Rit Mógilsár - 2000, Blaðsíða 8

Rit Mógilsár - 2000, Blaðsíða 8
8 2. tafla. Tímasetning áburðargjafa í tilrauninni. Veðurskilyrði við og eftir gróðursetningu voru með ágætum, sólríkt og hlýtt við gróðursetningu en innan viku rigndi á öllum tilraunastöðum. Ekki var því um að ræða afföll af völdum óbeinna þurrka2. Tilraunin er blokkartilraun með fjórum endurtekningum (blokkum). Tilraunaliðum og tegundum er raðað tilviljanakennt innan blokkanna (Randomized block design). 20 plöntur eru í hverri meðferð innan blokkar, alls eru um 920 plöntur á hverjum tilraunastað. Tilraunaskipulag er að finna í 6. töflu í viðauka. 4.2 ÚTTEKTIR Úttektir voru gerðar haustið 1998, vorið 1999 og haustið 1999. Skráð var lifun, kal og frostlyfting allra plantna. 25% slembiúrtak plantna af hverri meðferð, þ.e. fimm plöntur á blokk, var valið með Excel töflureikni. Þættir sem mældir voru á úrtaksplöntum voru; hæð vor og haust, sumarvöxtur, lauf– og nálalengd, mesta breidd krónu plantna, þ. e. umfang greina, og þvermál stofns við jarðvegsyfirborð. 4.3 ÚRVINNSLA NIÐURSTAÐNA Tilraunaniðurstöður frá báðum árum voru skráðar í töflureikni (Excel 7.0). Meðaltölum frá hverri tilraunaröð innan blokkanna var síðan safnað saman og þeim umbreytt til að þær uppfylltu kröfur um normal- dreifingu og einsleitni dreifna (e. homogeneity of variance). Hæð, vexti og krónubreidd plöntu var umbreytt með með kvaðratrót (√x), þvermáli 2 Árið 1995 var sett á stofn áburðartilraun á þrem stöðum á Suðurlandi. Sama sumar komu fram mikil afföll, einkum í meðferðum þar sem plöntur fengu stóra skammta af N. Orsök mikilla affalla þegar háir N-skammtar voru notaðir má ótvírætt rekja til óbeinna þurrka af völdum áburðar. Þ.e. hár saltstyrkur í jarðvegi getur valdið aukinni bindingu vatns og og þar með minnkað vatnsstreymi til róta . Meðferð Tímasetning áburðargjafa Timing of fertilization 0 Viðmiðun (án áburðar) birki Control (no fertilizer) birch 1 Við gróðursetningu 1998 At time of planting 2 15. júlí 1998 July 15th 1998 3 25. ágúst 1998 August 25th 1998 4 1. júní 1999 June 1th 1999

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.