Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.04.2021, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 01.04.2021, Qupperneq 13
Einbýlishús í Fossvogi Við leitum að eign fyrir ákveðinn kaupanda. Rúmur afhendingartími. 519 5500 SÍÐUMÚLA 23 FASTBORG.IS Gunnlaugur Þráinsson Löggiltur fasteignasali og leigumiðlari 844 6447gunnlaugur@fastborg.is LANDSBANKINN. IS Við veitum Námufélögum veglega náms styrki á framhalds- og háskóla- stigi fyrir skólaárið 2021–2022. Umsóknarfrestur er til og með 3. maí 2021. Sæktu um á landsbankinn.is/namsstyrkir. Sæktu um námsstyrk Fosshótel Reykjavík við Höfða-torg, stærsta hótel landsins, er að sækja um greiðsluskjól vegna tekjufalls sem rekja má til COVID-19. Þetta staðfestir Eiríkur S. Svavarsson, lögmaður félagsins, en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið sem er í vinnslu hjá dómstól- um. Ekki náðist í Davíð Torfa Ólafs- son, framkvæmdastjóra Íslands- hótela, móðurfélags Fosshótela, við vinnslu fréttarinnar. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa nýtt sér úrræðið en þau hafa verið tekjulítil eða tekjulaus frá því að heimsfaraldurinn hófst fyrir rúmu ári. Hótel Saga, rútufyrirtækið Gray Line og tvö fyrirtæki í eigu Arctic Adventures hafa til að mynda farið í greiðsluskjól. Til að eiga kost á úrræðinu þarf félag að hafa orðið fyrir að minnsta kosti 75 prósenta tekjufalli á til- teknu tímabili og fyrirséð sé að handbært reiðufé og kröfur á hend- ur öðrum nái ekki að standa straum af áætluðum rekstrarkostnaði og af borgunum skulda næstu tveggja mánaða. Stjórnendur fyrirtækja í ferða- þjónustu hafa sagt að greiðsluskjól gefi tækifæri á að endurskipuleggja reksturinn í takt við nýjan raun- veruleika og semja við kröfuhafa og leigusala. Greiðsluskjólið gerir það að verkum að fyrirtækin þurfa ekki að standa skil á kröfum og ekki er hægt að knýja þau í gjaldþrot. Greiðsluskjólsbeiðnirnar byggja á lögum sem tóku gildi síðasta sumar um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagn- ingar. Með nauðasamningi má kveða um breytingu á greiðsluskil- málum samningsveðkrafna, þar á meðal að lengja lánstíma, fresta gjalddaga hluta skuldarinnar eða henni allri í allt að þrjú ár, að því er fram hefur komið í fréttum. Fosshótel Reykjavík er dóttur- félag Íslandshótela, stærstu hótel- keðju landsins sem hefur staðið að rekstri 17 hótela. Íþaka, systurfélag verktakafyrirtækisins Eyktar, er leigusali umrædds hótel. Eignir fast- eignafélagsins námu 26 milljörðum króna árið 2019 og eiginfjárhlut- fallið var 28 prósent. Á árinu 2019 velti Fosshótel Reykjavík 2,3 milljörðum króna og hagnaðist um 19 milljónir króna. Árið áður var veltan átta prósent meiri og hagnaðurinn 264 millj- ónir króna. Eigið fé félagsins var 722 milljónir króna árið 2019 og eigin- fjárhlutfallið níu prósent. Aftur á móti var eigið fé Íslandshótela 18 milljarðar króna og eiginfjárhlut- fallið 36 prósent við lok júní 2020. Tekjur Íslandshótela drógust saman úr 4,7 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins 2019 í 2,1 milljarð á sama tíma árið 2020. Samstæðan tapaði 184 milljónum króna á fyrri hluta ársins 2019 en einum milljarði á fyrri hluta ársins 2020. Ólafur D. Torfason á 74 prósenta hlut í Íslandshótelum og Edda, sjóður í rekstri Kviku, á 24 prósenta hlut. helgivifill@frettabladid.is Fosshótel Reykjavík óskar eftir greiðsluskjóli vegna samdráttar Fosshótel Reykjavík er stærsta hótel landsins. MYND/ÍSLANDSHÓTEL F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F I M M T U D A G U R 1 . A P R Í L 2 0 2 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.