Fréttablaðið - 01.04.2021, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 01.04.2021, Blaðsíða 19
ALLT TARAMARFrí hreinsiolía fylgirmeð hverju næturkremií Hagkaup og átaramar.is K Y N N I NG A R B L A Ð FIMMTUDAGUR 1. apríl 2021 Vera Panitch til vinstri og Steiney Sigurðardóttir til hægri. Saman mynda þær dúóið Duo Edda og hrepptu þriðja sætið í alþjóðlegri kammersveitarkeppni í Danmörku. Keppnin opnaði dyr inn í tónlistarlífið í Danmörku og eru þær að sögn báðar spenntar að takast á við ný verkefni. MYND/JÖKULL TORFASON Hrepptu bronsið í miðjum faraldri Duo Edda varð til á vormánuðum 2020 en þetta dýnamíska dúó skipa fiðluleikarinn Vera Panitch og sellóleikarinn Steiney Sigurðardóttir. Þær hlutu þriðju verðlaun í alþjóðlegri kammersveitakeppni og nú býðst þeim spennandi tækifæri á erlendri grundu. 2 Æðislega páskalegur frómas. Það er gaman að prófa eitthvað nýtt þegar hátíð ber að garði. Appelsínufrómas hentar vel á páskum, þar sem hann er fallegur á litinn. Hér er uppskrift sem ætti að duga fyrir sex manns. Uppskriftin er auðveld. 7 plötur matarlím 5 egg 1 dl sykur 3 dl rjómi Safi og börkur af einni appelsínu Svona á að gera Leggið matarlímið í kalt vatn í 5-10 mínútur. Stífþeytið rjómann og kælið í ísskáp. Þvoið appelsínuna vel í volgu vatni. Fínrífið börkinn og kreistið safann úr. Blandið saman berki og safa. Kreistið mesta vatnið af matarlíminu og setjið í pott undir lágum hita og bræðið. Setjið til hliðar en passið að það stífni ekki. Þeytið egg og sykur í stífa blöndu. Hellið matarlíminu saman við í lítilli bunu, látið hrærivélina ganga á litlum hraða. Þá er appels- ínusafinn settur út í. Blandið loks rjómanum saman við með sleif. Setjið blönduna í sprautupoka og fyllið upp í fallegar skálar. Setjið í ísskáp og látið standa í að minnsta kosti eina klukkustund. elin@frettabladid.is Páskaeftirréttur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.