Fréttabréf Ættfræðifélagsins - nóv. 2020, Blaðsíða 6
6http://www.ætt.is
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2020
aett@aett.is
kennslunnar. Þarna var Bjarni við kennslu í þrjú ár,
eða þar til hann fór aftur til Reykjavíkur til að fara
í Prestaskólann. Það sama ár, 1891, fór Kristín með
börnin til Reykjavíkur, en komið var að skólagöngu
hjá börnum hennar. Í Reykjavík sameinuðust syst-
kinin Benedikt, Árni, Jón og Valborg og virðist hafa
verið þó nokkur samgangur á milli þeirra, en til eru
margar ljósmyndir af þeim saman frá þessum tíma.
Öll fengu börnin að ganga menntaveginn. Bræðurnir
þrír, Benedikt Gröndal, Árni og Jón fóru í Lærða
skólann, en Valborg Elísabet, sem þá var aðeins tólf
ára gömul, fór í Kvennaskólann. Benedikt varð vel
liðinn og þekktur sem kennari og skrifari bæjarfóg-
eta í Reykjavík. Árni gerðist menntaskólakennari á
Akureyri og Jón varð prestur, fyrst á Suðurnesjum og
því næst á Stað á Reykjanesi í A-Barðastrandarsýslu,
þar sem hann þjónaði lengst.
Bjarni Símonarson lauk Candid námi sínu árið
1893, en fékk sér þá vinnu í Reykjavík, vafalaust
til þess að vera nálægt Kristínu á meðan börn henn-
ar voru enn við nám. Þau Bjarni og Kristín giftu sig
12. ágúst 1897, en í janúar það ár fékk Bjarni veit-
ingu fyrir brauðinu á Brjánslæk á Barðaströnd og 11.
maí 1897 vígðist hann þangað. Brúðkaupsárið þeirra
var Bjarni þrítugur en Kristín 47 ára gömul. Þessi
mikli aldursmunur kom ekki í veg fyrir að þau hjón
ættu afar gott hjónaband og var heimili þeirra alla tíð
orðlagt fyrir gestrisni og góðvild.
Á Brjánslæk
Nú var Kristín flutt langt frá heimahögum og tekin
við bústjórninni á stóru prestsheimili á ný. Árið 1901
voru samkvæmt manntali um tuttugu manns skráðir
til heimilis á Brjánslæk. Þar voru tvö barna Kristínar,
þau Árni og Valborg Elísabet, móðir Kristínar,
Ragnheiður Jónsdóttir, 77 ára að aldri, móðir Bjarna,
Sigríður Davíðsdóttir, 56 ára að aldri, þrjú systkin
húsbóndans Bjarna, þau Magnús, sjö ára, Herdís, ell-
efu ára og Ingigerður, 25 ára. Auk þess voru á bæn-
um vinnukonur og vinnumenn, leigjendur og fólk á
meðgjöf.
Einnig bjó hjá þeim nákominn ættingi húsfreyju,
Sigurður Pálsson, sem seinna átti eftir að verða eigin-
maður Valborgar, dóttur Kristínar. Þannig virðist það
hafa verið góð leið til kynningar milli hjónaefna ef
ungt fólk fór á milli bæja og fékk að vera um tíma
inni á heimilum hjá ættingjum eða vandalausum,
samanber Bjarna Símonarson, sem þannig kynntist
Kristínu konu sinni þegar hann vann sem kennari í
Innra-Fagradal, og Sigurð Pálsson, sem á sama hátt
kynntist Valborgu konu sinni á Brjánslæk.
Þegar hjónin Kristín og Bjarni fluttu að Brjánslæk
árið 1897 var þar afar bágur húsakostur. Staðarhúsin
voru öll úr torfi og grjóti, fyrir utan kirkjuna sem var
úr timbri, en hún var bæði lítil og léleg. Flest voru
húsin í mjög slöku standi og það var því eitt af fyrstu
verkum Bjarna og Kristínar að bæta úr þessu eftir
því sem efni leyfðu. Árið 1908 létu þau reisa litla, en
mjög fallega, járnvarða timburkirkju eftir teikningum
Rögnvaldar Ólafssonar húsameistara. Séra Bjarni var
sjálfur laghentur, lagði sitt af mörkum við smíðarnar
á nýju kirkjunni og skreytti stólinn gylltu letri með til-
vísunum í ritninguna.
Þegar kirkjubyggingunni var lokið hófust þau
handa við að reisa sér íbúðarhús, og árið 1912 reis
á Brjánslæk fyrsta steinhúsið í sveitinni, tvílyft hús
með háum kjallara. Bjarni og Kristín gengust einnig
í að láta laga kirkjugarðinn, en mikilla þrengsla gætti
orðið í honum. Létu þau stækka garðinn og hlaða
fall egan torfvegg um hann á þrjá vegu. Með þessum
umbótum var kirkjugarðurinn lengi talinn með feg-
urstu görðum á landinu.
Bjarni varð fljótt vinsæll prestur og mikið til
hans leitað. Kristín hélt úti stóru heimili og varð
Brjánslækur vinsæll viðkomustaður fólks á ferðalög-
um, ekki síst þeirra sem voru að ferðast á milli
Vestfjarða og Suðurlands.
Elliheimili
Kristín hefur eftir myndum að dæma verið lagleg og
ýmislegt kunni hún fyrir sér í handiðn og hússtjórn.
Þá má gera ráð fyrir því að hún hafi verið góðhjört-
uð, því eitthvað gott hefur það verið sem dró þau
Bjarna saman. Hún var jafnframt hávaxin og grönn,
því skautbúningurinn sem hún saumaði sér, þegar hún
sat í festum, ber vitni um það. Um Bjarna hefur ver-
ið sagt að hann hafi ekkert aumt mátt sjá, öllum vilj-
að vel og aldrei farið í manngreinarálit. Kristín virðist
hafa verið röggsöm kona og mikil húsmóðir og eftir
lýsingum að dæma var hún góður gestgjafi og þótti
gaman að taka á móti gestum. Hún taldi ekki eftir sér
að hafa inni á heimilinu fullorðið fólk sem þurfti að-
hlynningar við, en bæði móðir hennar og tengdamóð-
ir eyddu síðustu æviárunum í skjóli Kristínar.
Systkinin Árni, Jón, Benedikt og Valborg Elísabet
Þorvaldsbörn.