Rit Mógilsár - 2000, Blaðsíða 7

Rit Mógilsár - 2000, Blaðsíða 7
7 Plönturnar voru eins árs (1/0) bakkaplöntur við gróðursetingu, ræktaðar í 100 cm3 bökkum. Plöntur fyrir sunnlensku tilraunirnar voru ræktaðar í Fossvogsstöðinni/Barra hf og plöntur sem notaðar voru norðanlands voru ræktaðar á Vöglum (1. tafla). 1. Tafla. Uppruni tilraunaplantna. "-" merkir að tegundin hafi ekki verið notuð á viðkomandi tilraunastað. The origin of tree seedlings used in the trial. Í tilrauninni var áburði dreift í u.þ.b. 15-20 cm radíus umhverfis plönturnar. Notuð var áburðarblandan Gróska II (Áburðarverksmiðjan hf). Gróska II er blanda af eingildu ammóníum fosfati (9-42-0) á auðleystu formi og Osmocote 32-0-0 (Scotts & Sons Ltd.), þar sem um helmingur köfnunarefnisins er á seinleystu formi. Þrettán grömmum af þessari blöndu var dreift í kring um hverja plöntu. Tilraunaliðir eru sýndir í 2. töflu og voru; a) áburðargjöf við gróðursetningu (snemmsumars), b) um miðjan júlí, c) seint í ágúst eða d) ári eftir gróðursetningu. Viðmiðunarplöntur án áburðar voru ekki prófaðar tilrauninni. Ástæða þessa var að óþarft þótti að leita svara við þeirri spurningu hvort munur væri á lifun og vexti áborinna plantna miðað við óáborinna. Hefur þeirri spurningu áður verið svarað, þ.e. áburðargjöf bætir lifun og vöxt (Hreinn Óskarsson o.fl. 1997). Hér á eftir verða þó birt gögn úr annarri tilraun sem staðsett er við hlið tímatilraunanna og var gróðursett á nákvæmlega sama tíma. 1 Fossvogsstöðin hf. framleiðandi furuplantnanna, gat ekki veitt nákvæmar upplýsingar um hvaða furukvæmi hefði verið selt. Annað hvort er um að ræða kvæmið Carcross eða Tutshi Lake (Steinunn Reynisdóttir munnlegar upplýsingar). Végeirs- staðir Frænr. Kollabær Frænr. Markarfljóts- aurar Frænr. Ilmbjörk Vaglir rætingarhús 950076 Embla Frætré við rætingarhús sáð 1997 Embla Frætré við rætingarhús sáð 1997 Stafafura Bennet Lake 9000031 Tutshi lake / Carcross 950012 / 94020 Tutshi lake / Carcross 950012 / 94020 Sitkagreni - - Seward 950011 Seward 950011 Rússalerki Imatra 970007 - - - -

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.