuði, en tekur þó þeim
breytingum að starfshlutfall megi
ekki vera meira en 50 prósent svo að
hægt sé að sækja bæturnar.
„Samkvæmt gildandi reglum þarf
að segja starfsmanni upp og hann
að vera kominn á atvinnuleysis-
skrá til að hægt sé að sækjast eftir
starfskröftum hans með nýtingu
ráðningarstyrkja. Þannig má segja
að núverandi útfærsla mismuni
þeim sem hafa lagt mikið á sig til að
halda starfsfólki á erfiðum tímum í
rekstri, gagnvart þeim sem lokuðu
alveg,“ segir Ragnar Bogason, fram-
kvæmdastjóri Hótel Selfoss.
Ragnar bendir einnig á að það skil-
yrði að einstaklingur sé á atvinnu-
leysisskrá svo að hægt sé að sækja
um ráðningarstyrk búi til hvata hjá
fyrirtækjum til að segja upp fólki og
ráða það svo aftur inn þegar það er
formlega orðið atvinnulaust. „Þótt
hlutabótaleiðin hafi reynst mikil-
vægt úrræði er hún með sínu 50
prósenta þaki orðin takmarkandi í
rekstri aðila í ferðaþjónustu í dag og
skerðir möguleikann á því að halda
starfsmönnum í fullu starfi,“ segir
Ragnar jafnframt.
Hann nefnir að margir starfsmenn
innan ferðaþjónustugeirans séu eðli-
lega orðnir langþreyttir á því að vera
á skertum tekjum: „Fyrirtækin eru
farin að finna fyrir aukinni óþreyju
hjá starfsfólki að ná ekki fullum
launum. Að óbreyttu er það hins
vegar erfitt hjá fyrirtækjum sem eru
með 10-40 prósent af tekjum saman-
borið við árið 2019 að borga full laun
og líklegt að þau muni huga að því
að fækka frekar í hópi starfsfólks
á næstu vikum og mánuðum. Til
dæmis með því að stytta opnunar-
tíma eða leggja niður ákveðnar ein-
ingar, svo sem veitingarekstur.
Halda má því fram að á meðan fáir
sem engir erlendir ferðamenn eru að
koma til landsins sé skynsamlegt að
hafa einungis opið um helgar. Það er
hins vegar skammsýn hugsun, því ef
allir í þessum rekstri færu þá leið þá
mun það hafa áhrif á trúverðugleika
Íslands sem áfangastaðar á komandi
misserum og valda því að erfiðara
verður að trekkja kerfið í gang þegar
ferðalög hefjast á ný,“ segir Ragnar
Bogason. thg@frettabladid.is
Vilja breyta útfærslu ráðningarstyrkja
Samspil nýrra ráðningarstyrkja og hlutabóta býr til hvata til handa fyrirtækjum í gistiþjónustu til að segja starfsfólki upp og ráða það
aftur inn á ráðningarstyrk. Hóteleigandi vill að ekki sé gerð krafa um meira en 60 prósenta tekjufall til að geta sótt um ráðningarstyrki.
Þess er enn beðið að erlendir ferðamenn mæti til landsins í stórum stíl. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Þótt hlutabóta-
leiðin hafi reynst
mikilvægt úrræði er hún
með sínu 50 prósenta þaki
orðin takmarkandi í rekstri
aðila í ferðaþjónustu í dag og
skerðir möguleikann á því
að halda starfsmönnum í
fullu starfi.
Ragnar Bogason, framkvæmdastjóri
Hótel Selfoss
Það er reyndar
orðið ríkjandi
viðhorf í mörgum stjórn-
málaflokkum í dag að
skattlagning búi til verð-
mæti.
MARKAÐURINN
1 . A P R Í L 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð