Fréttablaðið - 20.04.2021, Blaðsíða 16
„Viskíglösin spruttu einfaldlega
upp úr áhugamáli. Mig langaði
sjálfum í „official“ viskíglös og
tók eftir því að það var töluverður
áhugi fyrir viskíi á Íslandi. Hins
vegar voru Glencairn-glös ófáanleg
hér á landi, en þau eru afar vinsæl
hjá vískíáhugafólki. Ég hafði því
samband við Glencairn í Skotlandi
og fór í kjölfarið að selja þessi góðu
viskíglös hér heima. Nokkrir viskí-
klúbbar hafa þegar látið merkja
sér glös og einnig hafa hótel keypt
þau,“ upplýsir Ólafur Sigurðsson,
eigandi Varmáss, um skemmtilega
hliðarvöru sem fyrirtæki hans
flytur inn.
Varmás er nefnilega tæknifyrir-
tæki sem hefur frá upphafi selt og
þjónustað ýmiss konar tækni-
búnað.
„Þegar ég stofnaði Varmás
árið 1989 var ég upphaflega með
aðstöðu í bílskúrnum heima í
Mosfellsbæ. Þegar aðstaðan varð
of lítil keypti ég kjallarann í næsta
húsi og var þar til ársins 1996 að ég
keypti Markholt 2 undir starfsem-
ina. Þremur árum seinna byggði
ég við húsið um 108 fermetra
og enn í dag er verið að huga að
breytingum og meiri stækkun sem
mun nýtast undir lagerinn,“ segir
Ólafur sem ásamt Eyþóri G. Jóns-
syni stofnaði einnig rafeindahluta-
verslunina Íhluti sem starfrækt
hefur verið í Skipholti 7 síðan 1992.
Gott tæknilæsi notadrjúgt
Ólafur er rafeindavirkjameistari
sem hefur unnið í tækniumhverf-
inu síðastliðin 48 ár.
„Því má segja að tækni og tækni-
þróun hafi fylgt mér lengi. Eins
og allir vita er tæknin í stöðugri
þróun og hef ég árlega sótt margar
tæknisýningar til að fylgjast með
og sjá nýja strauma. Í sumum til-
fellum er ég beðinn um að finna
lausnir fyrir viðskiptavini sem
koma þá með hugmyndir um
hvers kyns búnað sem þeir þurfa,
eða vandamál sem þarf að leysa,
og oftast finn ég lausnina fyrir
þá,“ greinir Ólafur frá og nefnir
sem dæmi fyrirspurn frá Ráðhúsi
Reykjavíkur.
„Þar vantaði ljósasúlur sem telja
niður ræðutíma fyrir ræðuborð í
borgarstjórnarsalnum og eftir að
hafa fundið búnað fyrir Ráðhúsið
og sett hann upp þar er ég með
slíkan búnaði í sölu hjá Varmás.“
Ólafur segir ungt fólk vera einkar
meðvitað um tækni og fljótt að til-
einka sér hana.
„Til að gera sér grein fyrir virkni
og notagildi tækninnar er betra að
hafa gott tæknilæsi. Sumir af eldri
kynslóðinni eru ekki eins öruggir
með tæknina, eða eru hræddir að
prófa og tileinka sér hana. Þó eru
til einstaklingar sem eru óhræddir
við að nýta sér tæknina og sjá það
helst að hún léttir þeim verkið til
muna með því að forvinna verkin
og nota þau aftur og aftur.“
Gróðursetja tré fyrir hvern skjá
Ólafur hóf innflutning á gagn-
virkum SMART-töflum árið 2001
og hefur síðan selt slíkan búnað í
marga íslenska skóla. SMART var
stofnað í Calgary í Kanada árið
1984.
„SMART er brautryðjandi í gagn-
virkum töflum og skjáum,“ segir
Ólafur og heldur áfram: „Ég myndi
segja að notkun á gagnvirkum töfl-
um og skjáum hafi valdið straum-
hvörfum í kennslu og fundarher-
bergjum, og eru margir kennarar
á sama máli og ég. Erlendis hafa
verið gerðar rannsóknir sem hafa
sýnt fram á aukinn námsárangur.
Kennslan verður meira lifandi með
notkun slíks búnaðar, þar sem
kennarar hafa meiri möguleika
hvað varðar fjölbreytni í námsefni
og kennsluaðferðum til að grípa
athygli og áhuga nemenda.“
Varmás flytur einnig inn gagn-
virka skjái frá Prowise og ýmsar
gerðir af rafmagns-hjólafestingum
fyrir skjáina. Þess má geta að
Prowise gróðursetur tré fyrir hvern
skjá sem seldur er.
„Í dag er þróunin orðin sú að
komnir eru gagnvirkir snertiskjáir á
hjólaborðum sem hægt er að hækka
og lækka og halla í borð. Nýjasta
verkefnið mitt var uppsetning á
sex skjáveggjum í skóla í Reykja-
nesbæ, þar sem hver skjáveggur
samanstendur af níu 49" LG-skjáum
sem eru tengdir saman og mynda
eina heild. Þá settum við jafnframt
upp gagnvirka skjái frá Prowise í
kennslustofur skólans.“
Fjærverur hjálpa mannverum
Á upphafsárum Varmáss vann
Ólafur eingöngu að tölvu- og tækni-
búnaði fyrir skóla landsins.
„Seinna meir fór ég að snúa mér
að öllum markaðnum því ég sá að
búnaðurinn hentaði jafnt skólum,
stofnunum og fyrirtækjum,“ segir
Ólafur.
Nýjasta varan hjá Varmási eru
róbótar sem Ólafur kallar því
skemmtilega nafni fjærverur en
nafnið er komið frá Háskólanum
á Akureyri. Þær hafa marga kosti
og fjölbreytt notagildi, og nefnir
Ólafur þrjú dæmi fyrir mismun-
andi stofnanir.
„Í skólum getur nemandi sem
ekki kemst í skólann fengið að
tengjast fjærveru og verið í tíma,
tekið þátt í umræðum og farið á
milli stofa með því að stjórna fjær-
verunni. Á milli kennslustunda
getur hann einnig verið með skóla-
félögum sínum og haldið þannig
félagslegum tengslum, sem eru líka
mikilvægur þáttur í skólagöng-
unni. Annað dæmi er sjúkrahús á
landsbyggðinni þar sem læknir á
Reykjavíkursvæðinu gæti tekið þátt
í stofugangi og talað við sjúklinga,
og eins gæti læknir á einhverju
stóru sjúkrahúsanna aðstoðað
með fjærveru á heilsugæslum og
tengdum stofnunum, en það er háð
því að fjærvera sé þar til staðar. Í
fyrirtækjum er svo hægt að nota
fjærveru til að bjóða utanaðkom-
andi á fjarfund þar sem hægt er að
ferðast innanhúss og skoða sig um,
og jafnvel skoða vöruúrval,“ upp-
lýsir Ólafur um gagnlega rótbótana
sem hægt er að stjórna hvaðan sem
er ef netsamband er til staðar; til
að ferðast um rými og stjórna því
sjálfur hvar maður er.
„Eins og er eru fjærverur aðallega
notaðar innanhúss og þá einungis á
einni hæð þar sem háir þröskuldar
eru ekki til staðar, því hún myndi
stoppa á þeim vegna skynjara sem
sér fyrirstöðu fyrir framan sig og
niður á gólf. Þessi tækni er auðvitað
í sífelldri þróun svo það er eflaust
bara tímaspursmál hvenær hægt
verður að skoða land og þjóð með
fjærveru, hvernig sem viðrar.“
Skrúfað frá hita á köldu vatni
Varmás selur einnig eftirsótta
hitara sem hita vatn um leið og
skrúfað er frá krananum og henta
vel á svæðum þar sem eingöngu er
kalt vatn.
„Ég hef verið með þessa hitara
síðastliðin átta ár, bæði fyrir 220
volt og þriggja fasa, en hitararnir
hita vatnið um leið og skrúfað er
frá og slökkva síðan á sér þegar
skrúfað er fyrir. Margar stærðir
eru til fyrir mismunandi notkun
og hafa mikið verið keyptir fyrir
sumarbústaði. Með þessum
græjum er hægt að sleppa hitakút
og er sparnaður í orkunotkun og
plássi þó nokkur,“ útskýrir Ólafur.
Varmás er líka með skjávarpa,
hljóðkerfi, bókvarpa, stjórnbúnað
fyrir skólabjöllur, svo fátt sé upp-
talið.
„Undanfarin ár hef ég útvegað
perur í skjávarpa og get fengið
perur í f lestar gerðir innan örfárra
daga. Við erum líka með OMBEA-
búnað sem gefur einkunn eða álit
á þjónustu og er hægt að staðsetja
á mörgum stöðum, sérstaklega
þar sem umgangur er, og í ýmsum
útfærslum. Það nýjasta frá OMBEA
er snertilaust takkaborð en þá
þarf einungis að setja höndina yfir
takkann til að gefa einkunn,“ upp-
lýsir Ólafur.
Varmás er með umboð fyrir
Interspace sem framleiðir ýmsan
búnað fyrir ræðusali, svo sem
stillanlegar klukkur sem telja
niður ræðutíma og sýna niðurtaln-
ingu á ljósasúlu með grænu, gulu
og rauðu ljósi. Einnig er hægt að fá
skjái sem sýna klukku og niður-
talningu, eða búnað sem varpar
henni á myndupptöku.
„Við erum líka með búnað frá
Sapling sem stjórnar klukkum
og bjöllum í til dæmis skólum.
Með honum er hægt að sam-
tengja klukkur sem staðsettar eru
víða um skólann eða stofnunina.
Búnaðurinn sækir uppfærslur á
tíu klukkuþjóna víðs vegar um
heim og er klukkan því alltaf
rétt. Einfaldur hugbúnaður fylgir
stjórnbúnaði og hægt að stilla allt
skólaárið inn í einu, og hringja þá
bjöllurnar einungis á skóladögum
en ekki frídögum,“ útskýrir Ólafur
sem hefur einnig selt Sapling-
búnað í fyrirtæki og fiskvinnslu
þar sem hann er til dæmis notaður
til að hringja inn og út kaffi- og
matartíma.
Tæknivörur fyrir öll verkefni
Fleiri áhugaverðar vörur sem
Varm ás býður viðskiptavinum eru:
AVER bókvarpar (e. visualizer)
og fjarfundabúnaður. Bókvarpar
eru tæki sem tengjast við tölvu
og varpa mynd af því sem sett er
undir þá. Þeir leysa af hólmi gömlu
glæruvarpana sem mikið voru
notaðir í skólum og vörpuðu mynd
frá glæru á vegg. Sumar tegundir
er einnig hægt að tengja við smá-
sjár, sem kemur sér vel, til dæmis í
kennslu raungreina.
aSc Timetables er hugbún-
aður til að búa til stundatöflur og
sannreyna þær, það er að stunda-
taflan skarist ekki tímalega og að
kennari sé ekki að kenna í tveimur
kennslustofum. Hægt er að flytja
stundatöflur frá þessum hug-
búnaði yfir í Info Mentor kerfið
sem margir skólar nota.
Hljóðkerfi – raddhjálp: Röddin
er mikils virði en kennarar nota
hana mikið á hverjum degi sem
leiðir oft til þess að með tímanum
verða þeir sárir í hálsi. Með hljóð-
búnaði í kennslustofum þarf kenn-
ari ekki að beita röddinni eins
mikið því búnaðurinn magnar upp
röddina og varpar hljóðinu jafnt
um alla stofuna.
Robotel er með hugbúnað fyrir
tungumálaver og tungumála-
kennslu sem gerir fjarkennslu
tungumála auðvelda með því að
færa hana yfir í tölvur og snjalltæki
nemenda og gerir kennara kleift
að fara yfir verkefni einstakra
nemenda þegar þeim hentar, um
leið og þeim er skilað.
Mersive framleiðir fjarfunda-
búnað sem tengist við skjái
í fundarherbergi. Tölvur og
snjalltæki tengjast þráðlaust við
búnaðinn og geta þátttakendur
á fundum þannig deilt efni upp
á skjáinn, til dæmis glærukynn-
ingu eða sínum eigin skjá, jafnvel
margir í einu. Þegar ekki er verið
að nota búnaðinn sem fjarfunda-
búnað er hægt að nota hann sem
upplýsingaskjá í fyrirtækinu.
Varmás er í Markholti 2 í Mos-
fellsbæ. Sími 566 8144. Allar nánari
upplýsingar á varmas.is
Ólafur er vakinn
og sofinn yfir
hvers kyns
tækninýjungum
sem íslenskir
skólar, fyrirtæki
og stofnanir
njóta góðs af,
en inni á milli
flytur hann inn
óvenjulegar og
skemmtilegar
vörur, eins og
viskíglös og
hitara sem hita
kalt vatn um
leið og skrúfað
er frá kran
anum. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/STEFÁN
Hér sést nett fjærvera á ferðinni.
Robotel auðveldar tungumálanám.
Skosku Glencairn viskíglösin góðu.
Prowise gagnvirkur snertiskjár.
Með gagn
virkum snerti
lausum skjám
er hægt að
mynda heilu
skjáveggina
sem valda
straumhvörfum
þegar kemur
að þægindum í
kennslustofum
og fundar
herbergjum.
2 kynningarblað A L LT 20. apríl 2021 ÞRIÐJUDAGUR