Fréttabréf Ættfræðifélagsins - nov 2020, Qupperneq 9

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - nov 2020, Qupperneq 9
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2020 http://www.ætt.is aett@aett.is9 Frá Þorsteini Þorsteinssyni í Úthlíð Móðir mín, Guðrún Vigfúsdóttir, sem fædd var 15. 10. 1861 í Syðra-Langholti, d. 27. 3. 1953, var samtíða afa sínum Þorsteini Þorsteinssyni, f. 5. 3. 1797, d. 20. 8. 1875, í Víðinesi, 1870, en þangað fluttu foreldrar hennar á fardögum það ár. Þau voru Vigfús Guðmundsson smiður, f. 1823 d. 1875, og Auðbjörg Þorsteinsdóttir, f. 11. 11. 1829 í Vatnsdal, d. 20. 1. 1924 í Vatnsdal í Geysisbyggð. Þau bjuggu í gamla bænum, en Þorsteinn bjó í tvílyftu timburhúsi með seinni konu sinni, Sesselju Árnadóttur. Hann var þá nýbúinn að kaupa Víðinesið, þar sem hann bjó þangað til hann flutti til Reykjavíkur og keypti Stöðlakotið, þar sem hann bjó til æviloka. Móðir mín lýsir afa sínum svo: Hann var hár, beinvax- inn, fríður sýnum og höfðinglegur í framgöngu. Sesselju, seinni konu hans, lýsir hún svo: hún var há og þrekin, fremur lagleg og sópaði að henni, hún var lítið heima í Víðinesi þann tíma sem þau Þorsteinn bjuggu þar. Ætterni Þorsteins Faðir Þorsteins var Þorsteinn bóndi á Hvoli í Mýrdal, Þorsteinssonar frá Kerlingardal, Steingrímssonar bónda á Þverá í Skagafirði, Jónssonar lögréttu- manns á Flugumýri í Skagafirði. Bróðir Þorsteins í Kerlingardal var Jón Steingrímsson prófastur á Kirkjubæjarklaustri. Systir þeirra var Helga, kona Jóns prófasts í Þykkvabæjarklaustri, og þeirra sonur var Steingrímur, d. 1845, prestur í Odda og biskup. Móðir Þorsteins í Úthlíð, kona Þorsteins bónda á Hvoli, var Þórunn Þorsteinsdóttir eldri, frá Vatnsskarðshólum í Mýrdal. Í manntalinu 1801 búa á Hvoli Þorsteinn Þorsteinsson bóndi, 42 ára, kona hans var Þórunn Þorsteinsdóttir 30 ára, börn þeirra, Eyjólfur 7 ára, Þorsteinn 5 ára, Þuríður á fyrsta ári og sonur Þórunnar áður en hún giftist, Þorsteinn Ketilsson 11 ára. Móðir Þórunnar var Karitas Jónsdóttir klaustur haldara í Reynihlíð Vigfússonar og Þórunnar Hannesdóttur Scheving. Þorsteinn Þorsteinsson fór 14 ára að Odda til Steingríms Jónssonar prófasts og síðar biskups. Þorsteinn fer utan Þorsteinn mun hafa verið rúmlega tvítugur þegar hann fór til Danmerkur og lærði þar garðyrkju hjá manni að nafni Jonas Collin, f. 6. 1. 1776, d. 28. 8. 1861, var hann þar í þrjú ár. Collin var danskur lögfræðingur og mektarmaður. Hann var traustur verndari og fjár- hagslegur stuðningsmaður Hans Christian Andersen. Hann var í stjórn sjúkrahúss í Kaupmannahöfn, framkvæmdastjóri Kurantbankans og einn stofn- enda sparisjóðs fyrir Kaupmannahöfn og nágrenni og brautryðjandi um stofnun almenningsbókasafns í Kaupmannahöfn. Þorsteinn lærði að synda þar ytra og var hann all- góður sundmaður. Á meðan Þorsteinn var úti bar svo við eitt sinn er hann var úti á gangi, að hann heyrði kallað á hjálp, heyrðist honum hljóðið koma frá stórum skurði, skammt frá. Gekk hann að skurð- inum og meðfram honum og sér einhvern berjast um í skurðinum sem var bæði djúpur og breiður og full- ur af vatni. Þorsteinn brá skjótt við og kastaði sér út í skurðinn og bjargaði stúlku sem hafði fallið í hann. Það mátti ekki tæpara standa að hún hefði drukknað. Þegar hún var komin upp úr skurðinum, og var að jafna sig, fékk hann að vita að þetta var Gyðingastúlka, sem hann hafði bjargað. Stúlkan var mjög þakklát líf- gjafa sínum og mat hann mikils. Þegar Þorsteinn kom heim sagði hann Collin frá þessu, sem ráðlagði hon- um að tala sem minnst um þetta, svo að það kæm- ist ekki í hámæli. Um þessar mundir voru Gyðingar í litlu áliti og jafnvel ofsóttir. Þorsteinn sagði svo frá að hann hefði fengið vel launaða björgunina á stúlk- unni. Lítið er vitað um ferðir Þorsteins og dvöl hans í Danmörku annað en þetta. Það er ekki vitað um ferð hans út en sennilegast að hann hafi farið með dönsku verslunarskipi frá Eyrarbakka frekar en Reykjavík. Kristinn Kristjánsson vann þessa grein upp úr samantekt sem Vigfús Kristjánsson, lang- afabarn Þorsteins ritaði. Vigfús var fæddur 6. febrúar 1899 á Hafnarnesi, dáinn 1. júlí 1978. Steinunn kona Þorsteins var frá Drangshlíð undir Eyjafjöllum, dóttir Jóns ríka Björnssonar bónda þar. Þótti hún öllum kvenlegum kostum búin.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.