Fréttabréf Ættfræðifélagsins - nov. 2020, Síða 14

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - nov. 2020, Síða 14
14http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2020 aett@aett.is á 16. öld. Þar bjuggu forfeður mínir í áttunda lið, Tómas Bergsteinsson f. 1652 og kona hans Guðrún Símonardóttir. Jón sonur þeirra bjó þar einnig og Gissur lögréttumaður sonur hans, sem varð að víkja af jörðinni upp úr 1770 þegar embættismenn hins nýreista fangelsis, þar sem nú er stjórnarráðið, fengu Arnarhólsbýlið til ábúðar sem launauppbót! Frá Tómasi Bergsteinssyni er Arnarhólsætt rakin. Þessir forfeður mínir hafa að öllum líkindum reist beitarhús- in á holtinu. Skólavarða skólasveinanna á Arnarhólsholtinu varð smám saman að grjóthrúgu eftir að skól- inn var fluttur að Bessastöðum 1805. Tvær vörð- ur, sem ekki tengdust skólanum, en voru samt kall- aðar Skólavörður, voru síðar reistar á holtinu, sú fyrri 1834 og sú síðari 1868. Það var Krieger stiftamtmað- ur sem stóð fyrir hleðslu vörðunnar 1834. Hún var því stundum kölluð Kriegers minde og var það nafn letr- að á hana. Bæjarbúar völdu samt að kalla hana bara Skólavörðuna. Þessi varða var ferhyrndur steinstöpull sem mjókkaði upp og var stærri en gamla skólavarð- an. Stöpullinn var með tveim setpöllum og þaðan var útsýni yfir allt hafnarsvæðið. Krieger lét einnig leggja stíg upp á holtið sem kallaður var Skemmtibraut eða Skemmtigöngustígur og um hann máttu aðeins gang- andi vegfarendur fara. Krieger skikkaði alla borg- ara bæjarins til þess að leggja til einn mann að hausti og einn mann að vori, til að halda við vörðunni og stígnum, en holtið var á þessum tíma afar grýtt og nær óbyggt. Aðeins var komin byggð í Þingholtunum. Smám saman festist einnig Skólavörðustígsnafnið við Skemmtibrautina. Skólavörðuholtið varð vinsælt útivistarsvæði hjá bæjarbúum. Oft mátti sjá fólk fara þangað með nesti, og sögur ganga um að þar hafi verið gott berjaland. Þá liðuðust reykir upp hér og þar þegar konurnar hituðu kaffi og börnin léku sér í feluleik bak við steinana. En svo strangt var eftirlitið með því að aðeins gangandi mættu um brautina fara, að árið 1856 eða 7, þegar Margrét, dóttir Skapta Skaptasonar hómópata og að- stoðarmanns landlæknis, sem bjó í Skaptabæ/Miðbýli þar sem Skólavörðustígurinn endar í dag, vildi byggja sér hús, þar sem nú stendur Bókabúð Eymundsson, og er númer 11 við Skólavörðustíg, var henni og manni hennar, Jörgen Guðmundssyni, meinað að flytja þangað grjót sem þau höfðu „brotið” sunnan við Skemmtibrautina!! Leyfið fékkst þó að lokum og í litla húsinu þeirra sem lengst af var kallað Tobbukot, fæddist ég svo tæpum hundrað árum síðar! Eftir að farið var að byggja meðfram Skemmtibrautinni varð hún aðalleiðin út úr bænum. Áður fóru menn frá Læknum sunnan við Arnarhól, um Arnarhólstraðir, þar sem nú er Hverfisgata og fram hjá Traðarkoti. Það fór svo fyrir vörðunni hans Kriegers að hún hrundi að lokum og árið 1858, einn fallegan sum- ardag, var hún hrúga ein. Það var ekki fyrr en 1868 sem síðasta skólavarðan var reist. Hún var úr tilhöggnu grjóti. Það var stein- smiðurinn Sverrir Runólfsson sem sá um bygginguna eftir teikningum Sigurðar Guðmundssonar málara. Skyldi þetta vera útsýnisturn. Hann var tveggja hæða og efst voru svalir. Þessi varða blasti við öllum sem til bæjarins komu, hvort sem var af sjó eða landi, en Skólavörðuholtið var hæsti staðurinn í Reykjavík. Lítið átti þessi síðasta skólavarða sameiginlegt með skólavörðunni í Skálholti og fyrstu skólavörðunni á Arnarhólsholtinu, en sagt er að hugmyndin að henni hafi komið frá Kvöldfélaginu eða Leikfélagi andans, fyrstu menningarvitaklíkunni í Reykjavík. Það kostaði 5 aura að fara upp í vörðuna en einnig var hægt að kaupa sér árskort á krónu! Síðar var fyllt upp í gluggana á efri hæðinni. Varðan fékk á sig mið- ur gott orð, sagt var að neðri hæðin væri vettvangur hneykslanlegs og saurugs athæfis. Engar myndir hafa varðveist af tveim fyrstu Skólavörðunum á Arnarhólsholtinu, en hér má sjá ljós- mynd af þeirri þriðju, sem reist var 1868, eftir teikning- um Sigurðar Guðmundssonar málara. Að henni liggur Skemmtigöngustígurinn sem í fyllingu tímans varð að Skólavörðustígnum. Ári eftir að síðasta skólavarðan á Skólavörðuholtinu var rifin hlóðu nemendur við Menntaskólann á Akureyri vörðu uppi í Vaðlaheiðinni. Vorið 1974 var hún orð- in illa farin og þá endurhlóðu verðandi stúdentar, að undirlagi Tryggva Gíslasonar skólameistara, vörðuna. Skólavörðunni á Hólum mun ekki hafa verið haldið við.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.