Fréttablaðið - 20.04.2021, Síða 32

Fréttablaðið - 20.04.2021, Síða 32
Hjólbarðaþjónusta N1 Bíldshöfða 440-1318 Fellsmúla 440-1322 Réttarhálsi 440-1326 Ægisíðu 440-1320 Langatanga Mosfellsbæ 440-1378 Reykjavíkurvegi Hafnarfirði 440-1374 Grænásbraut Reykjanesbæ 440-1372 Dalbraut Akranesi 440-1394 Réttarhvammi Akureyri 440-1433 Michelin CrossClimate+ • Sumardekk fyrir norðlægar slóðir • Öryggi og ending • Halda eiginleikum sínum vel út líftímann • Gott grip við allar aðstæður • Endingarbestu sumardekkin á markaðnum Michelin e-Primacy • Öryggi og ending • Frábært grip og góð vatnslosun • Einstakir aksturseiginleikar • Ferð lengra á hleðslunni / tanknum • Kolefnisjafnað að sölustað Michelin Pilot Sport 4 • Sumardekk fyrir þá kröfuhörðustu • Gefa óviðjafnanlega aksturseiginleika • Frábært grip og góð vatnslosun • Endingarbestu dekkin í sínum flokki Notaðu N1 kortið Alla leið á öruggari dekkjum Pantaðu tíma í dekkjaskipti á n1.is ALLA LEIÐ Vefverslun Skoðaðu úrvalið og skráðu þitt fyrirtæki Opið mánudaga til föstudaga kl. 8-18 Laugardaga kl. 9-13 E N N E M M / S ÍA / N M - 0 0 4 8 8 5 Dekkin á stærstu risatrukkunum eru ekkert grín og hér má sjá um 2,3-3 metra hátt dekk. Þau stærstu eru um 4 metrar á hæð. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Stærstu bíldekkin í dag prýða Ultra Class flutningatrukka sem helst má sjá í námugreftri eða annarri utanvegarstarfsemi sem krefst risastórra bifreiða með mikla flutningsgetu. Dæmigerð stærð á dekki á slík­ um risatrukki er 56/80R63 eða 59/80R63, en slík dekk eru allt að 1,5 metrar á þykkt, fjögurra metra há og vega fimm tonn. Dekkin eru úr hátækni­gúmmíblöndu og hönnuð til þess að þola um 100 tonna þrýsting á hvert dekk. Að pumpa lofti í svona dekk er tölu­ vert frábrugðið því að pumpa lofti í fimm sæta Subaruinn. Risadekk eru útbúin ventilsamsetningum í yfirstærð sem gera hinu gífurlega magni af lofti, sem í dekkjunum er, kleift að halda þrýstingi á dekkj­ unum. Bridgestone, Goodyear og Michelin framleiða risastór dekk, en stærstu dekk heims eru nú framleidd af fyrirtækinu Titan Tire í Bandaríkjunum. Að finna upp risahjólið Það er fátt jafnhvimleitt og sprungið dekk, jafnvel í draum- heimum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Draumar geta verið býsna sérkenni legir enda er undirmeð­ vitundin dularfullt og einstakl­ ingsbundið fyrirbæri. Margir hafa því gaman af því að fletta upp í draumráðninga bókum til að athuga hvort og þá hvað hafi verið skrifað um eitthvað sem kemur fram í draumum eða jafn vel mar­ tröðum. Hvað dekk snertir þá eru ýmsar vangaveltur um það hvað dekk tákni í draumheimum. Líkt og dekkin sem flytja okkur til og frá og á milli staða í raun­ heimum þá eru dekk í draum­ heimum sögð hvetja okkur til að halda áfram með lífið og hætta að dvelja í fortíðinni. Þau eru líka sögð gefa til kynna breytingar eða framfarir í lífi dreym andans. Þá eru eiginleikar gúmmísins sagðir standa fyrir mikilvægi þess að velta fyrir sér hversu fljót við erum að jafna okkur, eða „bounce back“, á aðstæðum. Sprungið dekk er táknrænt fyrir tilfinn­ ingar dreymandans sem upplifir kannski ráðaleysi, viðkom andi sé misskilinn, glími við óöryggi eða þjáist af einbeitingarskorti. Þá er talið jákvætt að dreyma að skipta um dekk en það geti táknað nýjan farveg í lífinu. Draumur um dekk 8 kynningarblað 20. apríl 2021 ÞRIÐJUDAGURSUMARDEKK Sumardekk hafa ýmsa kosti umfram heils- ársdekk. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM Heilsársdekk virka vel í hlýju veðri og því vel hægt að nota þau í stað þess að skipta um dekk milli árstíða. Heilsársdekk geta þó haft minna grip en sumardekk og það getur haft áhrif á stýrisgetu, hemlun og viðnám í beygjum. Þar sem heilsársdekk hafa eiginleika bæði sumar­ og vetrardekkja, eru nokkurs konar málamiðlun milli sumar­ og vetrardekkja, fórna þau í leiðinni öðrum eigin­ leikum eins og að ráða við akstur í miklum snjóþyngslum. Þar sem snjóþyngsli eru mikil á veturna er því betra að nota sérstök vetrar­ dekk og skipta yfir í sumardekk á sumrin. Á Íslandi þarf mynstur­ dýpt hjólbarða á veturna að vera 3 millimetrar hið minnsta. Það er á tímabilinu 1. nóvember til 14. apríl. En frá 15. apríl til 31. október þarf dýptin að vera að lágmarki 1,6 millimetrar. Heilsárs- eða sumardekk

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.