Fréttablaðið - 01.04.2021, Page 14

Fréttablaðið - 01.04.2021, Page 14
Tómas Guðbjartsson hjartaskurð- læknir og náttúruunnandi og Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari Við sunnanverðan Arnarfjörð eru Ketil-dalir, röð stuttra dala sem einkennast af þverhníptum fjöllum með kletta-beltum efst sem úr falla skriður alveg niður að sjó. Úr fjarlægð minna Ketildalir á dokkur í höfn, enda liggja þeir allir í norðaustur. Verdalir eru yst en síðan koma Selárdalur, Fífustaðadalur, Austmannsdalur, Bakkadalur, Hrings- dalur, Hvestudalur og innst Auðihrísdalur, rétt utan við Bíldudal. Þarna var áður blómleg byggð, sérstak- lega í Selárdal, en nú er aðeins heilsársbúseta í tveimur þeirra, Bakkadal og Hvestudal. Á milli síðastnefndu dalanna er Hringsdalur en þar er snoturt uppgert eyðibýli. Ofan þess er Hringdalsnúpur (625 m), hæsti tindur Ketildala, en af honum er stórkostlegt útsýni yfir sunnanverða Vestfirði. Handan Arnarfjarðar sést vel í hæsta fjall Vestfjarða, Kaldbak (998 m) og Tjaldanes- fjöllin austan hans. Auðveldast er að ganga á Hringdalsnúp að suðvestan- verðu úr Hvestudal, en fyrst þarf leyfi ábúenda. Aðrar leiðir, eins og upp úr snarbröttum Hringsdal, eru mun torfærari. Þó er skemmtilegt að ganga inn þröngan dalinn meðfram Hringsdalsá með klettastálið beggja vegna. Blágrýtislögin minna á stafla af pönnukökum en á milli þeirra finnast víða surtarbrandur og plöntu- steingervingar. Á sumrin halda bjargfuglar til í klett- unum en niðri í dalnum gleðja vaðfuglar göngufólk. Einnig má ganga meðfram ströndinni við Hringsdal þar sem ljós skeljasandur er skreyttur biksvörtum klettum. Þarna er æðarfugl áberandi en stundum sést til skarfs og jafnvel álku og langvíu. Selir geta einnig skotið upp kollinum og úti á firðinum smáhveli. Ekki kemur á óvart að heiðnir menn hafi látið jarða þá látnu á svona stað. Kallast slíkir grafreitir kuml og hafa í kringum 320 fundist á 160 stöðum á landinu, þar af fimm í kumlateignum við nesið Hreggsnasa í Hrings- dal. Á árunum 2005-2011 fór þarna fram uppgröftur og fundust m.a. beinagrindur en einnig ómetanlegt haugfé eins og spjót og sverð sem nú eru varðveitt á Þjóðminja- safninu. Ekki er vitað hvort heillegasta beinagrindin sé af landnámsmanninum Hringi en aldagamlar munn- mælasögur sögðu hann hafa átt í stöðugum útistöðum við Austmann frá Noregi sem vildi ná fram hefndum. Féllu þeir báðir í bardaga í Hringsdal og voru heygðir í Hringshaugi og Austmannshaugi. Grafstæðið hefur örugglega verið Hringi að skapi, enda Hringsdalur með fallegustu stöðum á Vestfjörðum. Hringur um Hringsdal Hringsdalur séður af Hringdalsnúp á fallegum vetrardegi. MYNDIR/TG Miðnætursól á Íslandi er óvíða fallegri en í Hringsdal. Myndin er tekin á miðnætti um miðjan júní. Útsýnið af Hringdalsnúp er engu líkt. Tjaldanes- fjöllin blasa við handan Arnarfjarðar en Kaldbakur felur sig í skýjum. Ofan í dalnum sér í eyðibýlið Hringsdal en á nesi austan þess er kumla- teigurinn sem kenndur er við landnáms- manninn Hring. 1 . A P R Í L 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.