Rit Mógilsár - 2000, Blaðsíða 2

Rit Mógilsár - 2000, Blaðsíða 2
2 1 SAMANTEKT Hreinn Óskarsson 2000. Hvenær á að bera á? Tímasetning áburðargjafa. Tilraun frá 1998. Lýsing og niðurstöður eftir þrjú sumur. Rit Mógilsár Rannsóknastöðvar Skógræktar nr.1/2000. 28 s. Árið 1998 var sett á stofn tilraun þar sem prófuð var mismunandi tímasetning áburðargjafar. Markmið með tilrauninni var þvíþætt: 1) Að kanna hvaða tímasetning áburðargjafar gefur besta lifun og vöxt?; a) Áburðargjöf við gróðursetningu (í júní), b) í miðjum júlí, c) síðla ágúst eða d) einu ári eftir gróðursetningu. 2) Er mismunur milli trjátegunda hvað varðar tímasetningu áburðargjafar? Tilraunirnar eru gerðar á þremur stöðum, tveim á Suðurlandi, Markarfljótsaurum og Kollabæ og einum á Norðurlandi, Végeirsstöðum. Vegna misheppnaðrar tilraunar á síðastnefnda staðnum og mikilla affalla í staffuru sunnanlands, eru niðurstöður aðeins birtar fyrir sitkagreni og ilmbjörk á Markarfljótsaurum og í Kollabæ. Það var ekki tölfræðilega marktækur munur milli tilraunaliða hvað varðaði lifun birkis og grenis. Plöntur sem fengu áburð við gróðursetningu voru hávaxnari og gildari en plöntur sem fengu áburð á öðrum tíma. Auk þessa voru plöntur í þessum tilraunalið með lengri árssprota en hinir. Þessi munur var sér í lagi áberandi hjá birki en minna áberandi hjá greni. Mælingar á birki sýna að plöntur sem enga áburðargjöf fá vaxa minna en plöntur úr öðrum tilraunaliðum. Vöxtur var almennt mun meiri hjá birki en hjá greni. Niðurstaða tilraunarinnar er; áburðargjöf snemmsumars gefur mestan vöxt. Það gefur meiri vöxt að bera á ári eftir gróðursetningu í stað þess að bera á miðsumars eða að hausti. Áburðargjöf, hvort sem borið er að vori eða hausti, gefur betri vöxt en engin áburðargjöf. Lykilorð: tímasetning áburðargjafa, nýskógrækt, vöxtur, rótarháls þvermál, greinabreidd, lifun, ilmbjörk, sitkagreni.

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.