Rit Mógilsár - 2000, Blaðsíða 6

Rit Mógilsár - 2000, Blaðsíða 6
6 Tilraunin er á tveim tilraunastöðum á Suðurlandi, Kollabæ í Fljótshlíð og á Markarfljótsaurum, og á einum stað á Norðurlandi, Végeirsstöðum í Fnjóskadal. Í tilrauninni eru notaðar sitkagreni-, stafafuru- og birkiplöntur, en á Norðurlandi er rússalerki notað í stað sitkagrenis. Jarðvegur á tilraunasvæðinu á Végeirsstöðum reyndist vera mun blautari en gert hafði verið fyrir í upphafi og stóð vatn í sumum rásum vorið eftir. Því eru niðurstöður hennar vart marktækar og verða ekki teknar með í þessari skýrslu. 4 EFNI OG AÐFERÐIR 4.1 TILRAUNALÝSING Tilraunirnar eru á þrem stöðum; a) í landi Voðmúlastaða á Markarfljótsaurum, b) í landi Skógræktar ríkisins, Kollabæ í Fljótshlíð og í landi Háskólans á Akureyri að Végeirsstöðum í Fnjóskadal (1. mynd). Tilraunin á Markarfljótsaurum stendur á gróðurlausri og skjóllausri malarsléttu u.þ.b. 500 m norðan vegarins að gömlu Markarfljótsbrúnni (63°40.158'N og 20° 00.554'V) í um 60 m.h.y.s. Kollabæjartilraunin er um 8 km frá Markarfljótsauratilrauninni, milli víðiskjólbelta á hæðarkolli ofan við Tunguskóg (63°44.758'N og 20°03.205'V) í um 110 m.h.y.s. Jarðvegur er dæmigerður fokjarðvegur / móajarðvegur, þakinn með þykkum grámosa og grösum mill i þúfna. Végeirsstaðatilraunin er á hjalla ofan Végeirsstaða, í brekkurótum (65°48.876'N og 17°53.098'V). Jarðvegur er breytilegur innan svæðisins, að ofan er jarðvegur myndaður af skriðu, þ.e. grýttur móajarðvegur, en neðan til blandast hann mýrarjarðvegi. Á öllum tilraunastöðum var einskeraplógur (skógræktarplógur) notaður við jarðvinnslu. Gróðursetning og áburðargjöf fór fram 26.-29. júní 1998. Á Markarfljótsaurum og í Kollabæ var hin svokallaða geispa (Potti-Putki) notuð við gróðursetninguna og var gróðursett í botn plógrásarinnar. Á Végeirsstöðum reyndist hinsvegar illmögulegt að nota geispuna vegna mikillar seigju í jarðvegi, svo venjulegur 100 cm3 gróðursetningarstafur var notaður. Vegna bleytu í sumum rásanna á Végeirsstöðum varð að gróðursetja plönturnar í hliðar plógrásar í stað botns hennar.

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.