Rit Mógilsár - apr. 2002, Side 7

Rit Mógilsár - apr. 2002, Side 7
7 4 EFNI OG AÐFERÐIR 4.1 TILRAUNALÝSING Áætlun um hvaða upplýsingum skildi safnað var gerð í Finnlandi ásamt leiðbeinanda mínum Peter Melen. Upplýsingum um hæðarvöxt var safnað á Hallormsstað, þar sem lerki var gróðursett í birkiskóg og í Mjóanesi þar sem gróðursett var á berangri. Í rannsókninni var það vöxtur meðalhæðar sem var skoðaður. Aðferðin sem notuð var við greiningu á meðalhæðarvexti trjánna var svokölluð árhringjagreining (stamanalys). Hún fól í sér að trjábolir úrtakstrjáa voru bútaðir niður og með ákveðnu millibili voru sagaðar af sneiðar. Þær voru síðan notaðar við að endurskapa hæðarvöxtin hjá trénu með því að telja árhringi í hverri sneið. Safnað var sýnum af trjám úr 11 teigum, samtals 34 trjám. 4.2 Val á teigum og kvæmum Val á lerkiteigum og kvæmum var gert í samráði við Þór Þorfinnsson skógarvörð á Hallormsstað og Sigurð Blöndal fyrrverandi skógræktarstjóra og skógarvörð á Hallormsstað. Þessir menn hafa besta yfirsýn yfir lerkirækt í Hallormsstaðaskógi og nágrenni. Sett var sem skilyrði að reitirnir hefðu vaxið eðlilega, án verulegra áfalla og að viðkomandi kvæmi hefðu verið gróðursett í einhverjum mæli á Hallormsstað. Arnór Snorrasson (1986) hefur sýnt fram á að ekki er tölfræðilegur munur á hæðarvexti rússalerkis og siberíulerkikvæmisins Hakaskoja og voru tekin tvö úrtakstré af því kvæmi. Reynt var að hafa allar elstu gróðursetningarnar með í rannsókninni því að við endurgerð á hæðarvextinum lýsa eldri tré lengri atburðarás og gefa því betri mynd af hæðarvextinum yfir lengri tíma. 4.3 Val og gagnasöfnun á mæliflötum Þegar búið var að velja teiga og kvæmi voru mælifletir valdir eftir gróðurhverfum og þeir hafðir eins einsleitir og mögulegt var. Reynt var að fá sem flesta mælifleti innan hvers gróðurhverfis. Við gróðurhverfagreiningu var notuð gróðurhverfalýsing Hauks Ragnarssonar og Steindórs Steindórssonar (1963). Til að minnka hugsanleg jaðaráhrif voru mælifletirnir staðsettir að minnsta kosti 5 metra frá jaðri teiganna. Stærð og lögun mæliflatanna var 100m2 hringflötur. Á hverjum mæliflöt var safnað upplýsingum um botngróður, halla lands og hallaátt, jarðvegsdýpt og þykkt húmusar. Hæð var mæld á grennsta og sverasta trénu innan mæliflatarins.

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.