Rit Mógilsár - 2000, Blaðsíða 5

Rit Mógilsár - 2000, Blaðsíða 5
5 Í júní 1998 var sett á stofn tilraun þar sem mismunandi tímasetning áburðargjafa er rannsökuð. Markmið með tilrauninni er að svara eftirfarandi rannsóknaspurningum: 1) Hvaða dreifingartími áburðar gefur minnst afföll og mestan vöxt?; a) áburðargjöf við gróðursetningu (snemma sumars), b) um miðjan júlí, c) seint í ágúst eða d) ári eftir gróðursetningu. 2) Er munur á svörun trjátegunda við tímasetningu áburðargjafar? Þær tegundir sem hér eru bornar saman eru: birki (Betula pubescens Ehrh.), sitkagreni (Picea sitchensis (Bong.) Carr.), rússalerki (Larix sukaczewii Dylis.) og stafafura (Pinus contorta Dougl. ex. Loud.) . 1. mynd. Staðsetning áburðartilrauna frá 1998. The location of the fertilizer trials in Iceland. Markarfljótsaurar Végeirsstaðir Kollabær

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.