Fréttablaðið - 20.04.2021, Síða 38

Fréttablaðið - 20.04.2021, Síða 38
Dýrslegur kraftur“ eða „Raw Power“? Hvorugt heitið nær fyllilega utan um sýninguna sem nú stendur yfir á ann- arri hæð Listasafns Reykjavíkur; strangt til tekið hafa þau heldur ekki sömu merkingu. Í verki eftir Jóhann L. Torfason á sýningunni kemur hins vegar fyrir frasi sem er að vísu ekki eins grípandi en lýsir öllu betur því sem fjallað er um, nefnilega „mótsagnakenndar aðstæður samtímans“. Og hver er ókrýndur meistari mótsagnanna í myndlistinni, og ekki einasta á Íslandi, annar en Guðmundur Guð- mundsson, Erró? Enda eru verk Errós notuð hér sem eins konar útgangspunktur og mælistika á þær hugmyndir sem valinn hópur yngri myndlistarmanna íslenskra veltir upp, fremur en sem hefðbundnir „áhrifavaldar“. Við það gengur Erró í endurnýjun lífdaganna sem mynd- listarmaður, gerist aftur samtíma- maður okkar. Eins og allir mark- tækir listamenn eru, ef grannt er skoðað. Þessi sýning markar nokkur þáttaskil í umgengni okkar við verk Errós. Til þessa hafa Errósýningar Listasafns Reykjavíkur nánast ein- göngu snúist um tímabil eða áhersl- ur í verkum listamannsins sjálfs; önnur viðhorf til þessara verka hafa ekki átt upp á pallborðið hjá þeim sem stýrt hafa sýningum þar á bæ. Hér gengur sýningarstjórinn, Birgir Snæbjörn Birgisson, út frá dystóp- ískri veraldarsýn Errós í vali sínu á verkum yngri listamanna: ringul- reiðinni, rótleysinu, neysluæðinu, viðvarandi mannfyrirlitningunni og ofstækinu í nútímanum, sem steypt er saman í allsherjar usla í myndlist hans. Og gleymir að sjálf- sögðu ekki frásagnargleði lista- mannsins, kaldhæðni, uppáfinn- ingasemi og gráglettni. Fáránleiki hvunndagsins Nú er Erró að sjálfsögðu markaður af öðrum samtíma en þeim sem við stöndum frammi fyrir, sjötta áratugnum þegar heimsstyrjöld var ekki fyrr lokið er aðrar styrj- aldir blossuðu upp um heim allan; í Kóreu, Indókína, Alsír og loks Víet- nam. Manneskjan virtist ekkert hafa vitkast, vetnissprengjan var sínálæg, velmegun og ójöfnuður meiri en nokkru sinni á öldinni, kynþáttahatur landlægt í mörgum löndum og upplýsinga- og miðlun mynda og hugmynda við upphaf gagngerra breytinga á skynjuninni og tilverunni. Því er engin furða þótt viðbrögð íslensks heims- manns úti í París við því sem hann sér og nemur séu yfirgripsmeiri og hatrammari en þau sem blasa við í verkum ungra listamanna hér uppi á Íslandi á því herrans ári 2021. Vissulega er enginn skortur á frá- sagnargleði í verkum hinna yngri, gálgahúmorinn er sömuleiðis til staðar, einnig ómæld kaldhæðni og meðvitund um fáránleikann í daglegu lífi. Mér verður t.d. litið til verka Jóhanns L. Torfasonar, Baldurs Helgasonar, Gabríelu Friðriksdóttur og Þórdísar Aðal- steinsdóttur. En sjónarhorn flestra þeirra er óneitanlega þrengra og afmarkaðra en það sem við sjáum í verkum Errós, snertir skaðvænleg áhrif samtímans á vitund einstakl- ingsins fremur en andrúmsloftið í samfélaginu eða heiminum. Helst er það að áhorfandinn skynji í þessum verkum nokkurn ugg yfir „tæringu“ hins mennska og einkalega, óttann við að við séum bráðum ófær um að upplifa þetta tvennt og skilgreina fyrir klisjum, bábiljum, ranghug- myndum og alls konar áreiti í þjóðfélagi samfélagsmiðla og stór- kapítal ista. Sjónarhóll hins sítengda Í þessari meintu aðför að einstakl- ingsvitundinni glatast ýmislegt eða brenglast, veruleiki og hugarburður renna saman í einn graut, nútíð og fortíð tapa merkingu sinni og allt sem heitir gildismat fer úr skorð- um. Frá sjónarhóli hins sítengda og aðþrengda einstaklings lítur til- veran vísast út eins og málverk eftir Kristin Má Pálmason, uppfull með samhengislaust samsafn alls þess sem hann getur hugsað sér en fær með engu móti skilið. Þetta framtak Birgis Snæbjörns í Hafnarhúsinu er bæði tímabært og virðingarvert. Og hefði verðskuldað viðlíka stuðning Listasafns Reykja- víkur og margar stórsýningar safnsins að Kjarvalsstöðum, t.d. skrá með greinagóðri hugleiðingu um efni sem brýnt er að fjalla um. Ég segi ekki að val á sýndum verk- um, Errós og annarra, sé fullkomið. Ugglaust hefði verið hægt að stilla þau betur saman. Ekki hafa allir sýnendur heldur til að bera þann „dýrslega kraft“ sem sýningar- stjórinn kallar eftir í meðfylgjandi tvíblöðungi. Til að mynda eru verk Söru Riel tæpast nógu veiga- mikil fyrir þennan félagsskap, og prjónaverk Ýrar Jóhannsdóttur er dáldið einmana innan um öll olíu- málverkin Óverðskuldað er Úlfur Karlsson, einn af kröftugustu túlk- endum uslans í samtímanum (og mikill aðdáandi Errós), síðan fjarri góðu gamni. Aðalsteinn Ingólfsson Vettvangur mótsagnanna Aðalsteinn Ingólfsson skrifar um Dýrslegan kraft, samsýn- ingu Errós og fimmtán annarra listamanna, í Hafnarhúsinu. Blonde in Pink Fuzzy Sweater eftir Baldur Helgason, 2020. MYND/AÐSEND „Þetta framtak Birgis Snæbjörns í Hafnarhúsinu er bæði tímabært og virðingarvert.“ FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Jazzhátíð Garðabæjar verður haldin í fimmtánda sinn dagana 22.-25. apríl. Hátíðin er haldin á vegum menningar- og safna- nefndar Garðabæjar en listrænn stjórnandi hefur frá upphafi verið Sigurður Flosason. Eins og áður skartar hátíðin fjölbreyttu úrvali íslenskra djasstónlistarmanna af ýmsum kynslóðum og boðið verður upp á ólík stílbrigði djass- tónlistar. Fernir streymistónleikar verða haldnir í sal Tónlistarskólans í Garðabæ án áheyrenda á staðnum. Streymistónleikar verða sumar- daginn fyrsta, 22. apríl, kl. 20.00, undir heitinu Sálgæslan og gestir. Þar mætast blús, djass og soul í lögum og textum Sigurðar Flosa- sonar sem komu út á plötunni Blá- sýru fyrir síðustu jól. Einvalalið söngvara og hljóðfæraleikara flytur. Föstudaginn 23. apríl kl. 20.00 kemur kvintett Jóels Pálssonar fram og fagnar afmæli plötunnar Horn en hún kom út fyrir tíu árum, fékk einróma lof gagnrýnenda og hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem plata ársins í djassflokki. Tón- listin sem flutt er af einvalaliði tón- listarmanna er eftir Jóel sem var tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fyrir verkið. Laugardaginn 24. apríl kl. 20.00 kemur ADHD flokkurinn fram en hann hefur átt frábæru gengi að fagna undanfarin ár og er að gefa út sína áttundu plötu; ADHD 8. Sunnudaginn 25. apríl kl. 20.00 kemur Sigmar Matthíasson fram með félögum. Í þessum mánuði kemur út ný hljómplata Sigmars sem er undir miklum áhrifum frá austrænni heimstónlist sem bland- ast við nútímalegan djass. Jazzhátíð Garðabæjar á netinu Sigurður Flosason er listrænn stjórnandi hátíðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ÞESSI SÝNING MARK- AR NOKKUR ÞÁTTA- SKIL Í UMGENGNI OKKAR VIÐ VERK ERRÓS. Sumarsýning Grósku verður opnuð í Gróskusalnum við Garðatorg 1 á sumardaginn fyrsta. Þetta er salonsýning með 37 sýnendum og um 130 listaverkum: málverkum, vatnslitamyndum, glerlist, skúlptúrum úr ýmsum efnum og f leiru. Eins og tíðkast á slíkum sýningum eru myndir hengdar upp þétt saman frá gólfi og upp undir loft. Sýningarstjórn er í höndum Birgis Rafns Friðrikssonar myndlistarmanns. Auk salonsýningarinnar verður við þetta tilefni opinberað stórt sameiginlegt veisluverk allra sýn- enda þar sem hver hefur lagt til eina litla mynd. Þemað er „veisla“ og verkið felur í sér gjörning þar sem Gróska býður öllum til veislu. Sköpun verksins hófst upp úr 10 ára afmæli Grósku 1. mars 2020 og átti upphaf lega að sýna það í fyrra. Höfundur að uppsetningu veisluverksins er Laufey Jensdóttir myndlistarmaður sem einnig er hugmyndasmiðurinn að Grósku. Veislugestum verður hleypt inn í litlum hópum meðan sýning stend- ur yfir dagana 22.-25. apríl og helg- ina 1.-2. maí kl. 14-18. Í tengslum við sýninguna er einnig í vinnslu myndband með spjalli við lista- mennina og verður það birt á netinu síðar. Rebekka Jenný Reynisdóttir, myndlistarmaður og skáld, stjórnar þessum hluta verkefnisins. Salonsýning með sprengikrafti Verk eftir Guðrúnu Hreinsdóttur. Á tónleik u m vord ag sk r á r Jazzklúbbsins Múlans, mið-vikudaginn 21. apríl í Flóa í Hörpu, fagna saxófónleikarinn Jóel Pálsson og hljómsveit tíu ára útgáfuafmæli plötunnar Horn. Ásamt Jóel koma fram trompet- leikarinn Ari Bragi Kárason, hljóm- borðsleikararnir Eyþór Gunnarsson og Tómas Jónsson og trommuleik- arinn Einar Scheving. Tónleikar Múlans hefjast klukk- an 20.00 en tónleikarnir fara fram í Flóa, á fyrstu hæð Hörpu og er miðaverð kr. 3.500 en 2.000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is og tix.is. Múlinn er að hefja sitt 24. starfsár en hann er samstarfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árna- syni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Jóel á tónleikum Jóel Pálsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 2 0 . A P R Í L 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R18 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.