Fréttabréf Ættfræðifélagsins - nov. 2020, Side 10

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - nov. 2020, Side 10
10http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2020 aett@aett.is Þorsteinn fær Steinunnar Nokkru eftir að Þorsteinn kom heim frá Danmörku, vildi hann fara að eiga með sig sjálfur og stofna sitt eigið heimili. Í Drangshlíð undir Eyjafjöllum, var um þessar mundir ein sú álitlegasta stúlka þar í sveit, var hún öllum kvenlegum kostum búin, sem eina stúlku má prýða. Þessi stúlka var Steinunn Jónsdóttir, hins ríka, Björnssonar í Drangshlíð, og var það móður- nafnið hans og í miklu eftirlæti. Jón hefur víst ekki ætlað að gefa hana neinu smámenni. Hér var því í mikið ráðist hjá Þorsteini. Þó að hann væri myndarlegur og stórættaður, var hann fátækur. Steingrímur Jónsson prófastur fór með frænda sín- um, Þorsteini, að Drangshlíð og studdi mál hans við Jón Björnsson. Gekk allt að óskum. Þau Steinunn Jónsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson giftust og byrj- uðu búskap í Vatnsdal í Fljótshlíð. Þeim búnaðist vel og urðu stórefnuð. Börn þeirra öll eru fædd í Vatnsdal. Börnin 1. Þuríður f. 7. 8. 1822, átti Guðmund Magnússon, þau bjuggu í Stekkholti. 2. Steinunn f. 11. 10. 1823 d. 7. 3. 1824. 3. Jón Collin f. 9. 11. 1824, átti Kristínu Árnadóttur, þau bjuggu í Hrauntúni og síðan í Úthlíð. 4. Þórunn f. 15. 2. 1826 d. 29. 8. 1826. 5. Auðbjörg f. 15. 4. 1827 d. 20. 4. 1827. 6. Auðbjörg f. 11. 11. 1828, átti Vigfús Guðmundsson smið, þau áttu 16 börn. Vigfús deyr 1875. Auðbjörg flyst vestur um haf 69 ára og dó þar 96 ára. 7. Þórunn f. 22. 4. 1830, átti Sigurð Eyjólfsson frá Steig. Þau voru bræðrabörn. 8. Erlendur f. 27. 4. 1831, átti Ingveldi Árnadóttur. Þau bjuggu í Leirvogstungu. 9. Guðrún f. 5. 9. 1832, átti Guðmund Ólafsson. Þau voru systrabörn. 10. Þorsteinn f. 22. 9. 1834, átti Guðlaugu Stefáns- dóttur. Þau bjuggu í Breiðumýrarholti við Stokkseyri. 11. Þorvaldur f. 20. 11. 1835 d. 25. 11. 1835. 12. Margrét f. 24. 4. 1838, átti Guðmund Guð- mundsson frá Efstadal. Úthlíðarárin Árið 1841 fluttu þau hjónin, Þorsteinn og Steinunn, að Úthlíð og keyptu Úthlíðartorfuna, ásamt Stekkholti og Hrauntúni. Borgaði Þorsteinn allt út í peningum. Þeim hjónum búnaðist vel í Úthlíð og ekki minnk- aði auðurinn á meðan Steinunnar naut við. Steinunn Jónsdóttir andaðist 17. 7. 1846, aðeins 52 ára, úr barnaveiki. Steinunn hafði verið frábær kona, ástrík móðir og góð hjúum sínum. Þegar Steinunn fæddist var hjá foreldrum hennar stúlka um fermingu, Auðbjörg Sigurðardóttir. Var hún samtíða Steinunni alla tíð og dó hjá henni í Vatnsdal um 1840. Auðbjörg hafði svo mikla ást á Steinunni að hún vildi ekki við hana skilja, og þegar börn Steinunnar fæddust, tók hún ástfóstri við þau. Tvær dætur sínar skírði Steinunn Auðbjargarnafninu. Í Úthlíðarrétt Þorsteinn í Úthlíð var mikill fjármaður og hafði margt fé í Úthlíð eftir að hann fluttist þangað. Það var ein- hverju sinni við vorréttir þegar rúning fór fram í Úthlíðarrétt, að nokkuð af óskilafé slæddist með fé Úthlíðinga. Nokkrir bændur úr nágrenninu voru við réttina. Þá kom það fyrir að Þorsteinn í Úthlíð og fátækur bóndi deildu um illa markað lamb, taldi hvor að hann ætti lambið. Þorsteinn reiddist, hann var bráð- ur. Horfði til stórvandræða á milli þeirra. Eitthvert Steingrímur Jónsson biskup. Þorsteinn Þorsteinsson fór 14 ára að Odda til frænda síns Steingríms Jónssonar prófasts og síðar biskups. Þorsteinn, faðir Þorsteins, og Steingrímur voru syst- kinabörn. Steingrímur var Þorsteini einnig innan handar við að fá Steinunni fyrir konu. Öll tólf börn Þorsteins og Steinunnar fæddust í Vatnsdal á árunum 1822-1838. Gamli bærinn í Úthlíð, 1930, í túninu þar sem hann stóð í um þúsund ár. Þorsteinn og Steinunn kona hans keyptu Úthlíðartorfuna, 1841, ásamt Stekkholti og Hrauntúni. Borgaði Þorsteinn allt út í peningum. Teikning Gísli Sigurðsson.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.