Rit Mógilsár - 2000, Page 5
5
Í júní 1998 var sett á stofn tilraun þar sem mismunandi tímasetning
áburðargjafa er rannsökuð. Markmið með tilrauninni er að svara
eftirfarandi rannsóknaspurningum:
1) Hvaða dreifingartími áburðar gefur minnst afföll og mestan vöxt?;
a) áburðargjöf við gróðursetningu (snemma sumars), b) um
miðjan júlí, c) seint í ágúst eða d) ári eftir gróðursetningu.
2) Er munur á svörun trjátegunda við tímasetningu áburðargjafar?
Þær tegundir sem hér eru bornar saman eru: birki (Betula
pubescens Ehrh.), sitkagreni (Picea sitchensis (Bong.) Carr.),
rússalerki (Larix sukaczewii Dylis.) og stafafura (Pinus contorta
Dougl. ex. Loud.) .
1. mynd. Staðsetning áburðartilrauna frá 1998. The location of the
fertilizer trials in Iceland.
Markarfljótsaurar
Végeirsstaðir
Kollabær