Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.04.2021, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 01.04.2021, Qupperneq 20
Báðar eru þær Steiney og Vera félagar í Sinfóníuhljómsveit Íslands og hafa spilað með kammerhópum frá 2018. Veru hafði alltaf langað til að spila í dúói. „Það er alltaf gaman að spila í kammermúsíkhópum en dúó hefur það fram yfir stærri hópa að vera mjög krefjandi fyrir hljóðfæraleikarana, bæði tækni- lega og tónlistarlega. Þetta er að mörgu leyti jafn krefjandi og að vera einleikari nema að maður er með kammerfélaga. Það er líka alltaf skemmtilegra að spila og æfa saman en að spila einn,“ segir Vera, sem hafði samband við Steineyju eftir að hún spilaði eitt sinn einleik með Kammersveit Reykjavíkur. „Ég var þá að spila í sveitinni og mér fannst Steiney vera með mjög fallegan hljóm og kunni vel við það hvernig hún nálgaðist tónlistina,“ segir Vera. „Ég tók auðvitað mjög vel í þessa hugmynd. Við erum báðar ungar og viljum endilega hafa nóg að gera á hliðarlínunni með Sinfóníu- hljómsveitinni,“ bætir Steiney við. Þá segir Vera að fiðla og selló séu klassískt kombó í tónlistarheim- inum. Heilluðust ungar Steiney er fædd og uppalin á mölinni og heillaðist snemma af sellóinu. „Ég kem ekki úr tónlistar- fjölskyldu en það var mjög mikil sköpunargleði á heimilinu og við systkinin lærðum öll á hljóðfæri. Ég vildi eiginlega alltaf verða selló- leikari og þó að mamma og pabbi séu menntuð sem jarðfræðingur og hjúkrunarfræðingur þá studdu þau mig alltaf við draum minn um að verða hljóðfæraleikari. Ég fór samt eins og flest börn í gegnum mörg mismunandi tímabil þar sem ég ætlaði að verða fótboltakona og sellóleikari eða kennari og selló- leikari eða jarðfræðingur og selló- leikari. Því eldri sem ég varð duttu hin störfin út og frá tólf ára aldri ætlaði ég bara að verða sellóleikari. Ég lærði hér á Íslandi hjá Örnólfi Kristjánssyni, Gunnari Kvaran og Sigurgeiri Agnarssyni. Ég flutti svo til Þýskalands og lærði sellóleik við Tónlistarháskólann í Trossingen í fjögur ár áður en ég kom aftur heim til Íslands og hóf störf hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands.“ Vera er fædd og uppalin í Dan- mörku en er af rússneskum ættum og úr fjölskyldu sem er stútfull af tónlistarfólki. „Í æsku lærði ég bæði á fiðlu og píanó en smátt og smátt tók fiðlan yfir. Hjá mér var eiginlega aldrei neitt annað í boði en að vinna í tónlist. Ég var í raun efnilegri á píanóið sem krakki en ég lærði hjá ömmu minni og fannst mjög spennandi að fá að fara til einhvers annars í fiðlutíma. Fjöl- skyldan mín ýtti mér líka svolítið út í fiðluleikinn, enda eru fleiri starfsmöguleikar í honum heldur en fyrir píanóleikara. Ég spilaði Báðar voru sannfærðar um það frá unga aldri að þær vildu starfa innan tónlistar- geirans. Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@ frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@ frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðar- maður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@ frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid. is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johann- waage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. einnig í hljómsveit frá mjög ungum aldri á fiðlu og mér fannst það alltaf mjög skemmtilegt. Það hefur klár- lega ýtt undir áhugann hjá mér.“ Þegar Vera var tólf ára flutti hún til Seattle og lærði þar hjá Yuriy Mikhlin. Síðan hóf hún nám við Konunglega tónlistarháskólann í Danmörku aðeins fimmtán ára gömul hjá Alexandre Zapolski. „Svo flutti ég til Íslands árið 2016 eftir að hafa unnið stöðu í Sin- fóníuhljómsveit Íslands og starfa nú sem annar konsertmeistari í hljómsveitinni.“ Stilla saman strengi Vera segist elska selló og að hún væri alveg til í að hafa sjálf lært á selló. „Steiney spilar ótrúlega vel og er með fallegan tón. Hún reynir allt til að gera tónlistina eins áhugaverða og hún getur og vinnur mikið með liti, hvernig hún vill móta laglínur og hverju hún vill miðla með tónlistinni. Það getur líka vel verið að ég beini börnun- um mínum í sellónám,“ segir Vera sem á tæplega tveggja ára tvíbura, stúlku og dreng, með eiginmanni sínum Joaquin Páli Palomares. Steiney segist að sama skapi alltaf hafa öfundað fiðluleikara af því hvað þeir eigi mikið af frá- bærum tónsmíðum sem skrifaðar hafi verið fyrir hljóðfærið. „Mér finnst fiðlan ótrúlegt hljóðfæri og Vera er einstakur fiðluleikari. Hún hefur góða tilfinningu fyrir mismunandi tónlistarstílum og er með mjög öguð vinnubrögð. Hún er einnig heillandi flytjandi og það er alltaf frábært að vera með henni uppi á sviði.“ Spenntar í sóttkví Þær Vera og Steiney voru báðar í sóttkví á tíma viðtalsins enda nýkomnar frá Danmörku þar sem þær voru í upptökum fyrir nýtt og spennandi tækifæri sem kom upp í kjölfar keppni sem þær tóku þátt í síðasta haust. En í október 2020 tóku þær þátt í kammertónlistar- keppni fyrir ungt fólk á vegum dönsku útvarpsstöðvarinnar P2. Keppnin fór fram í fjórum umferðum og máttu kammersveit- ir af öllum stærðum og gerðum taka þátt. „Við tókum þátt sem dúó en það er eiginlega ekki hægt að verða mikið færri en tveir í kammersveit,“ segir Vera og hlær. „Fyrst sendum við inn myndband og vorum við valdar ásamt sex öðrum böndum úr stórum hópi umsækjenda til þess að taka þátt í aðalkeppninni. Við tóku þrír dagar í röð þar sem tveir hópar duttu út eftir hverja umferð og úrslitin voru þá þrír hópar sem stóðu eftir,“ segir Steiney. Að sögn Veru þótti þeim ótrúlegt að fá að komast út á þessum skrítnu tímum, en þegar keppnin stóð sem hæst geisaði COVID-19 faraldurinn um heims- byggðina líkt og hann gerir enn í dag. „Við vorum í rauninni ekki vissar um að þetta væri að fara að gerast fyrr en við vorum lentar í Danmörku,“ segir hún. Steiney bætir við: „Það voru mjög strangar reglur á Íslandi þegar við fórum út og við höfðum varla séð eða hitt neinn í meira en mánuð. Það var því súrrealísk upplifun að spila fyrir yfir 500 manns þrjú kvöld í röð plús að vera útvarpað í beinni útsendingu þegar maður hafði ekki spilað á tónleikum fyrir fólk í nokkra mánuði.“ Eins og að keppa í íþróttum Vera og Steiney voru greinilega ferskar og vel æfðar en að sögn var samkeppnin hörð og allir hóparnir spiluðu mjög vel. „Hlutverk dóm- nefndar var síður en svo öfunds- vert því að hóparnir voru ólíkir og erfitt að bera þá saman. Við gerðum okkar besta og við bættum okkur mikið sem kammersveit á þessum tíma. Það er margra mánaða vinna að taka þátt í svona keppni og við æfðum saman marga klukkutíma í hverri viku mánuð- inn á undan,“ segir Steiney. Vera bætir þá við að þetta sé svolítið eins og að keppa í íþróttum. „Maður þarf að passa að vera sjálfur í sínu allra besta spilaformi. Þá þarf samspilið að vera vel smurt svo að allt gangi upp. Við vissum frá upphafi að það væri erfitt að fara í svona keppni sem dúó. Við erum bara tvær og höfðum aðeins meira að gera og stærri hlutverk en hópar með 4-5 meðlimum þar sem að hlutverkum er dreift á milli. Aftur á móti vann það líka með okkur að vera tvær því við gátum alltaf hist og æft sama hvaða takmarkanir voru í gangi og það hjálpaði í rauninni hvað undirbúning keppninnar varðaði. Það er líka áhugavert í faraldrinum að fleiri og fleiri eru nú að mynda smærri kammerhópa. Þetta verður kannski varanleg breyting?“ spyr Vera. Það fór svo að Duo Edda komst í lokaumferð keppninnar og lenti í þriðja sæti. Ástæðan fyrir Dan- merkurferðinni og sóttkvínni á tíma viðtalsins var þó ekki beintengd keppninni nema að takmörkuðu leyti. „Eftir keppnina bauðst okkur ásamt fleiri kepp- endum ný og spennandi tækifæri. Það má ekki gefa upp of mikið að svo stöddu en við vorum í upp- tökum fyrir kynningarmyndband, myndatökum og viðtölum vegna þess. Það verður spennandi að sjá hvað kemur úr því samstarfi,“ segir Vera. Jákvæðnimanneskjur Að sögn Steineyjar hefur faraldur- inn vissulega haft áhrif á tónleika- hald hjá þeim stöllum. „Við höfum reynt eins og hægt er að halda tónleika í heimsfaraldrinum. Þeir hafa þó oftast verið á netinu eða í streymi. En við erum báðar miklar jákvæðnismanneskjur og nýtum COVID-tímann eins vel og við getum. Við höfum til dæmis haft meiri tíma en vanalega til þess að æfa saman og það er án efa mjög gott til lengri tíma litið.“ Vera bætir við að það sé alltaf gaman að spila á tónleikum hvort sem þeir eru í streymi eða fyrir lifandi áhorfendur. „En við það að breyta tónleikum í streymi færðu auðvitað enga áhorfendur og þar af leiðandi litlar tekjur fyrir þá vinnu sem þú hefur lagt í tónleikana. Það er líka miklu meiri pressa á að allt sé fullkomið þegar tónleikar eru í beinu streymi. Það er mjög stress- andi tilhugsun að spila í beinni útsendingu á veraldarvefnum, þar sem flutningurinn mun vara að eilífu.“ Steiney segir það einnig flókið að skipuleggja tónleika í ástand- inu. „Við lentum í því oft að vera með plön, vera búnar að æfa í tugi klukkutíma og svo féll allt í gegn og það þurfti að aflýsa eða fresta á síðustu stundu. Það er oft sagt að engin æfing sé glötuð æfing, en það er samt svekkjandi og maður er aðeins meira hikandi við það að skipuleggja tónleika fyrir vikið.“ Draumaverkið Duo Edda er þó hvergi af baki dottin enda verðlaunuð sveit með spennandi framtíðarplön. „Við erum með fullt af tónleikum í pokahorninu, bæði hér á landi og í Danmörku,“ segir Steiney, en hún segir að Duo Edda eigi eftir mörg óleikin verk. „Það er fullt til. Það eru nokkur mjög þekkt verk fyrir dúó en alveg heilu staflarnir af verkum sem hafa varla verið spiluð og það er alltaf spennandi að byrja á verki sem maður hefur aldrei heyrt áður og er að mestu leyti óþekkt.“ Vera á þann draum að fá að spila Tvöfaldan konsert fyrir fiðlu og selló eftir Brahms. „Þetta er auðvitað mjög stórt verk og við þurfum heila sinfóníuhljómsveit með okkur í lið. En vonandi kemur þetta tækifæri fyrr eða síðar hjá okkur.“ Steiney segist þar hjartan- lega sammála. „Annars erum við líka mjög spenntar fyrir því að fá tónskáld til þess að semja fyrir okkur og fá alveg ferskt verk í hendurnar. Ég held að það sé eitt- hvað sem væri mjög spennandi að gera í framtíðinni.“ „Við erum auðvitað svolítið að bíða og sjá hvernig ástandið þróast eins og stendur en vonandi getum við farið að vera meira sýnilegar í íslensku tónlistarlífi þegar líða fer á árið,“ segja þær Vera og Steiney. Við vorum í raun- inni ekki vissar um að þetta væri að fara að gerast fyrr en við vorum lentar í Dan- mörku. Vera Panitch Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@ frettabladid.is Fæst hjá N1, OLÍS, veiðibúðum og veidikortid.is Frelsi til að veiða! Veiðitímabilið hefst 1.apríl! Ertu búinn að fá þér Veiðikortið? 8.900 kr 2 kynningarblað A L LT 1. apríl 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.