Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2017, Blaðsíða 58

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2017, Blaðsíða 58
Yfirlýsing Samtakanna ‘78: Mannréttindi nær og fjær Þann 5. maí stóðu Samtökin ‘78 fyrir mótmælum fyrir framan rússneska sendiráðið til að minna á alvarleika ástandsins í Tsjetsjeníu, þar sem einhverjar alvarlegustu ofsóknir gegn hinsegin fólki í seinni tíð standa nú yfir. Í ræðu sinni sagði María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna ‘78, meðal annars: „Í Tsjetsjeníu er verið að hneppa homma og tvíkynhneigða karla í fangabúðir, svelta þá, berja og pynta, þvinga upp úr þeim upplýsingar um meðbræður sína og hvetja fjölskyldur þeirra til að drepa þá. Að minnsta kosti þrír menn hafa látið lífið: einn af áverkunum sem hann hlaut í haldi og tveir fyrir hendi fjölskyldna sinna. Aðrir hafa óskað eftir hjálp við að komast undan en síðan horfið sporlaust. Hinsegin samtökin Russian LGBT Network vinna hörðum höndum að því að koma fólki í öruggt skjól en ástandið fer versnandi. Við höfum séð þetta allt áður. Við höfum séð það þegar þýskir menn sem grunaðir voru um samkynhneigð voru settir í útrýmingarbúðir og merktir með bleikum þríhyrningum eins og þeim sem við berum í dag. Við höfum séð það þegar yfirvöld um víða veröld ætluðu að halda að sér höndum og leyfa alnæminu að útrýma hommum. Við höfum séð það þar sem lög eru sett sem gera okkur réttdræp, sem gera tilvist okkar að lögbroti, sem meina okkur að tjá okkur. En árið er 2017 og nú er nóg komið. Hingað og ekki lengra! Við skorum á fulltrúa íslenskra stjórnvalda að nýta krafta sína til knýja fram inngrip í ástandið, bæði á alþjóðlegum vettvangi og í beinum samskiptum við rússnesk stjórnvöld. Þessa glæpi þarf að stöðva, rannsaka og refsa fyrir. Og það verður að tryggja að þolendur komist í öruggt skjól. Gefum það skýrt út að við fordæmum hómófóbíu og hin grófu mannréttindabrot sem eiga sér stað á grundvelli hennar! Í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna segir: „Enginn skal sæta pyndingum, grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.“ Rússland hefur samþykkt þá yfirlýsingu – yfirlýsingu sem er nú fótum troðin. Rússnesk yfirvöld verða að grípa inn í tafarlaust, rannsaka þessa glæpi til hlítar og draga hina seku til ábyrgðar. Afstöðuleysi er afstaða með óbreyttu ástandi. Takið afstöðu. Virðið skuldbindingar ykkar. Burt með hómófóbíu!“ Samtökin ‘78 fagna þeim lagalegu sigrum sem hafa áunnist á síðustu áratugum. Á sama tíma þurfum við að vera meðvituð um að Ísland er að dragast aftur úr í evrópskum samanburði á réttindum hinsegin fólks, þar sem mörg lönd eru komin með betri löggjöf. Við erum nú í 17. sæti af 42 þjóðum á Regnbogakorti ILGA-Europe og uppfyllum aðeins 47% uppsettra skilyrða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (ágú. 2017)
https://timarit.is/issue/416610

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (ágú. 2017)

Aðgerðir: