Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2017, Blaðsíða 3
VEL
KOM
IN Á HINSEGIN DAGA 2017Welcome to Reykjavik Pride 2017
Kæru vinir
Í byrjun þessa árs bárust
þau ánægjulegu tíðindi að
Hinsegin dagar hefðu verið
valdir úr hópi fjölda hátíða og
hlotið nafnbótina borgarhátíð
Reykjavíkur. Útnefningin var
staðfest með sérstökum þriggja
ára samningi og fjárframlagi
frá Reykjavíkurborg. Þessi
útnefning staðfestir að
Hinsegin dagar eru lykilhátíð
í hátíðadagskrá borgarinnar
og hafa ótvírætt gildi fyrir
menningarlífið í borginni,
alþjóðleg tengsl, ferðamennsku
og ímynd – enda eru
Hinsegin dagar fyrir löngu
orðnir hefðbundinn þáttur í
borgarlífinu. Samt er hátíðin ný
á hverju ári.
Af þessu tilefni er þema
Hinsegin daga árið 2017
hinsegin list og listafólk. Við
erum svo lánsöm að vera rík
af alls konar listafólki sem
hefur verið óhrætt við að stíga
fram í dagsljósið og spyrja
óþægilegra spurninga um
stöðu hinsegin fólks á Íslandi.
Hinsegin listafólk ögrar með
því sem það segir, gerir og
sýnir. Það hefur verið mikilvægt
breytingarafl og stuðlað að því
að opna hug fólks gagnvart
tilvist hinsegin fólks. Gestum
hátíðarinnar býðst nú að
njóta margs konar viðburða,
m.a. á sviði ljósmyndunar,
kvikmyndagerðar, tónlistar
og bókmennta, og líkt og fyrri
ár er fræðsluviðburðum gert
sérstaklega hátt undir höfði.
Að lokum viljum við benda á
nýja viðbót við gleðigönguna,
Gleðigöngupottinn sem er
styrktarstjóður fyrir atriði
sem hyggjast taka þátt í
gleðigöngu Hinsegin daga.
Styrkjum úr sjóðnum er m.a.
ætlað að aðstoða þátttakendur
við að standa straum af
kostnaði við hönnun atriða,
leigu ökutækja og efniskaup.
Frekari upplýsingar eru á
hinsegindagar.is.
Gleðilega hátíð!
Dear friends
As of this year, and for the next
three years, Reykjavik Pride
is officially one of Reykjavík’s
key city festivals. This honor
shows that Reykjavik Pride has
established itself as a key event in
the festival calendar in Reykjavik
and reaffirms all the hard work
performed by hundreds of
volunteers throughout the years
to advance local LGBTIQ culture,
diversity and human rights.
The theme of Reykjavik Pride for
2017 is ‘LGBTQI art and artists’,
celebrating the rich culture of
Icelandic LGBTQI artists who
are known for boldness and for
using their art as a platform to
ask uncomfortable questions
about their life and identity.
Their contribution has been
monumental in changing minds
and changing hearts towards
LGBTQI people in the Icelandic
society. This year’s schedule
includes a wide variety of events,
such as film screenings, concerts,
photo exhibitions and literature
events that will hopefully give
a small taste of what Icelandic
LGBTQI culture has to offer,
along with a wide variety of
educational events.
Finally, those who want to
participate in the Pride Parade
might be interested in the new
‘PrideFund’, a financial support
for parade floats meant to cover
the cost of transport, design and
material. For more detail visit
reykjavikpride.is.
Happy Pride!
Stjórn Hinsegin daga 2017:
Reykjavik Pride’s management
team 2017:
Eva María Þórarinsdóttir Lange
– formaður / president
Gunnlaugur Bragi Björnsson
– gjaldkeri / treasurer
Jón Kjartan Ágústsson
– varaformaður / vice president
Karen Ósk Magnúsdóttir
– ritari / secretary
Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson
– meðstjórnandi / board member
3