Rit Mógilsár - apr. 2002, Blaðsíða 2

Rit Mógilsár - apr. 2002, Blaðsíða 2
2 1 SAMANTEKT Lárus Heiðarsson 2001. Hæðarvaxtarföll fyrir rússalerki (L. sukaczewii Dylis) á Fljótsdalshéraði. Rit Mógilsár Rannsóknastöðvar Skógræktar nr.11./2002. 27 s. Tilgangur rannsóknarinnar var að búa til hæðarvaxtarföll fyrir rússalerki (L. sukaczewii Dylis) sem nota mætti við gróskuflokkun rússalerkiskóga á Fljótsdalshéraði. Í rannsókninni voru mæld 34 tré, valin af handahófi í lerkiteigum á Hallormsstað og í Mjóanesi á Fljótsdalshéraði. Hjá þessum trjám var ferill hæðarvaxtar rakinn með árhringjagreiningu (á sænsku: stamanalys). Í rannsókninni var notuð hrein meðalhæð og notagildi fallanna takmarkast við innanvert Fljótsdalshérað. Það fall sem best lýsti ferli meðalhæðarinnar styðst við lífaldur og meðalhæð við 100 ára aldur (H100). Fallið er ólínuleg aðhvarfsgreining þar sem stikarnir eru reiknaðir út með ítrun (e. iteration process). Sloboda (1971) hefur skrifað tvö FORTRAN forrit þar sem þetta er gert með hjálp stigulsaðferð (e. gradient method) sem fylgir reglum um minnstu tvíveldasummu (e. least sum of squares). Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að lerkiskógar á Hallormsstað ættu að geta náð 25 metra meðalhæð við góð vaxtarskilyrði á 100 árum og 17 metra meðalhæð á sama tíma við lakari skilyrði. Lykilorð: Hæðarvaxtarfall, rússalerki.

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.