Börn og menning - 2019, Blaðsíða 13

Börn og menning - 2019, Blaðsíða 13
13Lestrarhvetjandi verkefni í Hagaskóla hafa foreldrar verið hvattir til að lesa með börnum sínum, ræða bækurnar við börn sín og gera lestur að sérstakri næðisstund á heimilinu. Til enn frekari hvatningar var farið af stað með að- ventulestur eitt árið þar sem nemendur voru hvattir til þess að lesa sem mest í desember og skrá síðan lesturinn í gegnum vef skólans. Ætlunin var að fara af stað með slíkt verkefni í desember en sú hugmynd varð ofan á að fresta lestrinum fram í janúar og kalla hann skammdegislestur því að þá væri fólk komið með jólabækurnar og í janúar er ekki heldur eins stíf dagskrá hjá fólki og í desember. Við slíkar næðis- stundir eru nemendur og foreldrar hvattir til þess að nýta sér hljóðbækur og aðra tækni við lesturinn ef það hentar betur þannig að allir geti verið með. Næstu verkefni Ýmsar lestrarhvetjandi hugmyndir eru í farvatninu og er ein þeirra að bókaráð standi fyrir bókmennta- hátíð í hverfinu í samvinnu við aðra skóla og stofnan- ir í Vesturbænum. Önnur er að setja á stofn leshringi þar sem foreldrar og nemendur hittast á bókasafni skólans utan skólatíma til þess að lesa saman bækur og ræða þær. Ein hugmynd er að efna til smásagna- eða ljóðasamkeppni innan skólans og einnig hefur verið rætt um lestrarmaraþon þar sem nemendur í 10. bekk safni áheitum til þess að fjármagna vorferð sína o.fl. Hvað sem þessum hugmyndum líður er hægt að fullyrða að sú mikla áhersla sem lögð hefur verið á lestur í Hagaskóla hafi skilað mörgum nem- endum góðum árangri og hvatt þá til lestrar sér til yndis og ánægju. Þrátt fyrir góðan árangur má þó hvergi slaka á þegar verkefnið er jafn mikilvægt og að hvetja börn og ungmenni til lestrar. Höfundur er íslensku- og sérkennari í Hagaskóla. Málþingið var afar vel sótt.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.