Börn og menning - 2019, Blaðsíða 28

Börn og menning - 2019, Blaðsíða 28
Börn og menning28 intýraheima goðsagna og tímaflakks. Bækurnar tala beint til barnanna og hafa náð afskaplega vel til síns markhóps, svo vel að Ævar er farinn að skrifa léttlestr- arbækur til að yngri börn og börn í lestrarerfiðleikum fái notið þessa fyrirbrigðis sem hefur dugað svo vel til að brúa bilið milli snjalltækja og lestrar. Börnin eru við stjórnvölinn, eyðurnar sem lesandinn þarf að fylla upp í við lestur venjulegra bóka eru gerðar að gagnvirkum spurningum en barnið er samt í einkaheimi lesandans – í sinni eigin upplifun. Þegar þessi aðferðafræði er tekin og beinþýdd fyr- ir leikhús er freistandi að álíta að þetta sé einfaldlega snilldarleið til að lokka börn í leikhús og kenna þeim á undraheim leikhússins, á sama hátt og bækurnar. Þar kemur hins vegar að hinum stóra muni á eintölu og fleirtölu. Þú eða þið – einstaklingur eða samfélag. Lýðræði sýningarinnar þýðir að Þitt eigið leikrit er rang- nefni. Það ætti eiginlega að heita Ykkar eigið leikrit þar sem upplifunin er sameiginleg þeim hópi sem sér sýn- inguna saman – ákvörðunin er hópsins en ekki einstak- lingsins, og þar með verður lexían nær því að vera um samfélag og lýðræði og hvað það þýðir þegar meirihlut- inn ræður, en brú á milli snjalltækja og leikhúss. Sýningin var að mörgu leyti góð og skemmtileg, leik- ararnir, höfundurinn, leikstjórinn og allir aðstandendur gerðu sitt besta og gerðu það vel. Ég vona að það verði framhald á því samtali sem hér hefur verið hafið milli leikhúss og barna – að gagnvirknin haldi áfram að þró- ast fyrir þann ágæta miðil sem leikhúsið er eins og hún hefur alla möguleika til þess að gera. Ævar „vísindamað- ur“ er góður maður á góðum stað og hefur tilfinningu fyrir hvernig börn upplifa menningu í þessum nýja staf- ræna heimi. Þá þekkingu er bráðnauðsynlegt að nýta í þágu barnamenningar. Höfundur er íslensku- og bókmenntafræðingur.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.