Fréttabréf Ættfræðifélagsins - nov. 2020, Síða 11

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - nov. 2020, Síða 11
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2020 http://www.ætt.is aett@aett.is11 systkinanna fór heim og sagði Steinunni hvernig komið var. Steinunn fór þá út að réttarveggnum og sagði, kaffið er tilbúið Þorsteinn minn, viljið þið ekki koma inn og fá kaffi, og þáðu þeir það. Þegar bændurnir höfðu drukkið kaffið með svolít- illi lögg útí, var Þorsteini runnin reiðin. Steinunn brá svo Þorsteini á eintal og sagði honum að láta mann- inn hafa lambið, þau ættu nóg fé samt. Þorsteinn gerði eins og kona hans vildi, og var það oft og einatt, sem líkt og þetta kom fyrir. Það var þó nokkurn veginn víst að Þorsteinn átti lambið sem þetta hark var útaf. Ráðskonan Eins og áður hefur verið vikið að andaðist Steinunn 17. júlí 1846. Skömmu eftir útförina, fór Þorsteinn austur til átthaganna að hitta frændur og vini. Í þess- ari ferð kom hann að Stóruvöllum í Landssveit og sá þá Sesselju Árnadóttur, sem var þar ráðskona hjá séra Guðmundi Jónssyni. Hann var þá nýkominn að því brauði frá Grímsey, og var Sesselja ráðskona hans og hafði fylgt honum frá Grímsey. Hefur Þorsteini litist vel á Sesselju og orðið bál- skotinn í henni. Svo fast sótti Þorsteinn það að fá hana fyrir ráðs- konu að hann varð að láta dóttur sína Auðbjörgu að Stóruvöllum, í stað hennar, til að útenda ráðningar- tímann. Ekki var Sesselja búin að vera lengi bústýra hjá Þorsteini þegar þau giftu sig. Þá voru liðnir tæpir fimm mánuðir frá því að Steinunn dó. Varð Þorsteinn að sækja um konungsleyfi til að giftast. Ekki voru börn Þorsteins með í ráðum og féll þeim stórilla sem von var. Þorsteinn og Sesselja giftust 12. nóvember 1846. Þorsteinn sat í óskiftu búi og eldri systkinin fengu engan móðurarf, en var þrælað út kauplaust. Lítið ástríki var milli Úthlíðarsystkinanna og stjúpu þeirra, eins og oft er. Það fór að ganga af Þorsteini, því að mikill munur var á búkonum. Steinunn hafði verið mikil búkona, en Sesselja ekki nema í meðallagi, auk þess sem hún var mikið á mannamótum. Börnin fóru að heiman og réðust í vist, en sum giftu sig. Að Lónkoti Um 1860 fer Þorsteinn að Lónkoti suður með sjó. Þorsteinn hafði margt fé þar og ætlaði of mikið upp á fjörubeitina, missti hann þar mest allt fé sitt. Það mun hafa verið ráð Sesselju, að þau fluttu suður, því að hún vildi koma börnum þeirra til mennta. Lítið mun Sesselja hafa verið í Lónkoti, á meðan þau áttu þar heimili. Þar fæddist Þorsteini sonur með vinnukonu, var sveinninn vatni ausinn og skírður Þorsteinn. Hann dó tveggja ára gamall úr barnaveiki 1867 í Víðinesi. Þann stutta tíma sem Þorsteinn bjó í Víðinesi slétt- aði hann þar tvær dagsláttur. Hann flutti kringum 1870 til Reykjavíkur og keypti Stöðlakotið, byggði þar hús úr timburhúsi, sem hann átti á Víðinesi, en það var rif- ið og flutt suður. Húsið stóð þar sem Laufásvegur og Bókhlöðustígur mætast. Þorsteinn hafði eina kú í Stöðlakoti og heyjaði Árni sonur hans með Sesselju fyrstu tvö sumrin fyr- ir henni í Víðineslandi. Þá hafði Þorsteinn mótekju í Víðinesi, eftir að hann fluttist þaðan. Þorsteinn and- aðist í Stöðlakoti 20. ágúst 1875. Þorsteinn hafði ver- ið mesti fjörmaður alla ævi og sívinnandi. Eftir dauða Þorsteins var Víðinesið, Stöðlakotið og Úthlíðin seld. Hálfa Úthlíðina keypti Magnús Magnússon frá Auðsvaðsholti (faðir Böðvars á Laugarvatni), af Sesselju Árnadóttur, en Jón Collin Stöðlakotstún 1892. Stöðlakotsbæirnir til hægri. Árið 1870 flutti Þorsteinn til Reykjavíkur og keypti Stöðlakot, nú við Bókhlöðustíg, byggði þar hús og hafði þar eina kú. Hann andaðist í Stöðlakoti 20. ágúst 1875. Hann var mesti fjörmaður alla ævi og sívinnandi. Olíumálverk eftir Jón Helgason biskup.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.