Rit Mógilsár - 2000, Blaðsíða 11

Rit Mógilsár - 2000, Blaðsíða 11
11 plöntur mjög illa út, en þó náðu sitkagrenin bata í mörgum tilvikum og litu nokkuð vel út sumarið 2000. Lítill munur á lifun hjá greni og furu var á milli tilraunaliða í tilrauninni (2. og 3. mynd). Svo til engin afföll urðu á birki í tilrauninni (niðurstöður ekki sýndar). Sökum mikilla affalla á stafafuru í tilrauninni var ekki mögulegt að mæla vaxtarþætti í nægum fjölda plantna svo niðurstöður birtast aðeins fyrir birki og greni. 5.2 Hæð og ársvöxtur Marktækur munur (95%) var á meðalhæð á milli tilraunaliða hjá birki á Markarfljótsaurum (sjá 1. töflu í viðauka). Hæðarmunurinn var marktækur hjá birki á báðum tilraunastöðum. Skaraskemmdir gerðu það að verkum að munur í hæð að ekki var mikill munur í hæð að vori (4. og 5. mynd). Marktækur munur var milli tilraunaliða á hæð grenis á Markarfljótsaurum, en ekki í Kollabæ (sjá 5. töflu í viðauka). Áburðargjöf við gróðursetningu gaf mesta meðalhæð hjá birki á báðum tilraunastöðum fyrstu tvö árin, en plöntur sem hlutu áburðargjöf ári seinna náðu þessum plöntum í hæð haustið 2000. Vegna vetrarskemmda lækkuðu hæstu plöntur milli áranna 1998-99 og 1999-2000 á Markarfljótsaurum (4. mynd), og milli áranna 1999-2000 í Kollabæ (5. mynd). Tilraunaliðurinn viðmiðun (án áburðar) var eins og áður er getið aðeins prófuð á birki. Eftir á að hyggja hefði verið áhugavert að hafa viðmiðunarplöntur af bæði greni og furu með í tilrauninni, enda sýna niðurstöður að viðmiðunarplöntur af birki sýna þokkalegan vöxt í Kollabæ en alger vaxtarstöðnun ríkir í viðmiðunarplöntum hjá birki á Markarfljótsaurum. Þessar niðurstöður staðfesta fyrri niðurstöður um að lang minnstur vöxtur er hjá viðmiðunar- plöntunum og þeim því frekar hætt við skemmdum af völdum t.d. ranabjallna og frostlyftingu.

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.