Fréttabréf Ættfræðifélagsins - nov 2020, Qupperneq 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - nov 2020, Qupperneq 7
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2020 http://www.ætt.is aett@aett.is7 Í grein sem birtist í Lögréttu þann 27. ágúst 1930 segir um heimili Bjarna og Kristínar: „Það má næstum svo að orði kveða að Brjánslækur hafi, í tíð þessara hjóna, verið elliheimili sveitarinn- ar. Í fyrra voru 5 gamalmenni á Brjánslæk, en þetta ár 3. Tvær konur önduðust í fyrra. Allir, sem bágstaddir voru áttu athvarf hjá sjera Bjarna, hverrar stöðu eða stjettar sem voru, og jafnt ungir sem gamlir.“ Fóstursonurinn Bjarni og Kristín eignuðust ekki börn, enda Kristín orðin 47 ára þegar þau gengu í hjónaband. Valborg Elísabet, dóttir Kristínar, giftist Sigurði Pálssyni, sem fyrr er nefndur, í maí 1902 og fóru þau að búa að Auðshaugi á Barðaströnd. Þau eignuðust soninn Gunnlaug Þorvald árið 1903 og svo Bjarna árið 1904. Vegna veikinda Valborgar Elísabetar var yngri sonur- inn sendur í fóstur til Kristínar og Bjarna, þar sem hann ólst upp. Hjá þeim fékk hann einnig sína grunn- menntun, því Bjarni fósturfaðir hans sá um að kenna honum, enda vel menntaður og hafði verið farkennari þegar þau Kristín kynntust í Innra-Fagradal. Þorvaldur, eldri bróðir hans, fékk þá einnig að koma að Brjánslæk frá Auðshaugi og stunda nám með bróður sínum, hjá ömmu sinni og fósturafa. Eftir bréfaskriftum Kristínar að dæma hefur Bjarna þótt varið í að fá Valda bróður sinn til sín, þeir voru nálægt hvor öðrum í aldri og virðast hafa verið nán- ir og góðir bræður. Þegar Bjarni óx upp fór hann til náms á Akureyri, en þar var Árni móðurbróðir hans menntaskólakennari, og hefur vafalaust hýst piltinn. Eftir menntaskólanámið fór Bjarni í Háskólann og lauk þar prófi árið 1931, ári eftir að fósturfaðir hans lést. Fór hann út til Þýskalands til frekara náms, en kom loks heim eftir stríðið 1945 og fór þá til starfa, fyrst sem héraðslæknir í Búðardal og síðar við sjúkra- húsið á Ísafirði. Þá varð hann loks sjúkrahúslækn- ir í Keflavík. Kristín kallaði þennan fósturson sinn Badda og er greinilegt á bréfaskrifum, þar sem hún nefnir hann, að hann er henni afar kær. Bréfin Einnig er áhugavert að lesa bréf Kristínar, sem flest eru til Sigurlaugar frænku hennar í Hvammi í Norðurárdal, dóttur Vigdísar fóstursystur hennar. Bréfaskriftir voru mikils virði á þessum tíma til að halda uppi tenglsum milli fólks, þegar miklar vegalengdir voru á milli, og jafnvel gátu liðið ár án þess að fólk sæist. Gluggum hér í eitt bréfa Kristínar til Sigurlaugar: „Brjánslæk 23.jan. 1917 Elskulega frænka mín. Hjartanlega þakka jeg þjer þitt góða og skemmtilega brjef. Jeg óska af hjarta að þetta nýbyrjaða ár verði þjer gott og gleðilegt. Þetta er nú fyrsta brjefið sem jeg skrifa þjer elsku frænka mín, og verður það nú því ver mjög ómerkilegt. Hjer ber fátt til tíðinda, svo ert þú líka hjer svo ókunnug. Á föstudag fyrir jól, þá giptu sig hjer Finnbogi í Moshlíð og Margrjet Gestsdóttir. Veislan var hjer og voru 10 manns aðkomandi og allt heimilisfólkið hjerna, það vakti alla nóttina og skemmti sjer með ýmsum leikjum. Nokkru áður giptust Árni Jónsson í Sauðeyjum og Jónína Jónsdóttir sem hjá mér var vinnukona í fyrra, mjer var boðið í þá veislu, og hafði ég skemmtun af að vera í henni. Jeg þekkti líka móður Árna, hún var okkur mömmu þinni samtíða í Akureyjum. Við hjónin og Baddi litli vorum þá stödd á Auðshaugi og Sauðeyingar sóttu okkur þangað. Okkur líður vel, allir frískir, kvef hefur verið að ganga hjer stöku sinnum í vetur en fólk hefur ekki leg- ið í því hjer, en á Auðshaugi hafa öll börnin fengið slæmt kvef, og legið í því og Valdi litli lá í 3 vikur í einu og svo aptur seinna, en nú er því öllu batnað, og Valdi litli er kominn hingað fyrir 2 dögum, hann verð- ur hjer í vetur að læra. Baddi bróðir hans var heldur feginn þegar hann kom, nú leika þeir sjer saman þeg- ar þeir eiga frí, og svo þykir þeim skemmtilegra að læra þegar þeir eru tveir. Hjer er líka stúlka að kenna sem heitir Össurlína hún kennir ensku og dönsku, hún hefur verið 6 ár í Ameríku og kann frá mörgu að segja þaðan en jeg held að hana langi þangað aptur. Elsku frænka mín fyrirgefðu þetta risp og brendu það, jeg legg innaní það 10 kr sem þú átt að kaupa þjer slifsi eða eitthvað fyrir. Jeg bið þig fyrirgefa hvað það er lítið. Maðurinn minn biður kærlega að heilsa þjer og Baddi og Valdi. Jeg kveð þig sem best og óska þjer alls góðs Þín elskandi frænka Kristín Jónsdóttir“ Bjarni Símonarson prestur á Brjánslæk, seinni mað- ur Kristínar Jónsdóttur, þau bjuggu á Brjánslæk á Barðaströnd frá 1897 til 1930, er Bjarni lést. Bjarni var mjög vinsæll prestur og þótti ljúfur en ákveðinn og gott til hans að leita.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.