Börn og menning - 2019, Blaðsíða 19

Börn og menning - 2019, Blaðsíða 19
Af hverju? Vangaveltur um vísindi, börn og vísindabækur Líf Magneudóttir Síðastliðna áratugi hefur orðið mikil breyting í útgáfu vísinda- bóka á Íslandi fyrir ungt fólk. Það á ekki aðeins við um efn- istök og viðfangsefni sem vissu- lega úreldast með nýrri þekk- ingu og framförum heldur líka framsetningu þeirra og nálgun við unga fólkið sem býr við örar samfélagsbreytingar. Þegar ég ber saman þær vísindabækur sem ég ólst upp við og bækurnar sem standa börnunum mínum til boða fyllist ég dálítilli öfund. Auðvitað hafði ég ekki þennan samanburð þegar ég var krakki en þrátt fyrir það var úrvalið af vísinda- bókum ekki sérlega fjölbreytt eða ríkulegt. Áhuginn var þó til staðar og ég las bækur eins og Svona erum við eftir Joe Kaufmann sem ég held að flestir á mínum aldri (fæddir á áttunda áratug síðustu aldar) þekki vel og hafi verið til á hverju heimili. Joe Kaufmann skrifaði líka bækurnar Svona er heimurinn, Svona eru dýrin og Svona er tæknin og ég sökkti mér ofan í þær allar enda voru þær skemmtilega fram settar, textinn ekkert of flókinn og myndirnar sniðugar. Þegar ég fermdist fékk ég Heimurinn okkar – vísindi og mannlíf nútímans, sem kom út árið 1983 í íslenskri þýðingu. Þetta var fimm binda safn um ýmislegt, tækninýjungar, jarðfræði, listir og menningu, íþróttir og samgöngur (sem er nokkuð hressileg samsetning) og þótt bækurnar hafi verið ríku- lega myndskreyttar voru þær samt meira eins og kennsluefni. Ég sýndi þeim því lítinn áhuga þó að mér þætti innihaldið áhugavert því ég hef ávallt verið forvitin um heiminn, náttúruna og tilurð og tilvist mannsins, eins og svo margir krakkar. Ég held þó að þar með séu þær upptaldar, vísindabækurnar sem voru í bókahillunum mínum, fyrir utan gamlar kennslubækur sem mamma átti, til dæmis um forsöguleg dýr, og eru líklega týndar og tröllum gefnar fyrir löngu. Og það er kannski ágætt því að þessi grein á ekki að fjalla um vísinda- og fræðibækur æsku minnar og fortíðar heldur ætlaði ég að fjalla um fáeinar af vísindabókum Vísinda- Villa og Sævars Helga sem hafa komið út undanfarin ár. Á mínu heimili búa fjögur börn á aldrinum 6 til 18 ára og þau eiga ógrynnin öll af bókum, þar á meðal hvers kyns vísinda- og fræðibækur, bæði þýddar og eftir íslenska höfunda. Bækur eftir Vísinda-Villa og Sævar Helga eru í meirihluta af þeim bókakosti enda hafa þeir verið afkastamiklir undanfarin ár. Vísindabækur Villa Vilhelm Anton Jónsson, sem fullorðið fólk þekkir bet- ur sem sem Villa naglbít en unga fólkið sem Vísinda- Þegar ég ber saman þær vísindabækur sem ég ólst upp við og bækurnar sem standa börnunum mínum til boða fyllist ég dálítilli öfund.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.