Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.04.2021, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 01.04.2021, Qupperneq 16
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Staðreyndin er þó sú að manneskjan þarf alls enga tækni til að ná sambandi við guðdóm- inn. Orð eru til alls fyrst. En verkin eru á endanum það sem mestu skiptir. Tímapantanir á opticalstudio.is og í síma 511 5800 SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK Sjónmælingar eru okkar fag Páskar eru í nánd, en ekki með sínu hefðbundna sniði því prestar fá ekki að messa í kirkjum fyrir framan kirkju-gesti. Nú eru einfaldlega tímar þar sem talið er að heppilegast sé fyrir fólk að halda sig fjarri öðrum. Slíkt er vitanlega ekki uppskrift að andlegri velsæld því maðurinn þarf nauðsynlega á nánd við aðra að halda. En ekki er allt fengið í þessari veröld og líta má á ástand eins og þetta sem reynslutíma þar sem gott er að efla með sér þolgæði og átta sig um leið á því hvað skiptir raunverulega máli í lífinu. Páskar eru einmitt tíminn þar sem gott er að hugleiða og nóg næði ætti að vera til þess þetta árið um leið og páskaboð- skapurinn er móttekinn. Fólk mun ekki streyma í kirkjur um þessa páska. Nútímapresturinn lætur þó ekki sóttvarnaaðgerðir hefta sig í því að koma boðskap páskanna til skila. Hann er hugmyndaríkur og grípur til þess að nýta nútímatækni til að tengjast söfnuði sínum. Það er vitanlega hið besta mál. Staðreyndin er þó sú að manneskjan þarf alls enga tækni til að ná sambandi við guðdóminn. Þar er vilji allt sem þarf. Guð- dómurinn er alls staðar og mannkynið ætti að gera meira af því að leitast við að ná sambandi við hann. Það myndi leiða margt gott af sér. Gera mannkynið umburðarlyndara, hógværara og auðmjúkara en það er. Ekki veitir af. Helgi páskanna fer fram hjá mörgum á tímum þar sem þjóðkirkjan á erfitt uppdráttar. Í huga of margra eru páskar einungis enn ein áthátíðin þar sem allt er lagt upp úr því að gera vel við sig og þá er lítt hugað að hinum kristna boðskap. Það má jafnvel halda því fram að það sé í tísku að gera lítið úr krist- inni kirkju og láta eins og prestar landsins skipti engu máli. Þá er fussað endalaust yfir þjóðkirkjunni og þulið drýgindalega upp hversu margir segja sig úr henni á hverju ári. Þjónar kirkjunnar eiga ekki að taka þetta raus nærri sér, þeir eiga að vera staðfast- ari í trúnni en svo. Sjálfir hljóta þeir að átta sig á því að guðdómurinn er ekki einungis í kirkjum, hann er allt í kringum okkur. Þannig er einkar auðvelt að finna hann. Hann má til dæmis auðveldlega finna í stórfengilegri tónlist sem tíminn fær ekki eytt. Það er ekki hægt að hafna Bach og passíum hans eða Messíasi Händels eða Sjö orðum Krists á kross- inum eftir Haydn svo einungis örfá verk séu nefnd eftir tónskáld þar sem almættið er hyllt. Er virkilega einhver sem getur hlustað á fegurstu verk Mozarts án þess að finnast hann hafa náð sambandi við guð- dóminn? Einnig mætti nefna nöfn ótal listmálara sem hafa minnt á páskaboðskapinn í verkum sínum og þannig lagt sitt af mörkum til að styrkja trúar- vitund svo margra. Ekki má svo gleyma hinu full- komna sköpunarverki, sem er náttúran sjálf – það þarf einungis að horfa upp í himininn eða út á hafið til að skynja guðdóminn. Guðdómurinn verður einfaldlega ekki kveðinn í kútinn. Hann er alls staðar og er svo sannarlega eilífur. Guðdómurinn Haukar í horni Bjarmalandsför Samherja gegn Helga Seljan virðist fyrst og fremst hafa orðið til þess að þjappa múgnum að baki frétta- manninum. Þá ríður siðanefnd RÚV heldur horaðri bikkju frá þessum hildarleik en á öllum miðlum keppist fólk við að beina sínu breiðasta spjóti að henni. Samúðin með Helga virðist svo almenn að jafnvel 64.72% þeirra sem létu álit sitt í ljós í vef kosningu á utvarp- saga.is svöruðu spurningunni: „Telur þú að ákvörðun siða- nefndar RÚV gegn Helga Seljan hafi verið réttmæt?“ neitandi. Þó ber að hafa í huga að á meðal innhringjenda í símatíma Sögu er andúð á kvótagreifum og stofnuninni RÚV nokkuð almenn sem kann að hafa gefið Helga óvæntan byr í seglin. Efnafræði Heimssýnar Andstæðingum aðildar Íslands að ESB verður f lest að vopni þessi dægrin. Á meðan aðildar- sinnum og þeim sem sjá þjóð- inni hag í EES-aðild er enn nudd- að upp úr tjöru og fiðri vegna skorts á bóluefnum magnar ESB upp enn eina reiðibylgjuna með því að gera morgunkornin Cocoa Puffs og Lucky Charms ólögleg á Íslandi vegna efna sem standast ekki kröfur EES. Bólu- efni og náttúruleg litarefni eru þannig að verða helstu töfra- meðul Heimssýnar. toti@frettabladid.is Aðdráttaraf l náttúrunnar er sterkt. Aðsóknin að eldstöðvunum sannar það. Borgarlífið og einangrun og fjarfundir undanfarið gera náttúruna enn meira heillandi fyrir fólkið í borg- inni. Grænu svæðin í borginni sjálfri eru ekki síður mikilvæg. Borgargarðar eru lungu borgarinnar. Af öðrum útivistarsvæðum ólöstuðum er Elliðaárdal- urinn með mikla sérstöðu. Laxá í borg. Fjölbreytt fuglalíf. Skóglendi og vatn. Eins og oft vill verða er freistandi að ganga á ónumin svæði. Hugmyndir um atvinnuhúsnæði og biodome hafa verið í undirbúningi í jaðri Elliðaárdalsins þrátt fyrir mikil mótmæli íbúa. Áform eru um miklar landfyllingar við ósa Elliðaár sem kunna að hafa talsverð áhrif á búsvæði laxfiska. En steininn tók úr þegar Árbæjarlónið var tæmt síðasta haust án tilskilinna leyfa. Lónið er á deiliskipulagi svæð- isins og auk þess á náttúruminjaskrá frá árinu 1984. Íbúar og ferðafólk hafa notið þess að hafa þetta fallega lón í nærri öld. Eins og ýmis önnur lón sem myndast hafa við virkjanir varð til fallegt vatna- svæði. Elliðavatn er uppistöðulón. Líka Skorradals- vatn. Meira að segja Þingvallavatn er uppistöðulón þriggja virkjana við Sog. Allir sjá að tæming eða meiriháttar rask á þessum lónum gæti aldrei orðið nema með vel ígrunduðu umhverfismati og með til- skildum leyfum. Sama á við um Árbæjarlón sem nú hefur verið tæmt. Í stað grænna bakka er nú hjartað í Elliðaárdalnum brúnt og þurrt. Græna planið? Það er undarlegt að borgin sem fer með yfirráð yfir bæði dalnum og Orkuveitunni skuli láta þetta gerast. Ekki síst þegar núverandi meirihluti gefur sig út fyrir að vera með grænt plan. Í gildandi aðalskipu- lagi er gert ráð fyrir að byggja blokkir efst í Laugar- dalnum þar sem nú eru tré. Það er planið. Orð eru til alls fyrst. En verkin eru á endanum það sem mestu skiptir. Elliðaárdalurinn og Laugardalurinn verða sífellt meiri verðmæti fyrir borgarbúa. Höldum þeim grænum. Grænn varstu dalur Eyþór Arnalds oddviti Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík 1 . A P R Í L 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.